Fréttablaðið - 23.05.2014, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 23.05.2014, Blaðsíða 52
23. maí 2014 FÖSTUDAGUR| MENNING | 28 „Þetta er upplifunarverk sem byggist á hreyfimyndum og músík. Í því sökkvum við niður í djúp þar sem við fylgjumst með lífshlaupi furðuvera,“ segir Ólöf Nordal myndlistarmaður um sýninguna Lusus naturae sem fram undan er í Hafnarborg í Hafnarfirði. Sýningin er sköp- unarverk þeirra þriggja, Ólafar, Þuríðar Jónsdóttur tónskálds og Gunnars Karlssonar myndlistar- manns. „Við Þuríður og Gunn- ar höfum unnið talsvert saman áður og eigum okkur vinnulag,“ segir Ólöf. Þrisvar á sýningartímanum mun Gunnar Guðbjörnsson tenór verða á staðnum, ásamt Snorra Heimissyni kontrafagottleikara og Íslenska flautukórnum, og magna áhrifin af upplifuninni sem þrívíddin og hljóðmyndin sem fyrir er skapar. Á öðrum tímum verður flutningur þeirra spilaður af bandi. Lusus naturae er latneskt hug- tak. Lusus þýðir brandari og því er lusus naturae brandari nátt- úrunnar, þegar náttúran bregður á leik, að sögn Ólafar, sem segir hugtakið eldgamalt og eiga upp- runa sinn í furðusöfnum þar sem öllu ægði saman og voru forverar safna eins og við þekkjum í dag. „Við erum að gera nokkurs konar skrípamyndir en með alvarlegum undirtóni þó. Þarna eru dýr, sam- sett aðallega úr líkamshlutum manneskju, þau eru hálfgert að sökkva og maður veit ekki hvort þetta eru forsöguleg fyrirbæri, framtíðarsýn eða okkar innra landslag.“ Allt er gert í tölvum nema þegar tenórinn kemur og hans fylgdarlið. „Við höfum tekið alla orðræðu út úr þessu verki og eftir stendur mynd, hljóð og tónaljóð.“ Sýningin er hluti af Listahátíð í Reykjavík 2014. gun@frettabladid.is LISTAFÓLKIÐ Þuríður Jónsdóttir, Ólöf Nordal, Gunnar Guðbjörnsson og Gunnar Karlsson í dulúðugum aðstæðum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 19.30 Mahler nr. 3 Sinfóníuhljóm- sveit Íslands undir stjórn Osmo Vänskä. Banda ríska söng konan Jamie Barton, Vox Fem inae og Stúlknakór Reykja víkur taka einnig þátt í þessum viða mikla flutn ingi á einu helsta meist ara verki Mahlers í Eldborg í Hörpu 20.30 ORT/ Orðið tónlist – bræð- ingur íslenskrar og pólskrar ljóðlistar – í Iðnó JAMIE BARTON Bandaríska mezzó- sópransöngkonan syngur einsöng í 3. sinfóníu Mahlers í Eldborg í kvöld. MYND/NORDICPHOTOSGETTY LISTAHÁTÍÐ Í DAG Þetta byrjaði allt með því að við Guð- rún Dalía komumst að því að tón- list Karls Ottós Runólfssonar hent- aði okkur alveg rosalega vel,“ segir Jón Svavar Jósefsson baritónsöngv- ari spurður um tildrög tónleikanna á sunnudagskvöldið. „Þetta vatt þannig upp á sig að Guðrún Dalía bað þennan tónlistarhóp, KÚBUS, að fara alla leið með okkur og það endaði með því að Hjörtur Ingvi Jóhannsson ákvað að taka slaginn og útsetja allan pakkann fyrir þessa hljómsveit og á sunnudaginn mætum við í Iðnó með feita tónleika í öðrum stíl en tónleikar eru yfirleitt.“ Tónleikarnir eru í sviðsetningu Friðgeirs Einarssonar leikstjóra, er þetta kabarettsýning? „Nei, nei, hann er ekki beint að leikstýra okkur, kemur að þessu meira sem dramatúrg og leiðbeinir okkur með að setja sameiginlegar hugmynd- ir í farveg,“ segir Jón Svavar. „Við erum að reyna að brjóta upp þá hefð að standa bara á sviðinu og syngja. Við hreyfum okkur aðeins til og það verður reykur og ljósahönnun og mikið fjör.