Fréttablaðið - 23.05.2014, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 23.05.2014, Blaðsíða 10
23. maí 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 10 REYKJAVÍK SKÓLAMÁL 2 3 41 Gjaldfrjáls leikskóli, frístunda- heimili og skólamáltíðir er það sem Vinstri grænir leggja mesta áherslu á þegar kemur að skóla- málum. Sjálfstæðismenn vilja opna skólakerfið þannig að foreldrar fái upplýsingar um hvernig skóli barna þeirra stendur sig í saman- burði við aðra skóla. Samfylkingin leggur áherslu á læsi í öllum mynd- um og að börn komist inn á leik- skóla ekki yngri en 18 mánaða. Bæði framsóknarmenn og pírat- ar benda á að skóli án aðgreining- ar hafi ekki fengið það fjármagn sem honum ber og því hafi hann ekki getað sýnt fram á fulla virkni. Björt framtíð telur að það eigi að hanna skólakerfið utan um nem- endur, ekki Pisa-kannanir. Þegar kemur að skólamálum leggja flestir flokkar sem bjóða fram í Reykjavík fram nokkuð ítarlega stefnuskrá. Kostar 750 milljónir Sóley Tómasdóttir, Vinstri græn- um, segir að flokkurinn leggi mikla áherslu á gjaldfrjálsan leik- skóla, skólamáltíðir og frístunda- heimili svo öllum börnum verði gert kleift að njóta þessara gæða. „Foreldrar greiða núna tíu pró- sent af kostnaði en borgin 90 pró- sent. Kostnaður við þetta verk- efni er um 750 milljónir á ári, sem jafngildir 0,9 prósentum af fjár- lögum borgarinnar,“ segir Sóley og bendir á að við gerð fjárhags- áætlunar séu menn að færa til stærri fjárhæðir en þetta án þess blikka auga. „Það er einkennilegt að við samþykkjum að borga fyrir leik- skóla en ekki grunnskóla og menntaskóla. Það er jafn óskilj- anlegt að við skulum samþykkja að borga fyrir frístundaheimili á meðan það kostar ekkert að fara í félagsmiðstöðvar. Auðvitað ætti öll þessi þjónusta að vera gjald- frjáls,“ segir Sóley. Sjálfstæðismenn segja óboðlegt að það sé ekki nægt pláss fyrir börn í dagvistun efir að fæðing- arorlofi lýkur. „Til að brúa bilið á milli fæð- ingarorlofs og leikskóla viljum við að foreldrar fái ákveðna pen- ingaupphæð sem þeir geta nýtt til að greiða dagforeldrum eða vera heima með börnum sínum,“ segir Halldór Halldórsson, Sjálfstæðis- flokki. Sveinbjörg Birna Sveinbjörns- dóttir, oddviti Framsóknar og flugvallarvina, segir að það þurfi að fjölga leikskólaplássum. Hún segir að sumir grunnskólar í Reykjavík geti tekið við fimm ára börnum og þar með væri hægt að losa pláss í leikskólum. Sveinbjörg segir að það væri hægt að fara af stað með þetta sem tilraunaverk- efni og sjá hverju það skilar. Samfylkingin leggur áherslu á að börn komist átján mánaða í leikskóla. „Við viljum taka börn yngri inn í leikskólann en nú er. Það verður að gera þetta í áföng- um með það að markmiði að börn komist eins og hálfs árs inn í leik- skólann,“ segir Dagur B. Eggerts- son úr Samfylkingu. Virðing fyrir dagforeldrum Dagur segir að það þurfi að styrkja hlutverk dagforeldra og þróa þjónustu þeirra í samráði við þá. Björn Blöndal, Bjartri framtíð, er á svipaðri skoðun og Dagur. Björn segir að það verði að útrýma dagvistunarvanda ungra barna og nefnir að börn ættu að komast inn á leikskóla