Fréttablaðið - 23.05.2014, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 23.05.2014, Blaðsíða 32
KYNNING − AUGLÝSINGSumar & Börn FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 20144 Bepanthen er alhliða græð-andi smyrsli og hentar sér-staklega vel fyrir bossa. Bep- anthen hentar þó einnig vel á þurr- ar hendur og fætur, á kuldabarðar kinnar og við varaþurrki svo dæmi séu nefnd,“ segir Steinunn Kr. Zóp- haníasdóttir, markaðsfulltrúi Be- panthen á Íslandi. Þeir sem þekkja Bepanthen tengja það gjarnan húð- umhirðu ungbarna. „Smyrslið var einmitt framleitt með viðkvæma húð ungbarnsins í huga, en hún er mun útsettari fyrir þurrki, roða og ertingu en húð fullorðinna,“ segir Steinunn og bendir á að Be panthen inniheld- ur efnið dexpant enol sem breytist í B5-vítamín í frumum húðarinnar og ýtir undir endurnýjun og uppbygg- ingu húðarinnar. Steinunn segist hafa fengið mjög jákvæð viðbrögð og reynslusögur af smyrslinu. „Margir foreldrar hafa lýst ánægju sinni með jákvæð áhrif Bepanthen á húð barna á bleyjusvæðinu.“ Steinunn segir Bepanthen- smyrslið græða mjög vel rauða og erta húð en einnig megi nota smyrsl- ið til að fyrirbyggja slíkt. „Ástæðan er sú að kremið myndar varnarskjöld sem ver fyrir áreiti undir bleyjunni á borð við hægðir, þvag, raka og nún- ing. Á sama tíma nær húðin alltaf að anda sem er mjög mikilvægt,“ út- skýrir Steinunn og segir suma nota smyrslið með góðum árangri á krón- ísk sár, meðal annars í munnvikum og á exem. „Í nágrannalöndunum er Bepanthen töluvert notað sem með- ferð eftir húðflúrun, en einnig á við- kvæmar geirvörtur eftir brjóstagjöf, svo notkunarsviðið er mjög breitt.“ Steinunn er menntuð ljósmóðir og mælir með Bepanthen fyrir litlu krílin. „Bepanthen er ilmefnalaust og inniheldur ekki rotvarnarefni, litar- efni né paraben. Auðvelt er að bera smyrslið á og það hverfur fljótt inn í húðina.“ Bepanthen er klínískt próf- að og framleitt af hinu virta alþjóð- lega fyrirtæki Bayer HealthCare. Smyrslið fæst í apótekum. Margir foreldrar hafa lýst ánægju sinni með jákvæð áhrif Bepanthen á húð barna á bleyjusvæðinu. Græðir og ver viðkvæma bossa Bepanthen® er alhliða græðandi smyrsli sem veitir húðinni vörn gegn utanaðkomandi áreiti. Steinunn er menntuð ljósmóðir og mælir með Bepanthen fyrir litlu krílin. Þegar ferðast er með börn og ung-linga í útilegum getur verið gott að grípa til ýmissa útileikja til að hreyfa kroppinn, drepa tímann eða bara til að hrista fólk saman. Endalausir mögu- leikar eru í boði og hugmyndaflugið nán- ast eina fyrirstaðan þegar kemur að úti- leikjum. Það er engin hindrun þótt börn og unglingar séu á ólíkum aldri og auð- vitað geta foreldrar, afar og ömmur líka tekið þátt. Skátar hafa löngum verið leikjaglað- ir og inni á vef Bandalags íslenskra skáta má finna lista yfir fjölda leikja og verk- efna sem hægt er að grípa til í útilegum. Nanna Guðmundsdóttir, verkefnastjóri hjá bandalaginu, segir mestu máli skipta að vera ekki að flækja hlutina að óþörfu. „Yfirleitt er hægt að setja upp leiki hvar og hvenær sem er, jafnt með fámennum hópi eða fjölmennum. Það hjálpar til að skipuleggja sig fyrir brottför ef nota þarf einhver tæki og tól en það er ekki nauð- synlegt.