Fréttablaðið - 23.05.2014, Blaðsíða 24
FRÉTTABLAÐIÐ Tíska. Fataskápurinn. Kristín Lea Sigríðardóttir. Jóga. Götutískan í Cannes. Samfélagsmiðlar.
2 • LÍFIÐ 23. MAÍ 2014
HVERJIR
HVAR?
ÚTGÁFUFÉLAG 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000
Ritstjórnarfulltrúi Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is
Umsjón Marín Manda Magnúsdóttir marin@365.is ● Auglýsingar Atli Bergmann atlib@365.is
Hönnun Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ● Forsíðumynd Stefán Karls
Lífi ð
www.visir.is/lifid
IÐA-bókakaffi Vesturgata 2a 101 Rvk.
opið til 22 alla daga.
Ábendingahnappinn má
finna á www.barnaheill.is
Verslunin heitir eftir næststærstu eyju Breiðafjarðar,
Öxney en hún er einmitt í eigu fjölskyldu Kötlu Guðrúnar.
Einnig fæst fatamerki undir sama nafni í búðinni .
Þ
að er mjög gott að sjá loksins
fyrir endann á þessu en þetta
hefur verið mikil vinna og þá
sérstaklega við að koma hús-
inu í stand,“ segir Ingibjörg
Þorvaldsdóttir, sem opnaði búðina
Öxney ásamt Kötlu Guðrúnu Jónas-
dóttur í gær.
Öxney er bæði búð og fatamerki
sem stöllurnar hafa verið með í burð-
arliðnum síðan seinasta haust en hún
er til húsa á Klapparstíg 40, í hús-
næði sem áður hýsti verslunina Antík-
muni í mörg ár. Ingibjörg og Katla
hafa verið vinkonur lengi og kynntust
er þær unnu báðar í versluninni Sautj-
án. Búðin heitir eftir næststærstu eyju
Breiðafjarðar, sem er einmitt í eigu
fjölskyldu Kötlu.
Ingibjörg er ekki ókunnug verslun-
arrekstri hér á landi og hefur rekið
búðirnar Oasis og Þrjá Smára í Kringl-
unni og Smáralind en í þetta sinn lang-
aði þær báðar að komast í miðbæinn.
„Það er mikil gróska í miðbænum og
var sko þrautin þyngri að finna hent-
ugt húsnæði. Það var setið um hvert
einasta pláss sem við höfðum augastað
á þannig að það er greinilegt að það er
mikil gróska í miðbænum. Þetta var
draumahúsnæðið okkar en þegar við
byrjuðum að leita var það ekki laust.
Við létum samt eiganda antíkbúðarinn-
ar fá númerin okkar ef ske kynni að
hann hugsaði sér til hreyfings. Hann
hringdi svo í febrúar og þá var ekkert
annað í stöðunni en að kýla á þetta,“
segir Ingibjörg.
Í versluninni verður þeirra eigið
merki, Öxney, í lykilhlutverki. Merk-
ið einblínir á klassíska kjóla sem henta
við öll tækifæri. „Merkið er innlend
framleiðsla og okkar hönnun. Einn-
ig verðum við með merki eins og Ted
Baker, Bolangaro Trevor, skart frá
Koggu, Vera design og Skallagrim
design, svo eitthvað sé nefnt.“
TÍSKA ÖXNEY Í MIÐBORGINA
Þær Ingibjörg Þorvaldsdóttir og Katla Guðrún Jónasdóttir hafa stofnað fatamerki og búð undir nafninu Öxney. Báðar eru
þær reynsluboltar í tískubransanum og lögðu mikið á sig við að fá draumahúsnæðið í miðbænum.
Ingibjörg og Katla
Guðrún, eigendur
búðarinnar Öxn-
eyjar sem er nýj-
asta viðbótin í
búðaflóru mið-
bæjarins. Búðin
skartar meðal
annars 100 ára
gömlu afgreiðslu-
borði.
