Fréttablaðið - 23.05.2014, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 23.05.2014, Blaðsíða 62
23. maí 2014 FÖSTUDAGUR| LÍFIÐ | 38 „Tekið skal fram að verkin á sýningunni eru ekki við hæfi barna,“ segir Guðlaug Mia Eyþórsdóttir, einn stofnenda Gallerís Kunstschlager, en á laugardaginn verður sýning- in Lostastundin opnuð í Gall- eríi Kunstschlager á Rauðar- árstíg. Guðlaug Mia er jafnframt sýningarstjóri Lostastundar, ásamt Kristínu Karólínu Helgadóttur. „Kunstschlager fagnar sumrinu og tíma ástarinnar sem er að ganga í garð. Við ætlum að bjóða sýningar- gestum upp á lostafulla myndlist af hvers kyns toga,“ segir Guðlaug. „Það er leynd yfir því hverjir það eru sem sýna, en við getum gefið upp að á meðal annarra verða með verk á sýningunni þau Steingrímur Eyfjörð, Kristín Ómars- dóttir og Helgi Þórsson,“ segir Guðlaug og bætir við að erótík og list eigi vel saman og kominn sé tími til að setja upp sýningu sem þessa. Í heildina verða það fjórtán myndlistarmenn sem sýna erótísk verk í Kunstschlager. „Sumir þeirra eru þekktir fyrir slíka myndlist, aðrir ekki. Við leggjum áherslu á tvívíð verk á sýningunni. Þar kennir ýmissa grasa, og til sýnis verður allt frá skúffuerótík til hugmyndafræðilegra, erótískra verka,“ segir Guðlaug. Erótískt myndrit verður gefið út í tengslum við sýn- inguna með verkum eftir sýnendur auk annarra og verð- ur til sölu á Basarnum, verslun í galleríinu. Sýningin er framlag Kunstschlager til Listahátíðar í Reykjavík í ár og opnar klukkan átta. olof@frettabladid.is „Þetta verður einhver kaos. Við rennum dásamlega blint í sjóinn,“ segir Snæbjörn Ragnarsson í hljóm- sveitinni Ljótu hálfvitunum. Sveitin heldur tónleika á Café Rosenberg 30. og 31. maí og á Græna hattinum um Hvítasunnuhelgina en tónleikaröðin gengur undir nafninu Spilakvöld. Á tónleikunum nota hljómsveitar- meðlimir spilastokk sem þeir eru með í framleiðslu til að velja lögin sem þeir spila. „Við erum búnir að gefa út fjórar plötur og þær líta allar eins og út. Fyrsta var bleik, önnur blá, síðan græn og loks appelsínugul og allar með svörtu letri. Það eru þrettán lög á hverri og það er teiknuð mynd við hvert lag. Við komumst að því að það eru fjórar sortir í spila- stokk og þrettán spil í hverri þannig að við tókum allar myndirnar saman og gerðum spilastokk. Á tónleikun- um drögum við síðan um hvaða lög við spilum og spil- um lögin í þeirri röð sem við drögum,“ segir Snæbjörn. Hann segir þó að hálfvitarnir spili ekki öll 52 lögin á hverjum tónleikum heldur um það bil helming. „Þetta er góð hugmynd – alveg þangað til við förum að framkvæma hana. Við getum ekkert æft fyrir þetta. Yfirleitt getur maður kortlagt svona tónleika og veit sirka hvað maður er að fara að gera næst. Núna eiga menn eflaust eftir að klóra sér í hausnum. Það er ekk- ert öruggt að við kunnum öll þessi lög þannig að nokkur verða eflaust býsna „freestyle“.“ Hljómsveitin Ljótu hálfvitarnir var stofnuð árið 2006 og er skipuð níu manns sem kunna passlega mikið á hljóðfæri að sögn Snæbjörns. „Við erum búnir að vera saman í bandi í átta fokking ár án þess að skipta um mannskap. Þetta er stórbrot- inn félagsskapur. Þarna koma allir gallar mannkynsins saman á einum stað.“ - lkg Kaos að hætti hálfvitanna Hljómsveitin Ljótu hálfvitarnir heldur tónleika þar sem spilastokkur ræður för. BLANDA AF GRÍNI OG MÚSÍK Ljótu hálfvitarnir eru þekktir fyrir að vera gamansamir. MYND/HEIÐAR KRISTJÁNSSON „Það eru allir í svo miklu stuði í Reykjavík að ég verð að segja Bamboleo með Gypsy Kings.“ Natalie G. Gunnarsdóttir, plötusnúður FÖSTUDAGSLAGIÐ „Tilfinningin þegar maður kemur inn á svæðið er að maður sé kom- inn inn í annað land þar sem allt getur gerst,“ segir listamaðurinn Ingimar Oddsson en hann blæs til ævintýrahátíðar í Vesturbyggð með svokölluðu gufupönksþema. „Við verðum með landamæraverði sem munu selja vegabréf með upp- lýsingum um hátíðina sem hægt er að fá stimpla í, þetta verður mjög skemmtilegt,“ segir Ingimar, en hátíðin er eins konar hlutverkaleik- ur. „Vesturbyggð breytist í stærsta leiksvið í heimi og allir sem þar eru, bæði leikarar og áhorfendur, taka þátt í hlut verka leik þar sem við njót- um tilverunnar saman og tökum þátt í alls kyns skemmtunum, leiksýning- um og tónleikum.“ Á hátíðinni verður einnig hægt að finna veglegan markað þar sem alls kyns vörur tengdar gufupönki verða til sölu. „Síðan ætlum við að setja upp smá sirkus og verðum þar með viðundrasýningu,“ segir Ingi- mar, sem leggur gríðarlega vinnu í hátíðina. Ævintýralandið ber nafnið Bíldalía og hefur Ingimar meira að segja búið til fána fyrir landið. - bþ Ævintýralandið Bíldalía í Vesturbyggð Ingimar Oddsson býður fólki til ævintýralands Bíldalíu þar sem mörk skáldskapar og raunveruleika verða óljós. Gufupönk er íslensk þýðing á ensku liststefnunni Steam- punk en stefnan á rætur sínar að rekja til vísindaskáldsagna gufualdar þar sem nútíma- tækni er sett í umgjörð nítjándu aldar. Stefnan er undir sterkum áhrifum frá Viktoríutímabilinu og er nokk- urs konar túlkun á draumum og framtíðarspám rithöfunda og listamanna Viktoríutíma- bilsins. ➜ Hvað er gufupönk? Lostastundin er ekki við hæfi barnanna Lostastundin, erótísk myndlistarsýning, opnar á laugardaginn í Kunstschlager. Þar má meðal annars sjá verk eft ir Steingrím Eyfj örð og Kristínu Ómarsdóttur. VERK Á SÝNINGUNNI eftir Steingrím Eyfjörð VERK Á SÝNINGUNNI eftir Kristínu Ómarsdóttur SÝNINGARSTJÓRARNIR Guðlaug Mia Eyþórsdóttir og Kristín Karólína Helgadóttir vilja fagna sumrinu, sem þær segja tíma ástarinnar. MYND/ÚR EINKASAFNI Þar kennir ýmissa grasa, og til sýnis verður allt frá skúffuerótík til hugmyndafræði- legra, erótískra verka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.