“ Auk Jóns Svavars syngur Hildi- gunnur Einarsdóttir mezzósópran á tónleikunum og hljóðfæraleik- arar eru Júlía Mogensen sellóleik- ari, Ingrid Karlsdóttir fiðluleikari, Melkorka Ólafsdóttir flautuleikari, Grímur Helgason klarinettleikari, Guðrún Dalía Salómonsdóttir píanó- leikari og Þórarinn Már Baldursson víóluleikari. Útsetjari er Hjörtur Ingvi Jóhannsson og umsjón með sviðsetningu hafði leikstjórinn Frið- geir Einarsson. Tónleikarnir hefjast í Iðnó á sunnudagskvöldið klukkan 20. - fsb Feitir tónleikar í nýstárlegum stíl Tónlistarhópurinn KÚBUS og söngvararnir Hildi- gunnur Einarsdóttir og Jón Svavar Jósefsson fl ytja verk byggt á sönglögum Karls Ottós Runólfssonar. JÓN SVAVAR JÓSEFSSON „Við erum að reyna að brjóta upp þá hefð að standa bara á sviðinu og syngja.“ FRÉTTABLAÐIÐ/ STEFÁN Allt gert í tölvum nema tenórinn Furðufyrirbæri í óskilgreindu djúpi blandast bæði rafrænni og lifandi tónlist í sýningunni Lusus naturae sem opnuð verður í Hafnarborg í Hafnarfi rði á morgun. Í tengslum við sýningar tónleik- húsverksins Wide Slumber í Tjarn- arbíói heldur myndlistarmaðurinn Matt Ceolin sýninguna Somn- optera í kaffihúsi Tjarnarbíós. Sýningin inniheldur nokkra tugi lítilla pappírsfiðrilda með áletr- uðum texta um svefntruflanir, sem hengd eru upp á vegg. Matt vinnur mikið með hugmyndir um gagn- virk verk í náttúrunni; hvernig list hefur áhrif á náttúruna og hvernig dýr og náttúruöfl geta haft áhrif á myndlistarverk hans. Somnoptera í Tjarnarbíói endurspeglar þessar áherslur, en gestum býðst að færa pappírs- fiðrildin til á veggnum og jafnvel taka þau með sér heim. Fiðrildi og svefntrufl anir FIÐRILDI Eitt verkanna á sýningunni. „Þetta er ansi blandað prógramm,“ segir Kristín R. Sigurð- ardóttir, ein söngkvennanna í Boudoir, spurð um efnisskrá tónleikanna á sunnudaginn. „Svona rjóminn af því sem við höfum verið að æfa í vetur. Við erum flestar einsöngvarar og tökum hver um sig eitt lag. Þau eru úr ýmsum áttum; úr söngleikjum, óperettum, óperum, eða jafnvel bara dægur- lög. Kórlögin eru síðan alls konar skemmtilegar útsetningar á þekktum lögum og nokkrar þeirra eru eftir stjórnandann okkar, Julian Hewlett, auk þess sem við syngjum fimm lög eftir hann sjálfan.“ Kvennasönghópurinn Boudoir var stofnaður í haust sem leið af faglærðum söngkonum og konum sem einnig eru starfandi sem einsöngvarar. Spurð hvort það geti ekki verið erfitt að hafa svona margar dívur í einum kór fer Kristín að hlæja. „Þetta hefur verið ótrúlega gaman,“ segir hún. „Það eru nátt- úrulega sterkir karakterar í hópnum, en það gerir þetta bara enn skemmtilegra.“ Tónleikarnir í Fella- og Hólakirkju hefjast klukkan 17 á sunnudaginn en á morgun verður smáupphitun á Hlemmur Square þar sem flutt verða nokkur lög úr efnisskránni. Stjórnandi kórsins er Julian Hewlett og Judith Thorbergs- son leikur með á píanó. - fsb Sterkir karakterar í dívuhópnum Vortónleikar kvennasönghópsins Boudoir í Fella- og Hólakirkju á sunnudaginn klukkan 17. BOUDOIR Hópurinn er eingöngu skipaður konum eins og nafnið bendir til, en Boudoir þýðir kvennadyngja eða búningsherbergi. Þórarinn Eldjárn flutti Margréti Danadrottningu spánnýja drápu, Margrétarlof, við hátíðlega athöfn í Amalíuborgarhöfn í fyrradag. Tilefnið var ný dönsk útgáfa Íslendingasagnanna sem Saga forlag stóð fyrir. Ekki var annað að sjá en að Margréti líkaði vel við bæði drápuna og Þórarin. Enda hélt Þórarinn höfðinu. Hélt höfðinu MARGRÉTARLOF Margrét Þórhildur hlustaði hugfangin á Þórarin flytja drápuna. MYND/HASSE FERROLD Guðrún Dalía bað þennan tónlistarhóp, KÚBUS, að fara alla leið með okkur. MENNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.