Fréttablaðið - 23.05.2014, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 23.05.2014, Blaðsíða 30
KYNNING − AUGLÝSINGSumar og börn FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 20142 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Kolbeinn Kolbeinsson, kkolbeins@365.is, 512-5447 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Kolfinna Ýr Birgisdóttir er í 4. bekk í Naustaskóla á Ak-ureyri. Hún æfir listhlaup á skautum og í sumar fer hún í æfingabúðir til Tékklands. Dagana 5. til 7. maí fór hún með bekknum sínum í skemmti- lega ferð í Bárðardal í Þingeyjar- sveit. „Við fórum í skólabúðir í Kiða- gili, þrjátíu krakkar saman. Við vorum í þrjá daga og gistum í tvær nætur,“ útskýrir Kolfinna Ýr. Hún segir ferðina hafa verið mjög skemmtilega og mikið fjör. Hópurinn heimsótti meðal ann- ars bóndabæi, lærði að smíða og hélt Eurovision-partí. Það hafi alltaf verið nóg að gera. „Við vöknuðum og fengum okkur morgunmat og svo kíktum við í sveitina. Á kvöldin var alltaf einhvers konar kvöldskemmtun. Við skoðuðum kindur og hesta og hunda í sveitinni og fengum að sjá lömbin fæðast. Við smíðuðum líka smjörhníf og máluðum á boli sem við fengum að eiga,“ segir Kolfinna. „Það skemmtilegasta í ferðinni var að sjá lömbin fæðast og Euro- vision-partíið,“ bætir hún við og segist meira en til í að fara aftur í skólabúðir í sveit. Gaman að sjá lömbin fæðast Krakkarnir í 4. bekk í Naustaskóla á Akureyri fengu að kynnast sveitalífinu þegar þau skelltu sér í sauðburð í Bárðardal. Hópurinn gisti á Kiðagili í tvær nætur og heimsótti bæina í sveitinni. Kolfinna Ýr Birgisdóttir er meira en til í að fara aftur í skólabúðir í sveit. Stanslaus dagskrá var fyrir krakkana í ferðinni, kvöldvökur, föndur og fjör. „Skemmtilegast var að sjá lömbin fæðast.“ Hópurinn fékk að fara á hestbak. Enn þá var talsverður snjór í Bárðardal en ferðin var farin dagana 5.-7. maí. Krakkarnir í 4. bekk í Nausta- skóla skelltu sér í sauðburð í Bárð- ardal. Kolfinna Ýr Birgisdóttir (t.h.) með vinkonu sinni. MYNDIR/KRISTÍN ÞÖLL ÞÓRSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.