“ Sem dæmi um einfalda leiki sem henta minni hópum nefnir hún klassíska leiki eins og köttur og mús, stórfiskaleik og að hlaupa í skarðið. „Köttur og mús var í miklu uppáhaldi hjá mér þegar ég var yngri. Þá mynda þátttakendur hring og haldast í hendur. Einn er músin og annar er kötturinn þar sem annar byrjar inni í hringnum en hinn stendur fyrir utan. Leik- urinn gengur út á að kötturinn reynir að ná músinni en þeir sem mynda hring- inn geta lyft höndum upp og niður til að hleypa kettinum og músinni inn og út.“ Stórfiskaleikur byggist á svæði með tveimur endalínum. Á annarri endalín- unni reynir hópurinn að hlaupa yfir en einn er í miðjunni sem hefur það hlutverk að klukka sem flesta. Þeir sem eru klukk- aðir bætast í hópinn og reyna að klukka fleiri. Að hlaupa í skarðið er einfaldur leik- ur þar sem hópurinn myndar hring með því að haldast í hendur. „Einn þátttakandi byrjar fyrir utan hringinn. Hann hleyp- ur og slær einhvern í bakið eða rassinn og sá hinn sami hleypur í öfuga átt og síðan keppast þeir við að fylla í skarðið. Sá sem tapar hleypur af stað og slær í næsta og svo koll af kolli.“ Ratleikir einfaldir Ef um stærri hóp er að ræða er hægt að huga að öðrum leikjum. „Það er alltaf vin- sælt að setja upp boð- hlaup en sá leikur hentar fólki á öllum aldri. Þau eru líka þægi- leg því hægt er að laga þau að þátttakendum og aðstæðum hverju sinni. Hægt er að láta fólk hlaupa með egg í skeið sem haldið er á lofti með munn- inum. Einnig má láta liðsmenn halda á einum liðsfélaga sinna í kóngastól og þannig er raunar hægt að búa til enda- lausar útfærslur af þessum einfalda leik.“ Ratleikir eru líka skemmtileg lausn. „Það þarf ekki að taka langan tíma að skipuleggja ratleik með ýmsum þraut- um og skemmtilegum vísbendingum. Reyndar er alls ekki skilyrði að um stór- an hóp sé að ræða því hefðbundnar fjöl- skyldur geta einnig sett upp ratleiki. Þá má til dæmis hvetja börnin til að finna hluti í náttúrunni í einverjum ákveðn- um litum. Einnig má notast við stafróf- ið ef um eldri börn er að ræða. Slíkir leik- ir geta verið hvetjandi þegar draga þarf börn og unglinga út í göngutúr.“ Margar fjölskyldur taka einnig með ýmis útileik- föng í ferðalagið, til dæmis bolta, krikket, frisbídiska eða önnur leiktæki. „Svo er skyn- samlegt að taka með spila- stokk eða hefðbundið borð spil því veður breytist oft skjótt hér á landi. Það bjargar því oft miklu að geta gripið í spil inni í tjaldi eða ferðahýs- inu.“ Lista yfir fjölda leikja með nánari lýsingum má finna inni á vef Bandalags íslenskra skáta, www.skatamal.is. Leikir þurfa ekki að vera flóknir Það þarf ekki mikið hugmyndarflug til að skipuleggja útileiki með börnum og unglingum þegar farið er í útilegu. Ótal leikir eru í boði og skiptir engu hvort barnahópurinn er lítill eða stór. Á vef Bandalags íslenskra skáta má finna lista yfir marga skemmtilega og einfalda leiki. Bepanthen hentar ekki aðeins vel á mjúka barnabossa heldur einnig á þurrar hendur og fætur, á kulda- barðar kinnar og við varaþurrki. „Yfirleitt er hægt að setja upp leiki hvar og hvenær sem er, jafnt með fámennum hópi sem fjölmennum,“ segir Nanna Guðmundsdóttir, verkefnastjóri hjá Bandalagi íslenskra skáta. MYND/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.