Fréttablaðið - 23.05.2014, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 23.05.2014, Blaðsíða 58
23. maí 2014 FÖSTUDAGUR | SPORT | 34 Mörkin: 0-1 Arnþór Ingi Kristinsson (55.), 1-1 Víðir Þorvarðarson, víti (71.), 1-2 Aron Elís Þrándarson (80.). Rautt spjald: Ian Jeffs, ÍBV (72.). ÍBV (4-3-3): Guðjón Orri Sigurjónsson 5 - Óskar Elías Zoega Óskarsson 5, Brynjar Gauti Guðjónsson 5, Eiður Aron Sigurbjörnsson 5, Matt Garner 5 - Jökull I Elísabetarson 4, Gunnar Þorsteinsson 6, Víðir Þorvarðarson 6 - Dean Martin 6 (65., Dominic Khori Adams 6), Atli Fannar Jónsson 5 (66., Ian David Jeffs -), Bjarni Gunnarsson 4 (60., Jonathan Glenn 5). VÍKINGUR (4-4-2): Ingvar Þór Kale 6 - Kjartan Dige Baldursson 6, Igor Taskovic 7, Alan Lowing 6, Halldór Smári Sigurðsson 6 - Dofri Snorrason 6, Kristinn Jóhannes Magnússon 5, Henry Monaghan 5, *Todor Hristov 7 (87., Ívar Örn Jónsson -) - Pape Mamadou Faye 6 (81., Agnar Darri Sverrisson -), Arnþór Ingi Kristinsson 7 (61., Aron Elís Þrándarson 7). Skot (á mark): 2-9 (1-5) Horn: 4-10 Varin skot: Guðjón 3 - Ingvar 0. 1-2 Hásteinsvöllur Áhorf: 651 Þorvaldur Árnason (9) Mörkin: 1-0 Haukur Lárusson (44.), 1-1 Gary Martin (45.). FJÖLNIR (4-3-3): *Þórður Ingason 8 - Gunnar Valur Gunnarsson 6 (73. Einar Karl Ingvarsson), Haukur Lárusson 7, Bergsveinn Ólafsson 6, Matt- hew Ratajczak 5 - Illugi Gunnarsson 6, Gunnar Már Guðmundsson 7, Guðmundur Karl Guð- mundsson 6 - Ragnar Leósson 6 (85. Guðmundur Böðvar Guðjónsson), Aron Sigurðarson 4 (54. Christopher Paul Tsonis 6), Þórir Guðjónsson 5. KR (4-3-3): Stefán Logi Magnússon 5 - Haukur Heiðar Hauksson 7, Aron Bjarki Jósepsson 6, Grétar Sigfinnur Sigurðarson 5, Ivar Furu 6 - Egill Jónsson 7, Abdel-Farid Zato-Arouna 8, Baldur Sigurðsson 5 (45. Þorsteinn Már Ragnarsson 6) - Almarr Ormarsson 4, Óskar Örn Hauksson 5, Gary Martin 7 (73. Kjartan Henry Finnbogason). Skot (á mark): 12-14 (8-6) Horn: 4-7 Varin skot: Þórður 4 - Stefán Logi 7. 1-1 Fjölnisvöllur Áhorf: 1.284 Valgeir Valgeirsson (7) Mörkin: 1-0 Arnar Már Björgvinsson (20.), 1-1 Kolbeinn Kárason (90.+2.) STJARNAN (4-3-3): Ingvar Jónsson 7 - Niclas Vemmelund 3, *Daníel Laxdal 7, Martin Rauschenberg 6, Pablo Punyed 6 - Michael Præst 6, Atli Jóhannsson 6 (60. Þorri Geir Rúnarsson 6), Veigar Páll Gunnarsson 5 - Arnar Már Björgvinsson 6 (27. Jón Arnar Barðdal 4), Ólafur Karl Finsen 5, Jeppe Hansen 4 (63. Garðar Jóhannsson 5). VALUR (4-3-3): Fjalar Þorgeirsson 6 - James Hurst 7, Magnús Már Lúðvíksson 5, Mads Lennart Nielsen 5, Bjarni Ólafur Eiríksson 5 - Iain James Williamson 6, Halldór Hermann Jónsson 5 (37. Indriði Áki Þorláksson 5), Kristinn Freyr Sigurðsson 6 - Lucas Ohlander 4, Sigurður Egill Lárusson 5 (60. Kristinn Ingi Halldórsson 4), Patrick Pedersen 4 (49. Kolbeinn Kárason 6). Skot (á mark): 8-17 (3-5) Horn: 6-11 Varin skot: Ingvar 3 - Fjalar 2 1-1 Stjörnuvöllur Áhorf: 965 Þóroddur Hjaltalín (4) visir.is Meira um leiki gærkvöldsins PEPSI DEILDIN 2014 FH 5 3 2 0 7-2 11 Stjarnan 5 3 2 0 8-5 11 Keflavík 5 3 1 1 7-3 10 Fjölnir 5 2 3 0 9-5 9 Valur 5 2 2 1 9-7 8 KR 5 2 1 2 5-5 7 Víkingur R. 5 2 1 2 5-7 7 Fylkir 5 2 0 3 7-11 6 Fram 5 1 2 2 7-9 5 Þór 