HVER ER?
Nafn?
Steinunn Þórðardóttir.
Aldur?
32 ára.
Starf?
Starfa sjálfstætt við kvikmynda-
gerð, förðun, hár og sem gerva-
hönnuður. Er líka jógakennari í
Mjölni MMA.
Maki?
Hann er einhvers staðar að græja
hvíta hestinn sinn.
Stjörnumerki?
Naut.
Hvað fékkstu þér í
morgunmat?
Chia-graut með heimagerðri
möndlumjólk, eplum, kanil, rist-
uðum kókosflögum og kakónibb-
um. Cappuccino með sömu góðu
möndlumjólkinni.
Uppáhaldsstaður?
Vestfirðir. Get samt ómögulega
gert upp á milli staða þar! En það
er einhver óútskýrð og mögnuð
orka í gangi þarna.
Hreyfing?
Jóga er í fyrsta sæti.Víkingaþrek-
ið í Mjölni ómissandi partur af
vikunni.
Uppáhaldsfatahönnuður?
Vivienne Westwood. Annars þurf-
um við hérna á klakanum ekki að
leita langt til að kaupa gott og flott
hugvit. Jör, Aftur, Jet Korine, Heli-
copter og Eygló.
Uppáhaldsbíómynd?
Skipti reglulega um uppáhalds-
myndir. Þessa dagana er það
Málmhaus, flott mynd sem ég er
gríðarlega stolt af.
Í hvernig borg viljum við búa? nefndist
viðburður Samfylkingarinnar á Lofti Hos-
teli sem fór fram síðasta þriðjudagskvöld
en stúlkurnar í Reykjavíkurdætrum stigu
á svið. Stemningin var góð á barnum og
þar mátti meðal annars sjá vinkonurnar,
listamennina og ofurfyrirsæturnar Kol-
finnu Kristófersdóttur og Matt-
hildi Lind Matthíasdóttur. Einn-
ig lét Jóhanna Sigurðardóttir, fyrr-
verandi forsætisráðherra, sig ekki
vanta á viðburðinn.
„Við stefnum hátt með þessar
bækur. Ég er viðskiptafræðingur
að mennt og hætti í vinnunni minni
til að einbeita mér alfarið að þessu
verkefni. Latibær byrjaði á sviði
í náttfötunum og þau hafa aldeil-
is náð langt,“ segir Hanna Kristín
Skaftadóttir.
Hún gefur út bækurnar fyrir
börn með tal-og málþroskaraskan-
ir undir heitinu MiMi Creat ions.
Verkefnið er sannkallað fjölskyldu-
verk þar sem Hjalti, maðurinn
hennar, sér um að myndskreyta
og söguhetjan, MiMi, er skírður í
höfuðið á syni þeirra, Mikael, sem
glímir við málhömlun.
Tákn með tali byggist á einföld-
um hreyfitáknum sem notuð eru á
markvissan hátt til stuðnings töl-
uðu máli. Hanna segir bækurn-
ar gagnast öllum börnum en helst
þeim sem glími við málhömlun
og að auki tvítyngdum börnum og
börnum með Downs-heilkenni.
„Þetta er aðferðafræði sem
flýtir fyrir og aðstoðar við mál-
töku barna. Bækurnar eru þýdd-
ar á fjögur tungumál og eru hinar
einu sinnar tegundar í heiminum,“
segir Hanna Kristín, sem stendur
fyrir úgáfufögnuði í húsakynnum
Forlagsins við Fiskislóð næstkom-
andi miðvikudag milli 16 og 18.
BÆKUR LATIBÆR ER FYRIRMYNDIN
Hanna Kristín Skaftadóttir stefnir hátt með barnabækur sínar um MiMi.
Upphaflega réðst Hanna Kristín Skaftadóttir í að gera bækurnar vegna þess að
sonur hennar, Mikael, glímir við málhömlun. Þau hafa gaman af því að lesa saman.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN