Fréttablaðið - 23.05.2014, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 23.05.2014, Blaðsíða 24
FRÉTTABLAÐIÐ Tíska. Fataskápurinn. Kristín Lea Sigríðardóttir. Jóga. Götutískan í Cannes. Samfélagsmiðlar. 2 • LÍFIÐ 23. MAÍ 2014 HVERJIR HVAR? ÚTGÁFUFÉLAG 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 Ritstjórnarfulltrúi Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is Umsjón Marín Manda Magnúsdóttir marin@365.is ● Auglýsingar Atli Bergmann atlib@365.is Hönnun Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ● Forsíðumynd Stefán Karls Lífi ð www.visir.is/lifid IÐA-bókakaffi Vesturgata 2a 101 Rvk. opið til 22 alla daga. Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is Verslunin heitir eftir næststærstu eyju Breiðafjarðar, Öxney en hún er einmitt í eigu fjölskyldu Kötlu Guðrúnar. Einnig fæst fatamerki undir sama nafni í búðinni . Þ að er mjög gott að sjá loksins fyrir endann á þessu en þetta hefur verið mikil vinna og þá sérstaklega við að koma hús- inu í stand,“ segir Ingibjörg Þorvaldsdóttir, sem opnaði búðina Öxney ásamt Kötlu Guðrúnu Jónas- dóttur í gær. Öxney er bæði búð og fatamerki sem stöllurnar hafa verið með í burð- arliðnum síðan seinasta haust en hún er til húsa á Klapparstíg 40, í hús- næði sem áður hýsti verslunina Antík- muni í mörg ár. Ingibjörg og Katla hafa verið vinkonur lengi og kynntust er þær unnu báðar í versluninni Sautj- án. Búðin heitir eftir næststærstu eyju Breiðafjarðar, sem er einmitt í eigu fjölskyldu Kötlu. Ingibjörg er ekki ókunnug verslun- arrekstri hér á landi og hefur rekið búðirnar Oasis og Þrjá Smára í Kringl- unni og Smáralind en í þetta sinn lang- aði þær báðar að komast í miðbæinn. „Það er mikil gróska í miðbænum og var sko þrautin þyngri að finna hent- ugt húsnæði. Það var setið um hvert einasta pláss sem við höfðum augastað á þannig að það er greinilegt að það er mikil gróska í miðbænum. Þetta var draumahúsnæðið okkar en þegar við byrjuðum að leita var það ekki laust. Við létum samt eiganda antíkbúðarinn- ar fá númerin okkar ef ske kynni að hann hugsaði sér til hreyfings. Hann hringdi svo í febrúar og þá var ekkert annað í stöðunni en að kýla á þetta,“ segir Ingibjörg. Í versluninni verður þeirra eigið merki, Öxney, í lykilhlutverki. Merk- ið einblínir á klassíska kjóla sem henta við öll tækifæri. „Merkið er innlend framleiðsla og okkar hönnun. Einn- ig verðum við með merki eins og Ted Baker, Bolangaro Trevor, skart frá Koggu, Vera design og Skallagrim design, svo eitthvað sé nefnt.“ TÍSKA ÖXNEY Í MIÐBORGINA Þær Ingibjörg Þorvaldsdóttir og Katla Guðrún Jónasdóttir hafa stofnað fatamerki og búð undir nafninu Öxney. Báðar eru þær reynsluboltar í tískubransanum og lögðu mikið á sig við að fá draumahúsnæðið í miðbænum. Ingibjörg og Katla Guðrún, eigendur búðarinnar Öxn- eyjar sem er nýj- asta viðbótin í búðaflóru mið- bæjarins. Búðin skartar meðal annars 100 ára gömlu afgreiðslu- borði. HVER ER? Nafn? Steinunn Þórðardóttir. Aldur? 32 ára. Starf? Starfa sjálfstætt við kvikmynda- gerð, förðun, hár og sem gerva- hönnuður. Er líka jógakennari í Mjölni MMA. Maki? Hann er einhvers staðar að græja hvíta hestinn sinn. Stjörnumerki? Naut. Hvað fékkstu þér í morgunmat? Chia-graut með heimagerðri möndlumjólk, eplum, kanil, rist- uðum kókosflögum og kakónibb- um. Cappuccino með sömu góðu möndlumjólkinni. Uppáhaldsstaður? Vestfirðir. Get samt ómögulega gert upp á milli staða þar! En það er einhver óútskýrð og mögnuð orka í gangi þarna. Hreyfing? Jóga er í fyrsta sæti.Víkingaþrek- ið í Mjölni ómissandi partur af vikunni. Uppáhaldsfatahönnuður? Vivienne Westwood. Annars þurf- um við hérna á klakanum ekki að leita langt til að kaupa gott og flott hugvit. Jör, Aftur, Jet Korine, Heli- copter og Eygló. Uppáhaldsbíómynd? Skipti reglulega um uppáhalds- myndir. Þessa dagana er það Málmhaus, flott mynd sem ég er gríðarlega stolt af. Í hvernig borg viljum við búa? nefndist viðburður Samfylkingarinnar á Lofti Hos- teli sem fór fram síðasta þriðjudagskvöld en stúlkurnar í Reykjavíkurdætrum stigu á svið. Stemningin var góð á barnum og þar mátti meðal annars sjá vinkonurnar, listamennina og ofurfyrirsæturnar Kol- finnu Kristófersdóttur og Matt- hildi Lind Matthíasdóttur. Einn- ig lét Jóhanna Sigurðardóttir, fyrr- verandi forsætisráðherra, sig ekki vanta á viðburðinn. „Við stefnum hátt með þessar bækur. Ég er viðskiptafræðingur að mennt og hætti í vinnunni minni til að einbeita mér alfarið að þessu verkefni. Latibær byrjaði á sviði í náttfötunum og þau hafa aldeil- is náð langt,“ segir Hanna Kristín Skaftadóttir. Hún gefur út bækurnar fyrir börn með tal-og málþroskaraskan- ir undir heitinu MiMi Creat ions. Verkefnið er sannkallað fjölskyldu- verk þar sem Hjalti, maðurinn hennar, sér um að myndskreyta og söguhetjan, MiMi, er skírður í höfuðið á syni þeirra, Mikael, sem glímir við málhömlun. Tákn með tali byggist á einföld- um hreyfitáknum sem notuð eru á markvissan hátt til stuðnings töl- uðu máli. Hanna segir bækurn- ar gagnast öllum börnum en helst þeim sem glími við málhömlun og að auki tvítyngdum börnum og börnum með Downs-heilkenni. „Þetta er aðferðafræði sem flýtir fyrir og aðstoðar við mál- töku barna. Bækurnar eru þýdd- ar á fjögur tungumál og eru hinar einu sinnar tegundar í heiminum,“ segir Hanna Kristín, sem stendur fyrir úgáfufögnuði í húsakynnum Forlagsins við Fiskislóð næstkom- andi miðvikudag milli 16 og 18. BÆKUR LATIBÆR ER FYRIRMYNDIN Hanna Kristín Skaftadóttir stefnir hátt með barnabækur sínar um MiMi. Upphaflega réðst Hanna Kristín Skaftadóttir í að gera bækurnar vegna þess að sonur hennar, Mikael, glímir við málhömlun. Þau hafa gaman af því að lesa saman. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.