Fréttablaðið - 23.05.2014, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 23.05.2014, Blaðsíða 6
23. maí 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 6 UMHVERFISMÁL „Það er ekkert í gögnunum sem bendir til þess að vegfyllingin hafi haft úrslitaáhrif á síldardauðann í firðinum,“ sagði Sólveig Ólafsdóttir, sviðsstjóri sjó- og vistfræðisviðs Hafrann- sóknastofnunar, þegar niðurstöð- ur vöktunar í Kolgrafafirði í kjöl- far síldardauðans veturinn 2012 og 2013 voru að hluta kynntar í gær. Sólveig segir það hafa verið knýjandi að svara þeirri spurn- ingu hvort þverun fjarðarins hafi valdið síldardauðanum, en sú kenning hefur lengi verið uppi ásamt fleirum. Hún segir að veg- fyllingin hafi verið reist á grynn- ingum, eða náttúrulegu hafti, sem var þar fyrir. Við framkvæmdirn- ar hafi rennan undir brúna verið dýpkuð, og reynist ekkert síðri en sú sem fyrir var. „En ég held að það þurfi að liggja fyrir mun betri rannsókn- ir áður en farið verður í þveranir í framtíðinni en lágu fyrir í Kol- grafafirði á sínum tíma,“ sagði Sólveig jafnframt í gær. Rannsóknaverkefni sem hefur það markmið að kortleggja strauma, súrefnisstyrk og ástand sjávar í firðinum hófst vorið 2013 og lauk þeirri gagnasöfnun í apríl. Mælingarnar staðfesta það sem áður var vitað; súrefnisskortur var ástæða síldardauðans og súr- efnismagnið í Kolgrafafirði fellur afar hratt þegar lygnir. Þorsteinn Sigurðsson, sviðs- stjóri nytjastofnasviðs, sagði á fundinum að mun minna af síld héldi til í firðinum í vetur en fyrr, eða um 70 þúsund tonn miðað við allt að 300 þúsund tonn árin á undan. „Ýmis teikn eru á lofti um breytingar í vetursetu síldar- innar,“ sagði Þorsteinn en síldin hefur haldið fyrir á þremur svæð- um við landið í vetur. Hann rakti þá sögu að þessi hegðun íslensku sumargotssíldarinnar er alþekkt í gegnum áratugina, og flakkar síldin milli svæða og landshluta. Þorsteinn bendir á síldardauð- ann annars vegar og sýkinguna sem herjaði á stofninn frá 2008. Um gríðarlegt áfall hafi verið að ræða, en þegar allt er lagt saman drap sýkingin tífalt meira og keyrði stofninn úr 900 þúsund tonnum niður í 400 til 500 þúsund tonn. svavar@frettabladid.is VIÐSKIPTI Samanlagður hagnaður stóru viðskiptabankanna þriggja á fyrstu þremur mánuðum ársins nam 15,5 milljörðum króna sam- anborið við 14 milljarða hagnað á sama tíma í fyrra. Íslandsbanki hagnaðist um 8,3 milljarða króna á fyrsta ársfjórð- ungi en fyrirtækið kynnti upp- gjör sitt í gær. Hagnaður bankans á fyrstu þremur mánuðum 2013 nam 4,6 milljörðum króna. Betri afkoma skýrist að stærstum hluta af hagnaði vegna sölu eignarhluta í aflagðri starfsemi. Verðmæti heildareigna bankans nam 884 milljörðum og jókst um tvö pró- sent frá áramótum. Afkoma Arion banka á fyrstu þremur mánuðum ársins var kynnt í fyrradag. Hagnaður bank- ans nam 2,9 milljörðum króna og jókst um 1,5 milljarða. Landsbankinn hagnaðist um 4,3 milljarða króna samanborið við átta milljarða hagnað á fyrstu þremur mánuðum síðasta árs. - hg Afkoma Íslandsbanka á fyrstu þremur mánuðum ársins var jákvæð um 8,3 milljarða króna: Hagnaður bankanna jókst um 1,5 milljarða KYNNTI UPPGJÖRIÐ Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, sagði útlán bankans hafa aukist um tvö prósent frá áramótum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ➜ Hagnaður á fyrsta ársfjórðungi* 2014 2013 1, 4 8, 0 4, 6 2, 9 4, 3 8, 3 í milljörðum króna* ÚKRAÍNA, AP Sælgætisfram- leiðandinn Petro Porosjenkó þykir sigurstranglegastur fram- bjóðenda í forsetakosningum Úkraínu, sem haldnar verða á sunnudag. Porosjenkó er moldrík- ur auðkýfingur, en mun hófsam- ari í tali en flestir hinna nítján mótframbjóðendanna. Uppreisnarmenn í austanverðu landinu eru ósáttir við kosning- arnar og hafa reynt að trufla framkvæmd þeirra. - gb Forsetakosningar í Úkraínu: Porosjenkó er með mest fylgi PETRO POROSJENKÓ Súkkulaðikóngur- inn sigurstranglegi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SÓLVEIG ÓLAFSDÓTTIR OG ÞORSTEINN SIGURÐSSON Sérfræðingar Hafrann- sóknastofnunar fóru yfir stöðuna í gær. FRÉTTABLAÐI/DANÍEL 1. Um hvað mun ný sjónvarpssería Unnar Aspar Stefánsdóttur og Nínu Daggar Filippusdóttur fjalla? 2. Hversu há gæti launahækkun grunnskólakennara orðið? 3. Hver er nýráðinn þjálfari kvenna- liðs Fram í handbolta? SVÖR: VEISTU SVARIÐ? 1. Kvenfanga. 2. 29 prósent. 3. Stefán Arnarson. Síldardauðinn ekki brúargerð að kenna Þverun Kolgrafafjarðar hefur ekkert með síldardauðann í firðinum að gera, er niðurstaða vísindamanna. Síldin virðist vera að breyta vetursetu sinni og vera að hverfa frá firðinum. Sýking síldarinnar drap tífalt meira magn en drapst í firðinum. KOLGRAFAFJÖRÐUR Yfir 50 þúsund tonn alls drápust í desember 2012 og febrúar 2013. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Frá því er síldardauði varð í Kolgrafafirði í desember 2012 vegna súr- efnisþurrðar hefur umhverfisástand og magn síldar í firðinum verið vaktað og náið hefur verið fylgst með styrk súrefnis. ■ Frá desember 2012 til apríl 2013 var farið í sex rannsóknaleiðangra í fjörðinn til vöktunar á umhverfinu auk ítrekaðra mælinga á magni síldarinnar. ■ Á undanförnum árum hefur síld haft vetursetu í firðinum og í desember 2012 er áætlað að um 270 þúsund tonn hafi verið innan við brúna yfir fjörðinn þegar fyrst varð vart við dauða síld. Magnið var áfram svipað allt fram á vor 2013. Um 70 þúsund tonn héldu til í firðinum í vetur. Fjórum sinnum minna af síld nú í vetur ALLIR GÖNGUSKÓR Á 20% AFSLÆTTI YFIR 35 GERÐIR Fyrir styttri gönguferðir Fyrir lengri gönguferðir Fyrir fjallahlaupin DÓMSMÁL Dæmdur fyrir nauðgun Í gær var þriggja ára og sex mánaða fangelsisdómur Héraðsdóms Reykjaness yfir Gintaras Blovi esciu staðfestur í Hæstarétti. Blov- iesciu nauðgaði konu í heimahúsi í apríl 2012. Einnig þarf hann að greiða fórnarlambinu 1,2 milljónir í miskabætur auk málskostnaðar beggja aðila. Fimm ára fangelsi Hæstiréttur staðfesti einnig í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Wojciech Marcin Sadowski. Sadowski var dæmdur til fimm ára fangelsis- vistar fyrir frelsisskerðingu, kynferð- isbrot og líkamsárás. Réðst á ófríska konu Þriðja staðfesting Hæstaréttar var yfir karlmanni sem var dæmdur til fimm mánaða fangelsisvistar fyrir tvær árásir á sambýliskonu sína. Þegar seinni árásin átti sér stað var konan vanfær auk þess sem annað barn hennar var á heimilinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.