í kring- um 20 mánaða aldurinn. „Ég ber mikla virðingu fyrir dagforeldr- um og þeir eru mikilvægir,“ segir Björn og bætir við að það þurfi að styðja við bakið á dagforeldrum. Bæði Samfylking og Björt framtíð leggja áherslu á að þrýsta á ríkisvaldið að lengja fæðingar- orflofið til að stytta þann tíma sem líður frá því að fæðingaror- lofi lýkur og þangað til börn kom- ast á leikskóla. Samfylkingin leggur áherslu á læsi á öllum skólastigum í stefnu- skrá. Dagur segir að gullið tæki- færi sé til að leggja grunn að læsi og ný læsisstefna leikskólanna auki möguleika allra barna til far- sældar á lífsleiðinni. Píratar leggja áherslu á að leik- skólar og grunnskólar fái aukið sjálfstæði. „Borgin á að leggja höfuð- áherslu á að allir hafi jafnan aðgang að þjónustu skólanna. Píratar leggja áherslu á að kenn- arar og foreldrar fái að móta starfið í hverjum skóla fyrir sig. Við styðjum sjálfstæði skólanna,“ segir Halldór Auðar Svansson. Fjársveltur grunnskóli Bæði Píratar og framsóknarmenn telja að grunnskóli án aðgreining- ar sé fjársveltur. Halldór Auðar Svansson segir að það sé ljóst að til að fylgja þessari fallegu hugmynda- fræði úr hlaði hafi aldrei verði sett nóg fjármagn í verkefnið. „Af þeim sökum hefur í sumum skólum skapast ástand sem kemur niður á nemendum, fjölskyld- um þeirra og öllu skólastarfinu,“ segir Halldór. Sveinbjörg segir að það eigi að forgangsraða peningum á þann hátt að börn fái þá þjónustu sem þau eiga rétt á. „Skóli án aðgrein- ingar hefur aldrei fengið þann stuðning sem hann á skilið og þar af leiðandi hefur hann aldrei virk- að sem skyldi,“ segir hún. Stuðlar að samkeppni Sjálfstæðismenn leggja áherslu á að opna grunnskólana. „Við vilj- um að foreldrar geti fengið upp- lýsingar um hvar grunnskólinn sem þeirra börn stunda nám við stendur gagnvart öðrum skólum. Þetta er leyndarmál í dag,“ segir Halldór Halldórsson, Sjálfstæðis- flokki, og bætir við að opnun skól- anna stuðli að heilbrigðri sam- keppni og samanburði. Þetta líst Degi B. Eggertssyni ekki á. „Það getur verið gagnlegt fyrir skólana að vita hvar þeir standa innbyrðis gagnvart öðrum skólum. Við teljum ekki rétt að fara út með hvaða skóli kemur verst út úr til dæmis Pisa-könnun- um. Það getur haft áhrif á sjálfs- mynd hverfisins og valdið von- leysi,“ segir Dagur. Hann segir að Samfylkingin leggi áherslu á að allir hverfisskólar séu góðir skólar og það sama gera Vinstri grænir. „Stöndum með hverfisskólum í að efla og þróa fjölbreytta og innihaldsríka menntun,“ segir í stefnuskrá VG. Ekki á móti samkeppni Björn Blöndal, Bjartri framtíð, segist ekki vera á móti samkeppni milli skólanna. „En ég er á móti því að hanna skólakerfið utan um Pisa-kannanir,“ segir Björn og bendir á að Finnar komi vel út úr slíkum könnunum en börn í grunnskólum þar séu ekkert sér- staklega hamingjusöm. „Það situr í mér það sem skóla- stjóri sagði við mig. Hann sagði að í hans skóla legðu menn áherslu á að vinna með það sem börnun- um gengur vel með í stað þess að leggja áhersluna á það sem þau eru léleg í,“ segir Björn og segir þetta gott leiðarstef til að vinna eftir. Flokkarnir leggja