Fréttablaðið - 26.04.2014, Síða 58

Fréttablaðið - 26.04.2014, Síða 58
KYNNING − AUGLÝSINGGarðurinn LAUGARDAGUR 26. APRÍL 20144 Tekkstólarnir sem voru um borð í farþega- skipinu Titanic þegar það sökk fyrir rúmum hundrað árum eru afar vinsælir á verönd- ina. Eftirlíkingar stólanna má fá víða en þá má leggja saman svo lítið fari fyrir þeim. Stólarnir eru sögulegir en aðeins eru til örfá eintök af upprunalegum Titanic-stólum og eru þau á söfnum, til dæmis í Halifax. Flest- ir stólarnir sukku með skipinu en þeir voru 614. Það var fyrirtækið R. Holman & Co. sem framleiddi stólana fyrir Titanic. Aðrir stólar sem hafa verið vinsælir á ver- andir og víða á ströndum eru felli stólar með léttu áklæði. Þeir voru upphaflega einnig hannaðir til að vera á þilfari skipa. Stól- ana er hægt að leggja saman með einu handtaki svo lítið fari fyrir þeim og stafla þeim upp, sem þótti handhægt ef veður breyttist snögglega á hafi úti. Stól arnir eiga sér langa sögu sem nær aftur til Egyptalands hins forna. Stólarnir voru ómissandi á þilförum farþegaskipa um miðja nítj- ándu öld, bæði í Bandaríkjun- um og á Bretlandi. Í upphafi tuttugustu aldar fóru stól- arnir að sjást í skemmtigörðum á Bretlandi og á íþróttaleikjum. Vinsælir sólstólar LYKTAR EINS OG FISKUR Stærsta blóm heims ber fræði- heitið Amorphophallus titanum en kallast risakólfur á íslensku. Hið risavaxna blóm plöntunnar vex út úr stórum jarðstöngli sem getur vegið allt að áttatíu kíló. Blómstilkurinn sem liggur fyrir miðju blómsins getur orðið á þriðja metra á hæð og mælist blómið yfir einn metri í þvermál. Risakólfur blómstrar stöku sinnum í grasagörðum og þykir það merkur atburður. Blómgunin stendur aðeins yfir í tvo til þrjá daga. Þegar plantan er í fullum blóma gefur hún frá sér lykt sem minnir helst á úldinn fisk. Með því er hún að reyna að líkja eftir lykt af rotnandi dýrum og laða þannig að skordýr sem verpa eggjum sínum við slíkar aðstæður. Skordýrin, sem eru ýmsar bjöllur eða flugur, bera svo frjókornin á milli plantna þannig að frjóvgun á sér stað. Heimild: Vísindavefurinn FJÖLDI SKÓGA Á ÍSLANDI Á Íslandi er fjöldi skóga aðgengilegur almenningi. Skógrækt ríkisins á eða hefur í sinni umsjón 53 þjóðskóga. Skógarnir eru opnir öllum og eru um allt land að undanskildum Vestfjörðum. Í suma er auðvelt að komast, annars staðar þarf að hossast í öflugum jeppa eða ganga upp bratta hlíð. Fyrsta árangursríka skógræktar- tilraun á Íslandi var gerð á Þingvöllum, í Furulundinum í Almannagjá. Á Þingvöllum er víðáttumikið birkikjarr en einnig nokkrir gróðursettir skógarlundir. Frægastur þeirra er Furulundurinn. Þar var fyrst gróðursett 1899 og er Furulund- urinn því einn fyrsti gróðursetti skógurinn á Íslandi. Aðrir lundir á Þingvöllum voru gróðursettir af ýmsum hópum eða tilefnum, t.d. Norðmannareitir og reitir Vestur-Íslendinga sem eru gjafir til íslensku þjóðarinnar. Skógrækt ríkisins hefur umsjón með skóg- unum á Þingvöllum. Furulundurinn í Almannagjá. MYND/SKÓGRÆKT RÍKISINS
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.