Fréttablaðið - 23.05.2014, Side 18

Fréttablaðið - 23.05.2014, Side 18
23. maí 2014 FÖSTUDAGUR| SKOÐUN | 18 Á hverju ári koma fréttir af ungu fólki á öllum aldri sem hefur lent í slysum eða orðið alvarlega veikt. Einstaklingar sem sitja uppi með varanlega fötlun. Þessar fréttir taka á og fólk hefur mikla samúð með við- komandi. Þrátt fyrir að við viljum styðja við bakið á þessu fólki þá er þjóðfé- lagið okkar langt frá því að vera tilbúið að taka á móti þeim. Aðgengismál t.d. eru til háborinnar skammar og hógværð hjólastólanotenda er stór- merkileg. Í nýlegri frétt í Fréttablaðinu stóð orðrétt „bensínstöðvar eru nauðsyn- legar fötluðum“? og að fatlaðir ein- staklingar þurfa að plana hvert þeir fara með tilliti til þess hvar salerni eru aðgengileg. Hvað þýða svona fullyrð- ingar? Jú, að það er ekki sjálfgefið að einstaklingur í hjólastól eigi að komast út um allt. Við státum okkur af því að vera umbyrðarlynd og viljum vera góð við allt og alla og auðvitað eru allir velkomnir eða hvað? Hvað með fatlaða? Eigum við að auglýsa erlendis: „Ísland tekur vel á móti öllum óháð þjóðerni, trú og kynferði svo lengi sem hreyfifærnin er í lagi. Hjólastóla- notendur eru vinsamlegast beðnir um að fara annað.“ Er ekki betra að segja þetta hreint út í staðinn fyrir að fólk komist að þessu þegar það kemur til landsins. Það er til skammar hvað opinberar stofnanir hafa komist upp með. Sjúkratryggingar Íslands til að mynda eru sums staðar í lyftulausu húsnæði og komast upp með það. Mikið er búið að ræða um aðgengi að verslunarhúsnæði, kaffihúsum o.fl. í miðbæ Reykjavíkur, en ekk- ert gerist. Við höldum bara áfram að líta í hina áttina. Fjarlægjum farartálma Er ásættanlegt að einstaklingar sem hafa lent í miklum hremmingum missi rétt sinn til að vera fullgildir meðlimir í okkar þjóðfélagi? Lítið í eigin barm og veltið fyrir ykkur hvernig líf ykkar yrði ef þið væruð tilneydd til að sitja niðri og gætuð engan veginn staðið upp þó að það væri það sem þið óskuðuð ykkur heitast. Sýnum þeim sem hafa lent í miklum hremmingum að okkur sé í alvöru ekki sama og að við viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til að þeim líði sem best. Ímyndið ykkur hvernig ykkur liði ef þið væruð í hjólastól og þið gætuð ekki gert hluti einfaldlega vegna þess að það eru nokkrar tröppur, þröskuldar eða eitthvað dót fyrir. Hvernig myndi ykkur líða? Í mínum augum eru öll þau sem búa við hvers konar færnisskerðingu hetjur og það á að koma fram við þau sem slíkar. Allt sem þau þurfa að gera og langar til að gera er miklu flóknara og erfiðara en hjá ófötluðum. Þau eiga alla mína aðdáun og það á að koma fram við þau með virðingu og lotningu sem þau svo sannarlega eiga skilið. Tökum á móti þeim með opnum örmum, fjar- lægjum farartálma og reynum að gera allt sem í okkar valdi stend- ur til að létta þeim lífið. Eitt af því er að hleypa þeim inn til okkar. Þið sem getið tekið á móti öllum verið stolt af sjálfum ykkur, þið hin getið skammast ykkur. Þið eigið þátt í að gera líf þessara einstaklinga óbæri- legt. Þið eruð vond við fólkið sem þið finnið til með. Munið að enginn ætlar sér að verða veikur eða lenda í slysi og þið getið verið næst. Enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Gerum íslenskt samfélag samfélag fyrir alla og þá meina ég alla. Brennisteinsvetni, H2S, er litlaus eitruð lofttegund, oft tengd við hveralykt og jarðhita. Þessi lofttegund hefur verið að plaga okkur nágranna Hengilssvæðisins í auknum mæli undanfarin ár. Í stórum skömmtum er hún banvæn og getur drepið á stuttum tíma. Við þolum litla skammta af brenni- steinsvetni en hversu lítið og hversu lengi er ekki vitað með vissu. Uppsprettur þessarar loftteg- undar eru jarðvarmavirkjanir Orkuveitunnar á Hengilssvæðinu. Í fyrra blésu þessar tvær virkjanir út 30 þúsund tonnum af brennisteins- vetni og frá 2003 samtals 198 þús- und tonnum. Hluti af þessu