allir áherslu á gott samstarf heimilis og skóla. Píratar telja að það eigi að auka áhrif kennara á stefnu- mótun í skólakerfinu, sömuleiðis eigi að auka frelsi nemenda og kennara til að hafa áhrif á skóla- starfið. Allir flokkar telja að það sé eðlilegt að það sé boðið upp á einkarekna skóla og borgarskóla. Þessi kerfi geti þrifist hlið við hlið líkt og þau gera í dag. Sjálfstæð- isflokkurinn vill sennilega ganga lengst í þessum efnum. Flokkur- inn telur að fjárframlag eigi að fylgja nemendum, hvort sem um er að ræða opinberan skóla eða sjálfstæðan skóla, sem þýði að foreldar fái frelsi til að velja þann skóla sem þau telja að henti best fyrir börn þeirra. Allir vilja auka sjálfstæði skólanna Flokkarnir sem bjóða fram í Reykjavík leggja allir mikla áherslu á skólamál. Þeir eru sammála um að það eigi að hlúa að leik- og grunn- skólum borgarinnar. VG vill gjaldfrjálsan skóla, Sjálfstæðisflokkurinn vill samkeppni á milli skóla og Samfylking vill auka læsi í skólum. Vilja setja fj ármagn í þróunarverk- efni í leikskólum, grunnskólum, frístundamiðstöðvum og listaskólum. Við teljum ekki rétt að fara út með hvaða skóli kemur verst út úr til dæmis Pisa- könnunum. Það getur haft áhrif á sjálfs- mynd hverfisins og valdið vonleysi. Dagur B. Eggertsson Vilja tryggja grundvallarfærni í lestri og stærðfræði með aukinni námsráðgjöf og sveigjanleika. Við viljum að foreldrar geti fengið upplýs- ingar um hvar grunnskólinn sem þeirra börn stunda nám við stendur gagnvart öðrum skólum. Þetta er leyndarmál í dag. Halldór Halldórsson Vilja að meðallaun kennara verði sambærileg við meðalkennaralaun í OECD-ríkjunum. Píratar leggja áherslu á að kennarar og foreldrar fái að móta starfið í hverjum skóla fyrir sig. Við styðjum sjálfstæði skól- anna. Halldór Auðar Svansson Ætla að forgangsraða í þágu mennt- unar og vilja auka fj árframlög til leik- og grunnskóla. Skóli án að- greiningar hefur aldrei fengið þann stuðning sem hann á skilið og þar af leiðandi hefur hann aldrei virkað sem skyldi. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir FramsóknF Samfylkingin Vinstri grænirV PíratarÞ SjálfstæðisflokkurinnD Björt framtíðÆ Ætla að stuðla að aukinni hreyfi ngu og heilsusamlegum lifnaðarháttum á meðal barna og unglinga í gegnum skóla, frístundir og í samvinnu við íþróttahreyfi nguna. Það er ein- kennilegt að við samþykkjum að borga fyrir leikskóla, en ekki grunnskóla og mennta- skóla. Auðvitað ætti öll þessi þjónusta að vera gjaldfrjáls. Sóley Tómasdóttir Vilja fj ölbreytt skóla- og frístunda- starf í borgarreknum og sjálfstætt starfandi skólum. Ætla að hanna skólakerfi utan um nemendur, ekki Pisa-kannanir. Það á að leggja áherslu á að vinna með það sem börn- unum gengur vel með í stað þess að leggja áhersluna á það sem þau eru léleg í. Björn Blöndal S FJÖLDI LEIKSKÓLA- BARNA Í REYKJAVÍK ÁRIÐ 2013 7.022 ÁRIÐ 2014 7.248 FJÖLDI BARNA HJÁ DAGFORELDRUM 783 Jóhanna Margrét Einarsdóttir johanna@frettabladid.is FJÖLDI BARNA Á SKÓLAALDRI 13.498 SPÁ UM FJÖLDA BARNA Á FRÍSTUNDAHEIMILUM ÁRIÐ 2014 3.475 ÁRIÐ 2015 3.944
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.