Fréttablaðið - 15.05.2014, Síða 54
15. maí 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 38
„Þessi staður verður mjög svipaður og Næsti bar,
þarna verður róleg músík og þægileg stemning,“
segir Augustin Navarro Cortés. Hann opnar nýjan
skemmtistað í kvöld sem ber nafnið Kaffi list og
stendur hann við Klapparstíg 38.
Augustin átti hinn sívinsæla stað Næsta bar en lok-
aði honum í marsmánuði. „Helsti munurinn er sá að
ég ætla að bjóða upp á tapas, smárétti og ýmsa rétti,“
bætir Augustin við. Hann hefur gjörbreytt staðnum
og hefur unnið af kappi í um sex til sjö vikur við að
gera staðinn tilbúinn.
Hann opnaði Kaffi list fyrst árið 1992 en lokaði
staðnum árið 1999. Hann opnaði Næsta bar árið 2008
og var hann einn vinsælasti staður bæjarins.
„Ég ætla að hafa alls kyns tilboð eins og á Næsta
bar. Ég ætla líka að bjóða upp á smárétti með ákveðn-
um drykkjum. Þetta verður í raun eins og endurbætt-
ur Næsti bar,“ útskýrir Augustin.
Kaffi list verður opnað klukkan 19 í kvöld. „Ég
mun bjóða upp á ýmsa drykki og rétti í kvöld og það
verður opið í kvöld til klukkan eitt. Það eru allir vel-
komnir, ég hlakka líka til að hitta gömlu kúnnana
mína frá Næsta bar og gamla Kaffi list.“ - glp
Kaffi list er arft aki Næsta bars
Nýr staður, Kaffi list, verður opnaður á Klapparstíg í kvöld. Hann er eins konar arft aki
Næsta bars en fyrrverandi eigandi Næsta bars, Augustin Navarro, er eigandi hans.
OPNAR Á
NÝ Augustin
Navarro Cortés,
fyrrverandi
eigandi Næsta
bars, opnar
nýjan stað í
kvöld, Kaffi list.
FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
„Ég grilla mér oftast stóran
safaríkan hamborgara eða gott
nautakjöt.“
Kristinn Steindórsson, atvinnumaður
í knattspyrnu.
GOTT Á GRILLIÐ
#BYLGJANBYLGJAN989
HLUSTAÐU
HVAR SEM ER,
HVENÆR SEM ER
ÞÓRUNN CLAUSEN OG HADDAWAY
90’S ÞÁTTURINN
ER Í LOFTINU
MILLI KL. 19:20 - 23:00FIMMTUDAGSKVÖLD
„Okkur var nú bara svo mikið í
mun að fá að spila á Þjóðhátíð,“
segir Karl Sigurðsson, söngvari
Baggalúts, en hljómsveitin samdi
óvart þjóðhátíðarlag á dögunum.
„Við höfum aldrei fengið að spila
áður á Þjóðhátíð, þannig að við
erum búnir að bíða í tíu ár eftir
tækifærinu,“ segir Karl. „Það bara
varð óvart til þjóðhátíðarlag af til-
efninu, við erum svona að pæla
hvað við eigum að gera við það
núna,“ segir tónlistar maðurinn og
bætir því við að þetta hafi gerst
allt frekar hratt. „Það er nú Bragi
Valdimar sem á lagið. Án þess að
vilja gera lítið úr textahöfund-
inum þá semja þessir textar sig
eiginlega sjálfir. Þegar maður er
að fjalla um Heimaey og brekku-
söng þá raðast þetta heppilega vel
saman,“ segir Karl en þjóðhátíðar-
lag strákanna er meira og minna
klárt. „Ég held að við eigum ekki
annarra kosta völ en að leyfa fólki
að heyra það,“ segir söngvarinn.
„Ef við þorum að taka þetta á
hátíðinni, mér skilst að það hafi
ýmsir lent í þjóðhátíðarnefnd
þannig að maður veit ekki
hverju maður á að eiga von
á,“ segir Karl en eins og kunn-
ugt er þá skipaði nefndin tón-
listarmanninn Jón Jónsson til
þess að semja þjóðhátíðarlagið
í ár. „Við vonum bara að allir
taki þessu vel. Það er bara
gaman að hafa fleiri en eitt
þjóðhátíðarlag.“
Sömdu óvart þjóðhátíðarlag
Gleðigjafarnir í Baggalúti voru svo spenntir yfi r að fá að spila á Þjóðhátíð í Heimaey
að hljómsveitin samdi óvart þjóðhátíðarlagið í staðinn fyrir Jón Jónsson.
