Fréttablaðið - 23.05.2014, Blaðsíða 6
23. maí 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 6
UMHVERFISMÁL „Það er ekkert í
gögnunum sem bendir til þess að
vegfyllingin hafi haft úrslitaáhrif
á síldardauðann í firðinum,“ sagði
Sólveig Ólafsdóttir, sviðsstjóri
sjó- og vistfræðisviðs Hafrann-
sóknastofnunar, þegar niðurstöð-
ur vöktunar í Kolgrafafirði í kjöl-
far síldardauðans veturinn 2012
og 2013 voru að hluta kynntar í
gær.
Sólveig segir það hafa verið
knýjandi að svara þeirri spurn-
ingu hvort þverun fjarðarins
hafi valdið síldardauðanum, en
sú kenning hefur lengi verið uppi
ásamt fleirum. Hún segir að veg-
fyllingin hafi verið reist á grynn-
ingum, eða náttúrulegu hafti, sem
var þar fyrir. Við framkvæmdirn-
ar hafi rennan undir brúna verið
dýpkuð, og reynist ekkert síðri en
sú sem fyrir var.
„En ég held að það þurfi að
liggja fyrir mun betri rannsókn-
ir áður en farið verður í þveranir
í framtíðinni en lágu fyrir í Kol-
grafafirði á sínum tíma,“ sagði
Sólveig jafnframt í gær.
Rannsóknaverkefni sem hefur
það markmið að kortleggja
strauma, súrefnisstyrk og ástand
sjávar í firðinum hófst vorið 2013
og lauk þeirri gagnasöfnun í apríl.
Mælingarnar staðfesta það sem
áður var vitað; súrefnisskortur
var ástæða síldardauðans og súr-
efnismagnið í Kolgrafafirði fellur
afar hratt þegar lygnir.
Þorsteinn Sigurðsson, sviðs-
stjóri nytjastofnasviðs, sagði á
fundinum að mun minna af síld
héldi til í firðinum í vetur en fyrr,
eða um 70 þúsund tonn miðað við
allt að 300 þúsund tonn árin á
undan.
„Ýmis teikn eru á lofti um
breytingar í vetursetu síldar-
innar,“ sagði Þorsteinn en síldin
hefur haldið fyrir á þremur svæð-
um við landið í vetur. Hann rakti
þá sögu að þessi hegðun íslensku
sumargotssíldarinnar er alþekkt
í gegnum áratugina, og flakkar
síldin milli svæða og landshluta.
Þorsteinn bendir á síldardauð-
ann annars vegar og sýkinguna
sem herjaði á stofninn frá 2008.
Um gríðarlegt áfall hafi verið að
ræða, en þegar allt er lagt saman
drap sýkingin tífalt meira og
keyrði stofninn úr 900 þúsund
tonnum niður í 400 til 500 þúsund
tonn. svavar@frettabladid.is
VIÐSKIPTI Samanlagður hagnaður
stóru viðskiptabankanna þriggja
á fyrstu þremur mánuðum ársins
nam 15,5 milljörðum króna sam-
anborið við 14 milljarða hagnað á
sama tíma í fyrra.
Íslandsbanki hagnaðist um 8,3
milljarða króna á fyrsta ársfjórð-
ungi en fyrirtækið kynnti upp-
gjör sitt í gær. Hagnaður bankans
á fyrstu þremur mánuðum 2013
nam 4,6 milljörðum króna. Betri
afkoma skýrist að stærstum hluta
af hagnaði vegna sölu eignarhluta
í aflagðri starfsemi. Verðmæti
heildareigna bankans nam 884
milljörðum og jókst um tvö pró-
sent frá áramótum.
Afkoma Arion banka á fyrstu
þremur mánuðum ársins var
kynnt í fyrradag. Hagnaður bank-
ans nam 2,9 milljörðum króna og
jókst um 1,5 milljarða.
Landsbankinn hagnaðist um
4,3 milljarða króna samanborið
við átta milljarða hagnað á fyrstu
þremur mánuðum síðasta árs.