5 1 0 4 10-12 3 Breiðablik 5 0 3 2 5-8 3 ÍBV 5 0 1 4 4-9 1 SPORT HM Í FÓTBOLTA Í BRASILÍU 20 DAGAR Í FYRSTA LEIK TYRKINN HAKAN SUKUR er sá sem hefur verið fljótastur að skora mark í úrslitakeppni HM en það tók hann aðeins 10,8 sekúndur að koma Tyrkjum í 1-0 í leiknum um þriðja sætið á móti Suður-Kóreu á HM 2002. Tyrkland vann leikinn 3-2 og náði sínum besta árangri á HM frá upphafi. Daninn Ebbe Sand er hins vegar sá sem hefur verið fljót- astur að skora eftir að hafa komið inn á sem varamaður en það tók hann aðeins sextán sekúndur í leik á móti Nígeríu á HM í Frakklandi 1998. Hollendingurinn Johan Neeskens er síðan á leikmaður sem hefur verið fljótastur að skora í úrslitaleik HM en hann skoraði eftir 90 sekúndur í úrslitaleiknum 1974. Mörkin: 1-0 Hafsteinn Briem (76.), 1-1 Guðjón Pétur Lýðsson, víti (90.). FRAM (4-3-3): *Ögmundur Kristinsson 8 - Viktor Bjarki Arnarsson 6, Tryggvi Bjarnason 6 (75. Halldór Arnarsson -), Einar Bjarni Ómarsson 6, Ósvald Jarl Traustason 6 - Hafsteinn Briem 6, Jóhannes Karl Guðjónsson 3, Arnþór Ari Atlason 5 - Aron Þórður Albertsson 4 (54. Aron Bjarnason 5), Haukur Baldvinsson 5, Björgólfur Takefusa 4 (65. Alexander Már Þorláksson 6). BREIÐABLIK (4-4-2): Gunnleifur Gunnleifsson 6 - Gísli Páll Helgason 6, Elfar Freyr Helgason 6 (46. Stefán Gíslason 5), Damir Mumunovic 6, Jordan Halsman 6 (72. Guðjón Pétur Lýðsson -) - Páll Olgeir Þorsteinsson 6, Finnur Orri Margeirsson 7, Andri Rafn Yeoman 6 (26. Tómas Óli Garðarsson 6), Davíð Kristján Ólafsson 7 - Elvar Páll Sigurðs- son 7, Árni Vilhjálmsson 7. Skot (á mark): 12-23 (6-9) Horn: 4-15 Varin skot: Ögmundur 8 - Gunnleifur 5 1-1 Gervigras Laug. Áhorf: Óuppg. Garðar Örn Hinriksson (8) Mörkin: 1-0 Jóhann Helgi Hannesson (8.), 2-0 Orri Freyr Hjaltalín (28.), 2-1 Ryan Maduro, víti (36.), 3-1 Shawn Nicklaw (40.) , 4-1 Kristinn Þór Björnsson (43.), 5-1 Sveinn Elías Jónsson (44.), 5-2 Hákon Ingi Jónsson (56.). Rautt: Gunnar Örn Jónsson, Fylki (26.) og Hermann Hreiðarsson, Fylki (46.). ÞÓR (4-3-3): Sandor Matus 5– Ingi Freyr Hilmars- son 5, Atli Jens Albertsson 5, Orri Freyr Hjaltalín 6, Ármann Pétur Ævarsson 5– *Hlynur Atli Magnússon 8, Shawn Nicklaw 7, Jóhann Helgi Hannesson 7 (83. Jóhann Þórhallsson -)– Sveinn Elías Jónsson 6, Kristinn Þór Björnsson 7 (74. Sigurður Marinó Kristjánsson -), Þórður Birgisson 6 (67. Jónas Sigurbersson -). FYLKIR (4-3-3): Bjarni Þórður Halldórsson 4– Elís Rafn Björnsson 4, Kristján Valdimarsson 4 (46. Hákon Ingi Jónsson 5), Ásgeir Eyþórsson 4, Viktor Örn Guðmundsson 4– Davíð Þór Ásbjörnsson 5, Oddur Ingi Guðmundsson 6, Ryan Maduro 6– Ásgeir Örn Arnþórsson 5 (55. Daði Ólafsson 5), Gunnar Örn Jónsson 2, Sadmir Zekovic 5 (74. Magnús Otti Benediktsson -). Skot (á mark): 8-8 (7-4) Horn: 4-6 Varin skot: Sandor 2 - Bjarni Þórður 2 5-2 Þórsvöllur Áhorf: 603 Gunnar Jarl Jónsson (7) Mörkin: 1-0 Elías Már Ómarsson (3.), 1-1 Atli Viðar Björnsson (83.) Rautt: Pétur Viðarsson, FH (55.), Einar Orri Einars- son, Keflavík (87.). KEFLAVÍK (4-3-3): Jonas Sandqvist 7 - Magnús Þórir Matthíasson 6, Haraldur Freyr Guðmunds- son 6, Unnar Már Unnarsson 6, Endre Ove Brenne 5 (75. Ray Jónsson -) - Einar Orri Einarsson 3, Sindri Snær Magnússon 6, Frans Elvarsson 5 - Bojan Ljubicic 5, *Elías Már Ómarsson 7, Hörður Sveinsson 6 (81. Jóhann B. Guðmundsson -). FH (4-3-3): Róbert Örn Óskarsson 7 - Böðvar Böðvarsson 5, Pétur Viðarsson 3, Sean Reynolds 5, Jón Jónsson 4 - Sam Hewson 5 (65. Ólafur Páll Snorrason 6), Hólmar Örn Rúnarsson 5, Davíð Þór Viðarsson 6 - Emil Pálsson 6, Albert Brynjar Inga- son 5 (65. Atli Viðar Björnsson 7), Atli Guðnason 6 (46. Ingimundur Níels Óskarsson 6). Skot (á mark): 7-9 (5-6) Horn: 5-6 Varin skot: Sandqvist 5 - Róbert Örn 3 1-1 Nettóvöllur Áhorf: 1.150 Vilhjálmur Alvar (7) GOLF GSÍ kynnti í gær Eimskipsmóta- röð sumarsins en fjölgað verður um eitt mót í ár og verða þau nú alls sjö. Íslandsmótið í höggleik fer fram á Leirdalsvelli GKG-manna þar sem heimamaðurinn Birgir Leifur Hafþórsson getur varið titil sinn og unnið mótið í sjötta sinn. Nýr völlur verður tekinn inn í mótaröðina í sumar en Símamótið fer fram á Hamarsvelli í Borgarnesi. Þetta er í fyrsta skipti sem 54 holu mót fer þar fram. Fyrsta mótið hefst í Leirunni um helgina og er full skráning. „Við byrj- um fyrr en venjulega þannig að allir okkar bestu kylfingar eru ekki komnir heim. Þess vegna er gaman að sjá að það er full skráning í fyrsta mót. Það sýnir að það er mikil spenna og stemning fyrir mótaröðinni,“ segir Hörður Þorsteinsson, framkvæmda- stjóri Golfsambands Íslands. Fimm mót af sjö fara fram fyrir utan höfuðborgarsvæðið. „Ástæðan fyrir því er fyrst og fremst að álagið er mikið á völlunum á höfuðborgar- svæðinu og við erum að nýta vellina á jaðarsvæðunum. Þetta eru frábærir vellir sem við eigum úti um allt land og það er samkomulag í hreyfingunni um að nýta þá í mótahaldið. - tom Fimm mót á landsbyggðinni GOLFSUMARIÐ Hörður kynnir mótaröðina í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL HANDBOLTI „Þetta er ekki skemmtileg staða sem við erum í. Ég er eiginlega feginn að það eru Íslendingar í báðum liðum sem geta orðið meistarar. Þá eru minni líkur á því að menn haldi að ég sé að gera einhverjum greiða,“ segir Dagur Sigurðsson, þjálfari Füchse Berlin. Hann fer með lið sitt til Kiel á morgun en sá leikur skiptir gríðar- legu máli. Kiel á möguleika á titl- inum ásamt Rhein-Neckar Löwen. Bæði lið eru með íslenska þjálfara – Alfreð Gíslason og Guðmund Guðmundsson – og leikmenn. „Ég á vini á báðum stöðum. Bæði eru þjálfararnir vinir mínir sem og leikmennirnir. Ég veit samt að bæði Alfreð og Gummi myndu fara inn í leikinn af krafti rétt eins og ég mun láta mitt lið gera.“ Er með skröltandi lið Lið Dags er ansi laskað og því ekki ástæða til mikillar bjartsýni fyrir leikinn. „Það er búið að vera mikið um meiðsli og ég er með skröltandi lið. Bartlomiej Jaszka verður ekki með um helgina og þeir Konstan- tin Igropulo, Denis Spoljaric, Pavel Horak og Iker Romero eru spurn- ingarmerki og munar um minna hjá okkur. Við munum berjast með allt sem við getum,“ segir Dagur. Titilbaráttan gæti mjög líklega ráðist á markatölu og Dagur veit því sem er að lið Kiel mun gera allt sem það getur til þess að valta yfir hans lið. „Kiel hefur verið að vinna sína leiki stórt. Það þýðir ekkert að grenja. Við mætum og berjumst. Það getur vel gerst að við fáum flengingu. Það hefur meira að segja gerst þegar við mætum með fullt lið gegn þeim. Maður fer samt ekki í leiki með buxurnar fullar heldur setur maður kassann út.