HLUPU Á SIG
Baggalútsmenn
voru aðeins
of fljótir á
sér að semja
þjóðhátíðar-
lagið.
„Ég samdi þetta lag þegar ég var
að spila í Vestmannaeyjum sum-
arið 2012, eru ástarlög ekki alltaf
tengd einhverri sérstakri mann-
eskju,“ segir knattspyrnukappinn
og tónlistarmaðurinn Guðmund-
ur Þórarinsson en lag hans, sem
nefnist Bálskotinn, hefur slegið í
gegn á netinu.
Lagið gaf hann út á Youtube
fyrir um mánuði. „Ég er mjög
ánægður með viðtökurnar, það er
frábært að sjá að fólk er að fíla
þetta.“ Lagið hafði gerjast í höfði
Guðmundar í um eitt ár áður en
hann hljóðritaði lagið. „Ég fékk
aðstoð frá góðum vini mínum,
Fannari Frey Magnússyni, en
hann hefur verið mín hægri hönd
í tónlistinni,“ bætir Guðmundur
við. Lagið er meðal annars þekkt
fyrir að vera eitt aðallagið af svo-
kölluðum klefalögum hjá ýmsum
íþróttafélögum, og þá sérstaklega
í kvennadeildunum.
Hann leikur knattspyrnu með
Sarpsborg 08 í Noregi og hefur
verið þar í rúmt ár. „Ég kann
ágætlega við mig hérna og er
aðeins að ná tökum á norskunni,“
segir Guðmundur spurður út í
lífið í Noregi. Hann hefur samið
eitt lag á norsku. „Ég á góðan vin
sem aðstoðaði mig við að semja
norskan texta, það er samt mjög
langt í að það fari á Youtube,“
segir Guðmundur og hlær.
Hann hefur flutt tónlist sína í
norskum fjölmiðlum en sækist þó
lítið eftir því að skemmta í norsk-
um fjölmiðlum eða á norskum
skemmtistöðum. „Aðstandendur
liðsins eru oft að reyna að fá mig
til þess að syngja og spila hér og
þar en stundum verður maður
bara að kunna að segja nei.“ Þá
má meðal annars finna mynd-
bönd af honum leika tónlist sína
á vefsíðu norska ríkisútvarpsins,
NRK.
Hann langar að starfa við tón-
listina samhliða knattspyrnunni
í framtíðinni og hefur nú þegar
samið um tíu lög. „Öll lögin sem
ég hef samið eru frekar hress og
skemmtileg, ætli ástæðan sé ekki
sú að ég er frekar hress náungi
sjálfur.“ Hans helstu fyrirmynd-
ir fyrir utan bróður hans, Ingólf
Þórarinsson eða Ingó Veðurguð,
eru Justin Timberlake, Jón Jóns-
son og Friðrik Dór svo nokkrar
séu nefndar. „Ég hlusta mikið á
íslenska tónlist og finnst mikil-
vægt að syngja á íslensku. Það
er svo magnað að tala tungumál
sem aðeins um þrjú til fjögur
hundruð þúsund manns kunna og
við eigum að vera stolt af tungu-
málinu okkar,“ bætir Guðmund-
ur við. Hann segist þó ekki hafa
hugsað út í það að gefa út plötu á
næstunni. „Ég ætla að sjá til hvað
gerist, þetta kemur bara í ljós.“
gunnarleo@frettabladid.is
Nýr hjartaknúsari
Guðmundur Þórarinsson hefur vakið mikla athygli með nýju lagi og hefur meðal
annars ratað í norska fj ölmiðla en hann er atvinnumaður í knattspyrnu í Noregi.
GÓÐUR MEÐ GÍTARINN Guðmundur Þórarinsson er hér með
einn af sínum bestu vinum, gítarinn. MYND/EINKASAFN
TVEIR TÖFFARAR Bræðurnir Ingólfur og Guðmundur Þórar-
inssynir á góðri stundu. MYND/EINKASAFN
Ingólfur Þórarinsson, eða Ingó
Veðurguð, er þjálfari Hamars og
lék áður með Selfossi, Fram og
Víkingi.
Jón Jónsson leikur með FH en
var áður hjá Þrótti.
Guðmundur Reynir Gunnars-
son spilar með KR en lék áður
með GAIS.
Kristín Ýr Bjarnadóttir leikur
með Val en lék áður með Avalds-
nes IL í Noregi.
Þekkt knattspyrnu-
og tónlistarfólk