- hg
Afkoma Íslandsbanka á fyrstu þremur mánuðum ársins var jákvæð um 8,3 milljarða króna:
Hagnaður bankanna jókst um 1,5 milljarða
KYNNTI UPPGJÖRIÐ Birna Einarsdóttir,
bankastjóri Íslandsbanka, sagði útlán
bankans hafa aukist um tvö prósent frá
áramótum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
➜ Hagnaður á fyrsta
ársfjórðungi*
2014
2013
1,
4
8,
0
4,
6
2,
9
4,
3
8,
3
í milljörðum króna*
ÚKRAÍNA, AP Sælgætisfram-
leiðandinn Petro Porosjenkó
þykir sigurstranglegastur fram-
bjóðenda í forsetakosningum
Úkraínu, sem haldnar verða á
sunnudag. Porosjenkó er moldrík-
ur auðkýfingur, en mun hófsam-
ari í tali en flestir hinna nítján
mótframbjóðendanna.
Uppreisnarmenn í austanverðu
landinu eru ósáttir við kosning-
arnar og hafa reynt að trufla
framkvæmd þeirra. - gb
Forsetakosningar í Úkraínu:
Porosjenkó er
með mest fylgi
PETRO POROSJENKÓ Súkkulaðikóngur-
inn sigurstranglegi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
SÓLVEIG ÓLAFSDÓTTIR OG ÞORSTEINN SIGURÐSSON Sérfræðingar Hafrann-
sóknastofnunar fóru yfir stöðuna í gær. FRÉTTABLAÐI/DANÍEL
1. Um hvað mun ný sjónvarpssería
Unnar Aspar Stefánsdóttur og Nínu
Daggar Filippusdóttur fjalla?
2. Hversu há gæti launahækkun
grunnskólakennara orðið?
3. Hver er nýráðinn þjálfari kvenna-
liðs Fram í handbolta?
SVÖR:
VEISTU SVARIÐ?
1. Kvenfanga. 2. 29 prósent. 3. Stefán
Arnarson.
Síldardauðinn ekki
brúargerð að kenna
Þverun Kolgrafafjarðar hefur ekkert með síldardauðann í firðinum að gera, er
niðurstaða vísindamanna. Síldin virðist vera að breyta vetursetu sinni og vera að
hverfa frá firðinum. Sýking síldarinnar drap tífalt meira magn en drapst í firðinum.
KOLGRAFAFJÖRÐUR Yfir 50 þúsund tonn alls drápust í desember 2012 og febrúar 2013. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Frá því er síldardauði varð í Kolgrafafirði í desember 2012 vegna súr-
efnisþurrðar hefur umhverfisástand og magn síldar í firðinum verið
vaktað og náið hefur verið fylgst með styrk súrefnis.
■ Frá desember 2012 til apríl 2013 var farið í sex rannsóknaleiðangra
í fjörðinn til vöktunar á umhverfinu auk ítrekaðra mælinga á magni
síldarinnar.
■ Á undanförnum árum hefur síld haft vetursetu í firðinum og í desember
2012 er áætlað að um 270 þúsund tonn hafi verið innan við brúna yfir
fjörðinn þegar fyrst varð vart við dauða síld. Magnið var áfram svipað
allt fram á vor 2013. Um 70 þúsund tonn héldu til í firðinum í vetur.
Fjórum sinnum minna af síld nú í vetur
ALLIR GÖNGUSKÓR Á
20% AFSLÆTTI
YFIR 35 GERÐIR
Fyrir styttri gönguferðir
Fyrir lengri gönguferðir
Fyrir fjallahlaupin
DÓMSMÁL
Dæmdur fyrir nauðgun
Í gær var þriggja ára og sex mánaða
fangelsisdómur Héraðsdóms
Reykjaness yfir Gintaras Blovi esciu
staðfestur í Hæstarétti. Blov-
iesciu nauðgaði konu í heimahúsi
í apríl 2012. Einnig þarf hann að
greiða fórnarlambinu 1,2 milljónir
í miskabætur auk málskostnaðar
beggja aðila.
Fimm ára fangelsi
Hæstiréttur staðfesti einnig í gær
dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir
Wojciech Marcin Sadowski. Sadowski
var dæmdur til fimm ára fangelsis-
vistar fyrir frelsisskerðingu, kynferð-
isbrot og líkamsárás.
Réðst á ófríska konu
Þriðja staðfesting Hæstaréttar var
yfir karlmanni sem var dæmdur til
fimm mánaða fangelsisvistar fyrir
tvær árásir á sambýliskonu sína.
Þegar seinni árásin átti sér stað var
konan vanfær auk þess sem annað
barn hennar var á heimilinu.