Fréttablaðið - 15.05.2014, Page 30

Fréttablaðið - 15.05.2014, Page 30
6 ÍSLENSKT GRÆNMETIVOR 2014 JARÐARBER Astrid Kooij garðyrkjubóndi í Jarðarberjalandi í Reykholti á ekki langt að sækja græna fingur. Faðir hennar og afi voru garðyrkjubændur í Hollandi og hún segir að garðyrkjan sé í blóðinu. „Það kom ekkert annað til greina en að gerast garðyrkjubóndi“, segir Astrid, sem rekur garðyrkjustöðina ásamt sambýlismanni sínum Ehud Kafri. Það má segja að það sé fyrir tilviljun að hún er nú garðyrkjubóndi í Jarðarberjalandi. „Pabbi minn var með viðskipti vegna garðyrkjunnar við ræktendur í Bandaríkjunum. Eitt sinn þegar hann var að huga að flugi til Baltimore þar sem hann ætlaði að hitta viðskiptavin, rakst hann á hagstætt flug með íslensku flugfélagi sem hét Flugleiðir. Hann ákvað að stoppa á Íslandi og komst að því að Ísland væri tilvalinn staður fyrir uppeldi stofublóma sem þurftu að vera í köldum gróðurhúsum“, segir Astrid. Faðir Astridar rak gróðurhús í nokkur ár í Reykholti eða þar til að hann þurfti ekki lengur á því að halda að ala upp stofublómin á Íslandi. Gróðurhúsið stóð autt um tíma, en árið 2011 tók Astrid við gróðurhúsinu. „Ég hafði komið til Íslands og er mjög ánægð hér og því var það sem ég ákvað að nýta gróðurhúsið undir jarðarberjarækt. Þetta er þriðja árið sem ég sendi jarðarber á markaðinn. Ég átti við smá byrjunarörðuleika að Íslensk jarðarber - Sæt og safarík Jarðarber hafa verið ræktuð frá ómunatíð. Þau voru í miklu uppáhaldi hjá rómverskum keisurum og þegar Spánverjar komu til Ameríku kynntust þeir jarðarberjarækt indíána. Þar voru berin smá og uxu víða villt. Frönskum garðyrkjumönnum tókst að rækta stór jarðarber snemma á 18. öld með því að blanda saman ræktun evrópskra berja og berja frá Chile. Jarðarber vaxa víða villt hér á landi en þau eru smá og oft ná þau ekki fullum þroska. Jarðarber eru ekki eiginleg ber heldur blómbotn jarðarberjablómsins. Litlu örðurnar sem líta út eins og fræ eru hin eiginlegu aldin jarðarbersins. Þau geyma hvert um sig lítið fræ. Líkt og brómber og hindber eru jarðarber samsettur ávöxtur. Jarðarber eru ræktuð í góðurhúsum hér á landi og koma á markað í apríl/maí og eru fáanleg fram í október. Þau eru rómuð fyrir bragðgæði og ferkleika, enda stutt á markaðinn frá ræktunarstað. Oft er sagt að jarðarber séu eru tákn ástar og rómantíkur. Þau eru oft borin fram súkkulaðihjúpuð með kampavíni þegar við á. NÆRINGARGILDI Jarðarber eru mjög rík af C-vítamíni. Í 100 gr. af ferskum jarðarberjum eru aðeins 45 hitaeiningar. Margir telja að jarðarber hafi góð áhrif á gigt. GEYMSLA Þegar velja á jarðarber er mikilvægt að þau séu stinn, þurr og vel rauð. Best er að fjarlægja ekki krónublöð og stilk fyrr en rétt áður en berin eru skoluð og þeirra er neytt. Ef krónublöð og stilkur eru fjarlægð áður en berin eru skoluð sjúga þau í sig vatn og linast. Þegar frysta á jarðarber er best að skola þau undir rennandi köldu vatni með krónublöðunum á og frysta í bökkum. Þegar berin eru gegnfrosin má pakka þeim í aðrar umbúðir og frysta þannig. Frísklegri með gúrku Það kom ekkert annað til greina en að gerast garðyrkju- bóndi ... Elstu heimildir um gúrkuræktun eru frá Indlandi en hún hefur verið ræktuð þar