Fréttablaðið - 23.05.2014, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 23.05.2014, Blaðsíða 2
23. maí 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 Árni, leitið þið víða fanga í handritsvinnunni? „Við reynum að fanga góðar sögur hvar sem við mögulega getum.“ Árni Filippus framleiðir nýja sjónvarpsþátta- röð um lífið innan veggja kvennafangelsis. SPURNING DAGSINS Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400 3 brennarar úr ryðfríu stáli Opið til kl. 16 á laugardag ÚTIVIST Rúmlega sjö þúsund fleiri heimsóttu Vestur- bæjarlaug núna í apríl en í sama mánuði í fyrra. Aukninguna má þakka opnun nýs heits potts og ann- arra endurbóta sem staðið hafa yfir í lauginni. Um 160 milljónir fóru í endurbæturnar sem meðal annars fólu í sér að svæði laugarinnar var stækk- að umtalsvert, gluggum var komið fyrir í girðingu hennar og kvennaklefi laugarinnar fékk yfirhaln- ingu. Nú standa yfir endurbætur á karlaklefa laug- arinnar og hafa allar flísar og sturtur verið fjar- lægðar, auk þess sem skipt hefur verið um salerni. Búist er við því að framkvæmdum í karlaklefanum verði lokið eftir miðjan júlí. Hafliði Halldórsson, forstöðumaður Vesturbæjar- laugar, segir að mikla aukningu megi líka sjá í maí- mánuði þrátt fyrir að lokatölur liggi ekki fyrir. „Við sjáum það bara á tölunum sem koma í kassann. Ég reikna með því að þetta sé 25-30 prósenta aukning. Það get ég staðfest.“ Hann segir starfsfólk Vesturbæjarlaugar ánægt með breytingarnar. „Það er mikið álag á starfs- fólkinu og mikið að gera en okkur leiðist ekki í vinnunni.“ Yfirstandandi framkvæmdir í karlaklefanum hafa ekki haft áhrif á aðsókn fólks að lauginni. Haf- liði segir að það auki þó álag á sundlaugina töluvert að karlkyns gestir laugarinnar þurfi allir að nýta sér útiklefann. Í Vesturbæjarlaug voru fjórir heitir pottar stað- settir undir skjólgirðingu. „Í gömlu pottunum var sólin farin um fjögurleytið,“ segir Hafliði. „Nú eru gömlu pottarnir hins vegar komnir með sólina fram undir kvöld. Svo er alltaf sól í nýja pottinum.“ Í apríl í fyrra heimsóttu tuttugu þúsund manns Vesturbæjarlaug. Fjölgun um sjö þúsund er því gríðarleg en tekið skal með í reikninginn að nýi potturinn var ekki opnaður fyrr en 10. apríl svo ein- ungis er um 20 daga að ræða. Þrátt fyrir mikla aukningu munu aðsóknarmet- in ekki borga framkvæmdirnar niður. „Það kostar 600 krónur í sund en til að svara raunverulegum kostnaði þyrfti að kosta miklu meira í sund. Verðið er niðurgreitt. Þessar framkvæmdir verða því ekki greiddar niður með aðsóknargjöldum,“ segir Haf- liði. snaeros@frettabladid.is Sprenging í aðsókn að nýrri Vesturbæjarlaug Gríðarleg ánægja ríkir með nýjan heitan pott við Vesturbæjarlaug. Framkvæmdir hafa kostað 160 milljónir króna. Forstöðumaður sundlaugarinnar segir starfsfólk undir miklu álagi vegna fjölda ánægðra viðskiptavina sem sækja laugina heim. FRAKKLAND, AP Réttarhöld eru hafin í Frakklandi yfir 76 ára gömlum manni, André Bamb- erski, sem sakaður er um að hafa fyrir fimm árum látið ræna stjúp- föður dóttur sinnar, sem lést þegar hún var 15 ára gömul, 1982. Stjúpfaðirinn, Dieter Krom- bach, sem er 79 ára og var læknir, hlaut dóm fyrir að hafa valdið dauða dótturinnar, Kalinku. Sannað þótti að Krombach hefði sprautað lyfi í dótturina til að geta nauðgað henni, en með þeim afleiðingum að hún lést. Krombach var í Þýskalandi þegar honum var rænt. Hann fannst síðan bundinn í Frakklandi, þar sem hann var eftirlýstur. - gb Aldraður faðir fyrir rétti: Læknir banaði stjúpdótturinni IÐNAÐUR Umsókn um samþykki byggingaráforma fyrir kísil- málmvinnslu PCC á Bakka liggur nú á borði byggingarfulltrúa Norðurþings. Niðurstöðurnar verða kynntar í júní, en á grundvelli samþykktra byggingaráforma er gert ráð fyrir að veitt verði leyfi til jarð- vinnu nú í sumar. Með umsókninni var skilað inn aðalteikningum flestra fyrirhug- aðra húsa sem áætlað er að verði rúmir þrír hektarar að grunnfleti og allt að 39,4 metra há. Einnig er beðið eftir umsögnum annarra umsagnaraðila um bygg- ingaráformin vegna áforma PCC á Bakka. - shá Byggingar 40 metra háar: Jarðvinna á Bakka í sumar HEILBRIGÐISMÁL Geir Gunnlaugs- son landlæknir setur spurning- armerki við að fara dómsleiðina þegar heilbrigðisstarfsmaður gerir mistök, en nú í vikunni var hjúkrunarfræðingur ákærður fyrir manndráp af gáleysi vegna mistaka í starfi. „Ákæran er ákveðin stefnu- breyting sem vekur okkur til umhugsunar um hvernig við vilj- um taka á þess- um málum. Ég er ekki viss um að með dóms- leiðinni aukist gæði og öryggi heilbrigðisþjón- ustunnar,“ segir Geir. Landlæknisembættið hefur undanfarið skoðað hvaða leiðir sé hægt að fara í svona málum. „Við höfum til dæmis skoðað kerfi Norðmanna þar sem atvik í heilbrigðisþjónustu eru ekki til- kynnt til lögreglu nema grunur sé um glæpsamlegt athæfi,“ segir Geir. