Fréttablaðið - 15.05.2014, Qupperneq 6
15. maí 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 6
1. Hver hlaut aðalverðlaun Samfélags-
verðlauna Fréttablaðsins?
2. Hversu mikið af kolum hefur verið
fl utt til landsins frá árinu 2000?
3. Fyrir hvaða upphæð hefur Situs
ehf. selt fjórar lóðir síðan í mars?
SVÖR:
1. Klúbburinn Geysir.
2. 1,5 milljónir tonna.
3. Fyrir samtals 4,3 milljarða króna.
– G Ó Ð U R Á B R A U Ð –
Í S L E N S K U R
STJÓRNMÁL Uppbygging fjölbreytts húsnæðis er eitt
af hinum stóru stefnumálum Samfylkingarinnar fyrir
borgarstjórnarkosningarnar 31. maí. Á næstu þrem-
ur til fimm árum verður leigu- og búsetaíbúðum í
Reykjavík fjölgað um 2.500 til 3.000.
Flokkurinn hefur kallað eftir því að lagaumhverfi
búsetusamvinnufélaga verði bætt og að íbúðareigend-
ur eigi auðveldara með að leigja út frá sér. „Þessar
breytingar áttu að liggja fyrir um síðustu áramót en
komu fram í síðustu viku. Frumvörpin náðu ekki inn
á þing. Svona hlutir skipta máli þegar verið er að fjár-
festa til áratuga. Ég hefði viljað sjá þá hluti ganga
hraðar,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi á
fundi í gær þar sem stefnumálin voru kynnt.
Ekki hafa fengist svör frá ESA, eftirlitsstofnun
EFTA-ríkjanna, varðandi hvort huga þurfi að sam-
keppnislögum vegna þessara breytinga. „Við höfum
kynnt okkur hvernig þessir hlutir eru gerðir í Finn-
landi og á hinum Norðurlöndunum. Það hlýtur að
gilda sama regluverkið þar en við verðum að gæta
formsins og bíða eftir formlegum svörum.“
Á síðasta ári sagði Dagur að gert væri ráð fyrir því
að borgin legði til allt að tíunda part framkvæmda-
kostnaðar við nýjan húsnæðiskost. „Við erum tilbúin
að skoða það að leggja inn lóðir og jafnvel eitthvað
fleira ef það verður til þess að lækka leiguverð. Það
mun þá byggja á langtíma fjármögnunarsamningum
um leiguhúsnæði,“ segir Dagur og telur að prósent-
an gæti orðið hærri en tíu prósent. „Þar skiptir máli
hvað ríkið ætlar að koma inn með í húsaleigubætur
og hvort stjórnin ætlar að fallast á tillögur ASÍ um að
fara dönsku leiðina sem rímar vel við þær hugmyndir
sem borgin hefur verið að setja fram.“ - fb
Stefnumál Samfylkingarinnar voru kynnt í kosningamiðstöð flokksins í gær:
Áherslan á fjölbreytt húsnæði
KYNNTI STEFNUÁHERSLUR Dagur B. Eggertsson borgar-
fulltrúi á fundi Samfylkingarinnar í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
FERÐAÞJÓNUSTA Alls verða 107 leiðsögumenn
útskrifaðir á þessu ári sem er það mesta
hingað til. Þessi mikli fjöldi tengist þeirri
aukningu sem hefur verið í ferðaþjónustu á
Íslandi.
Aukningin frá síðasta ári nemur um þrjá-
tíu manns, sem er sá fjöldi leiðsögumanna
sem Símenntun Háskólans á Akureyri
útskrifaði í fyrsta sinn á þriðjudag. „Þetta er
svakaleg aukning,“ segir Örvar Már Krist-
insson, formaður Félags leiðsögumanna.
„Síðustu 30 til 40 ár er búið að útskrifa
um 1.700 leiðsögumenn og bara núna eru
að bætast hundrað við. Það eru reyndar
bara 700 í félaginu, sem þýðir að fólk hefur
farið í aðrar greinar frekar en að vinna við
þetta, aðallega út af laununum.“ Nám leið-
sögumanna er tvær til þrjár annir og geta
menn núna valið um Háskólann á Akureyri,
Háskóla Íslands og Leiðsöguskóla Íslands.
Leiðsögumenn hafi ekki farið varhluta
af verkfalli flugmanna hjá Icelandair. Að
sögn Örvars Más eru nokkuð margir leið-
sögumenn að missa túra vegna þess. „Þeir
hafa hringt og spurt hvernig staða þeirra
sé og hvernig réttindin séu,“ segir hann og
bætir við að lítið sé hægt að gera við þessum
tekjumissi þeirra. - fb
Um 1.700 leiðsögumenn hafa útskrifast á 30 til 40 árum en aðeins 700 eru í Félagi leiðsögumanna:
Hafa aldrei útskrifað fleiri leiðsögumenn
ERLENDIR
FERÐAMENN
Formaður
Félags leiðsögu-
manna fagnar
auknum fjölda
leiðsögumanna
á Íslandi.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
STJÓRNMÁL Umboðsmaður fram-
boðs Sjálfstæðisflokksins til
bæjarstjórnar Kópavogsbæjar
afturkallaði beiðni sína um að fá
meðmælendalista allra framboða
til bæjarstjórnar sem barst kjör-
stjórn síðustu helgi.
