Fréttablaðið - 23.05.2014, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 23.05.2014, Blaðsíða 34
KYNNING − AUGLÝSING FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2014 Maturinn ætti að vera fjöl-breyttur og stundum ættu foreldrar að gefa sér tíma og leyfa börnunum að hjálpa til við eldamennskuna. Það þroskar þau og eflir fyrir framtíðina, fyrir utan að miklu skemmtilegra er að borða mat sem maður hefur sjálfur búið til. Um helgar ætti að vera tími til að elda saman, til dæmis í hádeginu. Hér eru nokkrar uppástungur fyrir börn á öllum aldri. Ostaeggjakaka Börn hafa gaman af að brjóta egg í skál. Er ekki upplagt að útbúa eggja- köku með þeirra hjálp? Eggjaköku er einfalt að útbúa og hægt að setja uppáhaldsáleggið sitt á hana. 2 egg 2 msk. vatn ¼ tsk. salt 1 msk. smjör til steikingar Fylling 2 msk. rifinn ostur 1 sneið kalkúnaálegg eða skinka ¼ smátt skorin rauð paprika Þeytið saman egg, vatn og salt. Setjið smjör á pönnu og þegar það byrjar að freyða er eggjahræran sett út á pönnuna. Látið blönduna þekja pönnuna. Setjið álegg- ið ofan á helminginn á kökunni og legg- ið hinn helminginn yfir þegar kakan fer að bakast. Leggið á disk og berið fram með rist- uðu brauði. Slöngupylsa Venjulega borðum við pylsu í pylsu- brauði en hér er önnur útfærsla. Brauðdeigið er vafið um pylsuna eins og um slöngu væri að ræða. 10 pylsur 2 dl hveiti 1 dl heilhveiti 1 tsk. lyftiduft ¼ tsk. salt 1 ½ dl mjólk 1 ½ dl rifinn ostur Blandið öllu saman í skál. Skipt- ið deiginu í tíu jafnstóra parta. Mótið hvern part í um það bil 1 cm þykka pylsu. Vefjið brauðinu utan um pyls- una og leggið síðan á bökunarpappír á ofnplötu. Bakið við 220°C í um það bil 10 mínútur eða þangað til deigið tekur lit. Ef fólk er í útilegu má hafa deig- ið tilbúið í plastpoka sem smáveg- is hveiti hefur verið sett í og síðan er deigið útbúið þegar komið er á stað- inn. Hægt að setja á grill í 10 mínút- ur eða elda yfir opnum eldi. Pönnukökuturn með kjötsósu Öll börn eru hrifin af pönnukökum. Hægt er að nota pönnukökurnar á annan hátt en með sykri eða rjóma. Pönnukökur eru ágætar með kjöti eða öðru matarkyns. Pönnukökudeig 2 dl hveiti 6 dl mjólk ½ tsk. salt 3 egg 2 msk. smjör Setjið allt í skál og hrærið vel þar til blandan er kekkjalaus. Kjötsósa 300 g nautahakk 1 laukur, smátt skorinn 1 msk. olía 2 msk. tómatpúrra 1 hvítlauksrif 1 tsk. salt ¼ tsk. pipar 1 tsk. óreganó 1 dl vatn Hitið olíu á pönnu og steikið lauk og hvítlauk. Bætið nautahakki á pönnuna og steikið en síðan er tóm- atpúrra sett út í. Loks er annað sem upp er talið sett saman við og sósan látin malla í að minnsta kosti 15 mín- útur. Hvít sósa 4 dl mjólk 2 msk. hveiti ½ tsk. salt ¼ tsk. pipar 3 dl rifinn ostur Setjið hveiti saman við smáveg- is mjólk. Hristið. Hitið mjólkina upp og hrærið hveitiblöndunni rólega saman við. Bragðbætið með salti og pipar. Þegar sósan er jöfn og fín er osturinn settur saman við og látinn bráðna. Bakið pönnukökurnar og setjið kjötsósu og hvíta sósu á milli þeirra. Rifnum osti er stráð yfir síð- ustu kökuna. Pönnukökuturninn er settur í 220°C heitan ofn í 10 mínútur eða þangað til osturinn er bráðinn. Matur fyrir börnin Börnum þykir skemmtilegt að hjálpa til í eldhúsinu og hafa meiri matarlyst fái þau að hjálpa til. Hér eru uppskriftir sem börn geta aðstoðað við að elda eftir. MUNUM EFTIR SÓLARVÖRN Á BÖRNIN Húð barna er viðkvæm fyrir sól. Á vefsíðunni foreldrahandbokin.is er að finna leiðbeiningar um sólar- vörn fyrir börn þar sem stuðst er við ráðleggingar bandarísku sam- takanna Environmental Working Group (EWG). Þegar velja á sólarvörn fyrir börn ætti að leita eftir vörn sem inniheldur sink, títandíoxíð og avobenzone eða mexyrol SX. Þá er mikilvægt að vörnin sé breiðvirk, vatnsheld og sé SPF 30 +. Klæðið börn einnig í ljósan fatnað en hann hitnar síður en dökkur fatnaður. Notið sólhatt þegar farið er á strönd og munið eftir sólhlíf á kerrur og vagna. Húð getur einnig brunnið þótt skýjað sé. Berið sólarvörn sérstaklega vel á andlit, eyru, herðar og bak. Notið vörn með háum styrk á þessi svæði (50 til 60). Forðist sólina yfir hádaginn þegar hún er sem sterkust. Pönnukökur má borða með kjötsósu í stað þess að hafa sultu og rjóma. Börn hafa gaman af að brjóta egg og því er upp- lagt að útbúa eggjaköku með þeim.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.