“ Dagur gerði sitt lið að bikar- meisturum á dögunum og hann sér alveg fyrir sér að íslensku þjálfar- arnir þrír geti endað með titil. „Eigum við ekki að segja að Gummi taki deildina, Alfreð vinni Meistaradeildina og ég bikarinn. Þá verða allir sáttir,“ segir Dagur léttur. Það var tilkynnt í gær að fjór- ir leikmenn væru á förum frá liði Dags og þar á meðal þýski lands- liðsmaðurinn Sven-Sören Christo- phersen. Forráðamenn Berlin brugðust við með því að telja Spán- verjann Iker Romero á að taka eitt ár í viðbót en hann hafði ákveðið að leggja skóna á hilluna. „Hann hefur verið frábær í vetur. Það var alls ekki auðvelt að fá hann til að skipta um skoð- un. Það var meira að segja í leik- skránni okkar kveðjugrein um hann. Svo kom allt snöggt upp á og við brugðumst við. Hann hefur reynst okkur frábærlega.“ henry@frettabladid.is Flott ef við skiptum með okkur titlunum Það er gríðarleg spenna fyrir lokaumferðinni í þýska handboltanum þar sem annaðhvort lið Alfreðs Gíslasonar eða Guðmundar Guðmundssonar verður meistari. Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans geta haft áhrif á útkomuna. STAÐIÐ SIG FRÁBÆRLEGA Berlin vann sinn fyrsta stóra titil á dögunum undir stjórn Dags sem hefur náð mögnuðum árangri hjá félaginu. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY FÓTBOLTI Fimmta umferð Pepsi- deildar karla fór öll fram í gær- kvöldi og var hún fjörug. Átján mörk voru skoruð og sex rauð spjöld litu dagsins ljós. Keflavík komst nálægt því að vinna topplið FH en Atli Viðar Björnsson bjargaði Hafnfirð- ingum með marki eftir að hafa komið inn á sem varamaður, annan leikinn í röð. Stjarnan missti svo af tækifæri til að skella sér á toppinn en liðið leiddi lengi vel gegn Val en fékk á sig jöfnunarmark í uppbótartíma. ÍBV og Breiðablik eru enn án sigurs en Þór fékk loksins sín fyrstu stig eftir að hafa unnið sannfærandi sigur á Fylki. Nýlið- ar Fjölnis náðu svo í stig í fimmta leiknum í röð, með 1-1 jafntefli gegn Íslandsmeisturum KR. - esá FH og Stjarnan enn taplaus á toppi Pepsi-deildarinnar SVEKKTIR Atli Jóhannsson og Veigar Páll Gunnarsson gátu ekki leynt vonbrigðum sínum eftir að Valur skoraði jöfnunarmark gegn Stjörnunni í lokin. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Aron Jóhannsson verður fyrsti Íslendingurinn til að spila á HM í fótbolta en hann er í 23 manna HM-hóp bandaríska landsliðsins. Jürgen Klinsmann, þjálfari bandaríska lands- liðsins, tilkynnti lokahóp sinn í gærkvöldi og valdi hann Aron sem einn af fjórum fram- herjum bandaríska liðsins. Aron er sem dæmi í hópnum frekar en Landon Donovan sem er einn frægasti knattspyrnumaður Banda- ríkjanna fyrr og síðar. Bandaríkin er í riðli með Þýskalandi, Portú- gal og Gana en fyrsti leikur liðsins verður á móti Gana 16. júní. Allir leikir Bandaríkjanna verða sýndir beint á Stöð 2 Sport 2. - óój ARON FER Á HM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.