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar, tekur undir orð Geirs. „Ég held að mörgum ói við þeirri stefnubreytingu sem þetta mál gæti haft í för með sér og það þarf að taka upp þessa umræðu,“ segir hún. Mistökin sem um ræðir áttu sér stað á kvöldvakt sem hjúkrunar- fræðingurinn vann í beinu fram- haldi af dagvakt. Er honum meðal annars gefið að sök að hafa láðst að tæma loft úr kraga barkarauf- arrennu þegar hann tók hinn látna úr öndunarvél, með þeim afleiðingum að hann kafnaði. Ríkissaksóknari svaraði ekki fyrirspurnum um ákæruna. - ebg Landlæknir segir manndrápsákæru gegn hjúkrunarfræðingi stefnubreytingu: Telur dómsleið ekki auka öryggi Ákæran er ákveðin stefnubreyting sem vekur okkur til umhugsunar um hvernig við viljum taka á þessum málum. Geir Gunnlaugsson landlæknir. SIGRÍÐUR I. INGADÓTTIR HEITAR UMRÆÐUR Í POTTINUM Hafliði Halldórsson, for- stöðumaður Vesturbæjarlaugar, stendur hér við nýja pottinn sem er þétt setinn þrátt fyrir að myndin sé tekin á miðjum virkum degi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 27 þúsund gestir í Vesturbæjarlaug í apríl NÝSKÖPUN Samþykkt hefur verið aðgerðaáætlun sem ætlað er að styðja við og efla samkeppnis- hæfni atvinnulífsins og gagnsæja nýtingu opinbers fjár. Áætlunin var samþykkt á fundi Vísinda- og tækniráðs sem haldinn var í gær. Stórauka á fjárveitingar til vís- inda og nýsköpunar þannig að árið 2016 nái þær þremur prósentum af vergri landsframleiðslu. Aðgerð- unum er sömuleiðis ætlað að laða fram aukna fjárfestingu í vísind- um og nýsköpun. Þannig á að nýta skattkerfið markvisst til að hvetja til fjár- framlaga fyrirtækja og einstak- linga til málaflokksins. Meðal annars er gert ráð fyrir að frum- varp um að einstaklingar fái afslátt af tekjuskatti, ef þeir fjárfesta í óskráðum nýsköpun- arfyrirtækjum, verði lagt fyrir á haustþingi. Fyrir utan aukna fjárfestingu er aðgerðunum ætlað að bæta mat á gæðum og verðmætasköpun vís- inda- og nýsköpunarstarfs og að virkja samstarf fyrirtækja, rann- sókna- og menntastofnana. Einnig er sett að markmiði að efla nýliðun í vísindum og nýsköpun með sérstökum átaks- verkefnum, fjölgun útskrifaðra nemenda í tengdum greinum og aukinni fjármögnun doktors- náms. Ríkisstjórnin hefur samþykkt að beita sér fyrir fjármögnun áætlunarinnar með fyrirvara um fjárlagaferlið og afgreiðslu Alþingis. - ebg Aðgerðaáætlun sem efla á samkeppnishæfni atvinnulífsins samþykkt af Vísinda- og tækniráði: Fjárveitingar til nýsköpunar stórauknar RÁÐHERRAR Vísinda- og tækniráð kynnti nýja aðgerðaáætlun að við- stöddum ráðherrum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI TYRKLAND/AP Fjöldi fólks hefur gagnrýnt viðbrögð stjórnvalda í Tyrk- landi með mótmælum á götum úti í kjölfar námuslyssins þar í landi þar sem 301 námumaður lét lífið. Stjórnvöld eru ásökuð fyrir að hafa reynt að leiða hörmungarnar hjá sér og hefur Recep Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, verið gagnrýndur fyrir vanrækslu. Lögreglan í Tyrklandi hefur handtekið 25 manns sem grunaðir eru um aðild að þessu mannskæðasta námuslysi í sögu Tyrklands. Meðal þeirra er framkvæmdastjóri námufyrirtækisins og hafa yfirvöld til- kynnt að allavega þrír í stjórn fyrirtækisins verði ákærðir fyrir morð vegna ófullnægjandi öryggisráðstafana. - ebg Mikil reiði ríkir meðal borgara í Tyrklandi vegna námuslyss: Viðbrögð stjórnvalda gagnrýnd SPRAUTAÐ Á MÓTMÆLENDUR Óeirðalögreglan í Tyrklandi sprautar vatni og táragasi til að dreifa fjöldanum sem safnaðist saman til að mótmæla vegna slyssins í Soma. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.