brenni- steinsvetni fer yfir Lækjarbotna þar sem börnin mín ganga í skóla. Þetta sama brennisteinsvetni fer yfir höf- uðborgarsvæðið þar sem önnur börn ganga í skóla. Styrkur brennisteins- vetnis hefur aukist eftir að Hellisheiðarvirkjun hóf starfsemi sína haust- ið 2006. Hluti af brenni- steinsvetninu breytist yfir í brennisteinsdíoxíð og brennisteinssýru, sem sumir þekkja ef til vill sem súrt regn og hefur oft verið tengt við kolaorku- ver. Brennisteinssýra tærir málma og eyðir lífi. Á áttunda ára- tugnum urðu til að mynda skógar á Norðurlöndunum fyrir barðinu á súru regni sem barst frá Bretlands- eyjum þegar Bretar notuðu meira af kolum en þeir gera nú. Veldur okkur skaða Þessi lofttegund, brennisteins- vetni, er að valda okkur skaða; fjárhagslegum og heilsufarsleg- um. Af hennar völdum ryðgar bárujárn hraðar, það fellur á silf- ur, ýmiss konar raftæki bila, möst- ur endast skemur og fleira. Það kostar okkur að endurnýja hluti hraðar. Það eru vísbendingar um að brennisteinsvetnið geti í litlum skömmtum haft áhrif á astma og á taugakerfi manna. Þörf er á fleiri rannsóknum. Á meðan er gerð til- raun á heilsu okkar. Orkuveita Reykjavíkur vill fá undanþágu frá því að uppfylla hertari mörk um útblástur brenni- steinsvetnis. Þeir eru í vandræð- um með brennisteinsvetnið. Þegar Hellisheiðarvirkjun var byggð var engin krafa gerð í starfsleyfinu um að hreinsa brennisteinsvetnið, ekki stafur um hreinsibúnað. Þetta átti líklegast að reddast, rigna niður eða fjúka burt. Nú eru átta ár liðin og enn streymir brennisteinsvetnið óhindrað yfir nágranna Hengils- svæðisins. Orkuveitan vill fá meiri tíma, meiri tíma til að þróa áfram nýja lausn sem á að leysa stærsta umhverfisvandamál þeirra, brennisteinsvetnið. SulFix heitir verkefnið og í því felst að brenni- steinsvetninu er dælt aftur niður í jarðlögin. Þessi lausn er ódýrari en staðlaður hreinsibúnaður sem felst jafnan í efnafræðilegri útfellingu á brennisteinsvetni. Orkuveitan hefur beðið umhverfisráðherra að veita sér frest. Fá undanþágu frá reglugerð. Bara fimm ár í viðbót og þá verður þetta búið …? Hversu lengi eigum við að bíða eftir því að Orkuveitan hreinsi andrúmsloftið okkar? Hvað ef SulFix er ekkert fix? Hvað kost- ar hvert tonn af brennisteinsvetni okkur? ➜ Þessi lofttegund, brenni- steinsvetni, er að valda okkur skaða; fjárhags- legum og heilsufarslegum. Af hennar völdum ryðgar bárujárn hraðar, það fellur á silfur, ýmiss konar raftæki bila, möstur endast skemur og fl eira. Það kostar okkur að endurnýja hluti hraðar. Það eru vísbendingar um að brennisteinsvetnið geti í litlum skömmtum haft áhrif á astma og á taugakerfi manna. ➜ Er ásættanlegt að ein- staklingar sem hafa lent í miklum hremmingum missi rétt sinn til að vera fullgildir meðlimir í okkar þjóðfélagi? Lítið í eigin barm og veltið fyrir ykkur hvernig líf ykkar yrði ef þið væruð tilneydd til að sitja niðri og gætuð engan veginn staðið upp... Orkuveitan og undanþágur Er Ísland land fyrir alla? SAMFÉLAG Guðbjörg Ludvigsdóttir endurhæfi ngar- læknir á Grensási UMHVERFIS- VERND Jón Örvar G. Jónsson umhverfi sfræðingur VERÐ FRÁ EINUNGIS 2.190.000 KR. - GERÐU VERÐSAMANBURÐ . Mazda2 er sparneytinn, ótrúlega lipur og hagkvæmur í rekstri. Hann er búinn öflugri 1,3 lítra bensínvél sem þó eyðir einungis frá 4,3 l/100 km og fær frítt í stæði. Mazda2 er áreiðanlegur, öruggur, vel búinn og frábær í endursölu. Taktu snúning á Mazda2, gerðu góð kaup og lækkaðu rekstrarkostnaðinn. MAZDA. DEFY CONVENTION. Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga frá kl. 9-17 og laugardaga frá kl. 12-16. Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 I mazda.is Brimborg og Mazda áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu. * Mazda2 eyðir 4,3 l/100 km í langkeyrslu og fær frítt í stæði í miðborg Reykjavíkur í 90 mínútur í senn. 5 stjörnu öryggi!

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.