Bragi Michaelsson, umboðs-
maður framboðslista sjálfstæð-
ismanna í Kópavogi, segir flokk-
inn ekki hafa áhuga á deilum um
málið.
„Við höfum engan áhuga á
því að standa í deilum um þessi
mál,“ segir Bragi. „Það er óþarfi
að halda slíku til streitu ef laga-
ákvæði eru vafasöm, og þegar
það er óvíst hvort Persónuvernd
hefði leyft þetta.“
- kóh
Umboðsmanni snýst hugur:
Beiðni um lista
dregin til baka
DÓMSMÁL Framburður tveggja
vitna frá Dúbaí stangaðist á við
aðalmeðferð Aurum-málsins sem
var fram haldið í gær.
Í málinu eru þeir Lárus Weld-
ing, fyrrverandi forstjóri Glitnis,
Jón Ásgeir Jóhannesson fjárfest-
ir, Magnús Arnar Arngrímsson
og Bjarni Jóhannesson, sem báðir
voru starfsmenn Glitnis, ákærð-
ir fyrir umboðssvik vegna sex
milljarða króna láns í júlí 2008
sem Glitnir veitti félaginu FS38
ehf., sem var í eigu Pálma Har-
aldssonar, vegna kaupa á félaginu
Aurum Holdings Ltd. Allir neita
þeir sök.
Tawhid Abdullah, sem var for-
stjóri félagsins Damas, sagði það
hafa verið Aurum sem kom fram
með kaupverðið 100 milljónir
punda, sem hann hefði á endan-
um talið of hátt og þeir því ákveð-
ið að viðskiptin gengju ekki eftir.
Nikhil Sengupta var starfsmaður
á fyrirtækjasviði NBD, National
Bank of Dubai, en hann sagðist
hafa verið í ríku samstarfi við
Damas og hafa bent því á Aurum
sem vænlegan fjárfestingarkost.
Þannig hefðu viðræður hafist en
þegar bankakreppan hófst haust-
ið 2008 hefði þeim verið sjálf-
hætt vegna aðstæðna. Hann sagði
Aurum hafa sett fram hugmynd
sína um verðið sem Damas hefði
talið eðlilegt verð fyrir félagið.
Fleiri gáfu skýrslu í málinu í
gær, þar á meðal Pálmi Haralds-
son sem sagðist hafa talið við-
skiptin með Aurum til hagsbóta
fyrir Glitni, hann hefði verið erf-
iður í samningum við bankann en
þarna hefðu einfaldlega átt sér
stað hefðbundin viðskipti. Pálmi
var hissa á því þegar sérstakur
saksóknari spurði hann út í sím-
tal sem hafði verið hlerað milli
Pálma og lögmanns hans. „Mátt
þú eiga þessi símtöl?“ spurði
Pálmi fyrir dómi í gær.
Fyrrverandi stjórnarmenn í
Glitni á árunum 2007 til 2008 gáfu
einnig skýrslu í gær, en deilt hafði
verið um hvort þeir hefðu bein
tengsl við málið og mættu þar af
leiðandi gefa skýrslu eða ekki.
Öllum bar þeim saman um
að hafa ekki orðið varir við að
Lárus Welding hefði verið beittur
þrýstingi af hálfu stærstu hlut-
hafa bankans né heldur að bank-
inn hefði tekið sérstakt tillit til
hagsmuna stærstu hluthafanna í
rekstri sínum.
Aðalmeðferðin heldur áfram
í dag þegar síðustu vitnin gefa
skýrslu og þá hefst einnig munn-
legur málflutningur þar sem sér-
stakur saksóknari og verjendur
halda ræður sínar. Málflutning-
urinn mun standa yfir fram á
föstudag þegar málið verður dóm-
tekið.
fanney@frettabladid.is
Misræmi í framburði
tveggja vitna frá Dúbaí
Aðalmeðferð hélt áfram í Aurum-málinu í gær. Pálmi Haraldsson, eigandi félags-
ins FS38 ehf. sem veitti sex milljarða Glitnisláninu, sem ákært er fyrir, viðtöku, var
ósáttur við upptöku sérstaks saksóknara á símtali lögmanns hans.
Í VITNASTÚKU Pálmi Haraldsson fjárfestir bar vitni í Aurum-málinu í gær þar sem
hann sagðist hafa verið erfiður í samningum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
SAMGÖNGUR Of mörgum mikil-
vægum verkefnum er ólokið,
segir bæjarstjórn Vesturbyggð-
ar sem skorar á Alþingi að veita
meira fjármagni til samgöngu-
mála.
„Bæjarstjórn Vesturbyggðar
skorar á Alþingi að bæta við fjár-
magni til viðhalds vega, enda er
stór hluti vegakerfis Vestfjarða
enn malarvegir sem þurfa mikið
viðhald,“ segir í ályktun. „Mikil
atvinnuuppbygging á sér nú stað
á sunnanverðum Vestfjörðum
og núverandi vegir þola ekki þá
umferð sem um vegina fara í dag,
hvað þá þá umferð sem verður
þegar laxeldi verður komið í fulla
framleiðslu.“
- gar
Ályktun frá Vesturbyggð:
Vilja betri vegi
fyrir laxeldið
➜ Tveimur vitnum sem
báru vitni í gegnum síma frá
Dúbaí bar ekki saman um
verðlagningu á Aurum.
VEISTU SVARIÐ?