í þrjú þúsund ár. Gúrkan barst frá Indlandi til Grikklands og þaðan til Ítalíu. Rómversku keisararnir höfðu þær á borðum daglega en talið er að það hafi verið Tíberíus keisari sem ríkti frá árinu 14 til 37 e. kr. sem hóf að rækta þær í gróðurhúsum yfir veturinn. Rómverjar notuðu gúrku til að leggja á skordýrabit og til að leggja yfir augun til að fá frískara útlit og skerpa sjónina. Gúrkan barst með Spánverjum til Ameríku. Indíánar tóku henni vel og náðu þeir góðum árangri í ræktun hennar í Norður- og Suður Dakota. Gúrkan er ekki grænmeti heldur ávöxtur eða stórt ber. Hún er aldin klifurjurtar af kúrbítsætt og er náskyld tegundum eins og melónu og graskeri. Hún hefur verið ræktuð hér á landi frá því á þriðja áratugnum, en neysla hennar jókst verulega eftir seinna stríð. Gúrkur geta verið mjög mismunandi að stærð og lögun, en litlar agúrkur er u oft bragðmeiri en þær stærri. NÆRINGARGILDI Gúrkur eru hollar og hitaeiningasnauðar, aðeins 12 hitaeiningar (kcal) í 100 g. Vökvainnihald þeirra er hátt, um 96 prósent. Í gúrkum er A,B og C vítamín auk þess er í þeim kalk og járn. Gúrkur eru eins og annað grænmeti, upplagðar sem snakk ásamt léttri ídýfu t.d. úr kotasælu eða jógúrt. Á Indlandi er algengt að brytja gúrkur út í jógúrt og nota sem meðlæti með sterkum karrýréttum. GEYMSLA Góðar og heilbrigðar gúrkur geymast í rúma viku án þess að dragi úr gæðum ef aðstæður í geymslunni eru réttar. Besti geymsluhiti fyrir gúrkur er 12°C. Þeim er mjög hætt við kæliskemmdum ef hitinn fer undir 10°C en hafi þær verið geymdar við lægri hita er réttast að halda honum eins út geymslutímann því gúrkur spillast fljótt við stofuhita eftir slíka meðhöndlun. Aðalatriðið er að græni liturinn sé jafn og að þær séu stinnar. Gott er að meta það með því að þrýsta létt á stilkendann því þar linast þær fyrst. Jarðarberjaland í Reykholti stríða fyrsta árið en nú gengur þetta eins og í sögu“, segir Astrid. Í Jarðarberjalandi er notuð lýsing við ræktunina. Fyrsta uppskeran fæst í lok mars og sú síðasta í desember. Gróðurhúsin eru tæmd einu sinni ár ári og nýjar plöntur settar niður. „Við erum að rannsaka hvort og þá hvernig við getum nýtt heitavatnið til að fá sulfat fyrir plönturnar“, segir Astrid. Í Jarðarberjalandi er vistvæn ræktun og Astrid segir að tínt sé af plöntunum og beint ofaní öskjur. Ehud Kafri og Astrid Kooij „Við erum að rannsaka hvort og þá hvernig við getum nýtt heitavatnið til að fá sulfat fyrir plönturnar.“ Grillaðir tómatar með gráðaosti og basil 4 stk tómatar 1 pk gráðaostur 1 stk shallottulaukur 1 rif hvítlaukur 1 bréf basil Salt og pipar Álpappír Skerið toppinn af tómötunum og takið kjarnann úr þeim. Blandið kjarnanum við gráðaostinn, saxaðann shallottulaukinn og hvítlaukinn. Rífið basilblöðin niður, bætið þeim út í og kryddið með salti og pipar. Fyllið tómatana með fyllingunni og vefjið í álpappír. Grillið eða ofnbakið í c.a. 20 mín. Hrefna Sætran Tómata – rauðrófuþeytingur Góður fyrir ræktina 1 stk Rauðrófur 6 stk tómatar 100 ml vatn 1 cm ferskar engifer. Skræla rauðrófuna og skera í litla bita, setja í blandarann ásamt tómötum og engifer og vatni. Þeyta vel og lengi. Helga Mogensen

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.