Fréttablaðið - 23.05.2014, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 23.05.2014, Blaðsíða 28
FRÉTTABLAÐIÐ Kristín Lea Sigríðardóttir. Jóga. Götutískan í Cannes. Samfélagsmiðlar. 6 • LÍFIÐ 23. MAÍ 2014 K ristín Lea Sigríðardótt- ir þreytti frumraun sína á hvíta tjaldinu í kvikmynd Baldvins Z, Vonarstræti, sem hlotið hefur einróma lof gagnrýnenda. Kristín Lea útskrifaðist úr Kvik- myndaskólanum árið 2011 en leiðir hennar og leikstjóra Vonarstræt- is lágu saman í lokaverkefni henn- ar frá skólanum þegar hún plat- aði Baldvin til þess að leikstýra út- skriftarmyndinni Takk fyrir mig. „Ég vissi í raun og veru ekki af til- vist Kvikmyndaskólans fyrr en ég var komin langt í framhaldsskóla en einhvern veginn stefndi ég samt alltaf í þessa átt. Áhugi minn liggur í kvikmyndagerð, ekki að- eins í leiklistinni,“ segir Kristín Lea, spurð út í áhugann á listinni. Talið berst að Vonarstræti en þar fer Kristín með hlutverk Agn- esar, eiginkonu Sölva, fyrrver- andi atvinnumanns í knattspyrnu og vonarstjörnu í bankalífinu, sem leikinn er af Þorvaldi Davíð Krist- jánssyni. Einvalalið leikara kemur að myndinni og ber hún hópn- um vel söguna. „Ég var alls ekki að setja mig á háan hest í þessum leikarahópi. Þetta er fyrsta kvik- myndin mín og það var ótrúlega gaman að geta fylgst með þessum leikurum og lært af þeim, ég lærði mjög mikið. Ég var í raun og veru bara á skólabekk í gegnum allt ferlið. Ég trúi því líka að maður sé alltaf að læra, maður er bara ekki orðinn leikari og svo búið. Það er aldrei þannig.“ Andlitið á átta metra skjá Kristín Lea segist alltaf hafa verið heldur gagnrýnin á sjálfa sig. Henni þótti skrítið að sjá sjálfa sig á hvíta tjaldinu og segist hafa átt erfitt með að horfa á myndina á köflum. „Það var mjög skrítið að sjá and- litið mitt á átta metra skjá fyrir framan mig og ég var algjörlega stjörf á forsýningunni. Ég naut mín ekki nógu vel á fyrstu sýning- unni og fór því aftur á myndina nokkrum dögum síðar. Þá fyrst gat ég horft á hana án þess að gagn- rýna sjálfa mig. Ég reyndi oft að minna mig á að þetta hlyti bara að vera gott úr því að leikstjórinn var ánægður. Ég ætti því frekar að hlusta á hann en mína innri gagn- rýni, enda gekk þetta líka allt svo fallega upp hjá honum.“ Reynir að sjá aldrei eftir neinu Kristín Lea er Keflvíkingur og ólst upp á Suðurnesjunum. Hún flutti norður eftir grunnskóla og hóf nám við Framhaldsskólann á Laugum. Á menntaskólaárunum var Kristín kosin Ungfrú Norð- urland og tók hún í kjölfarið þátt í Ungfrú Ísland. Hún segir þann tíma í lífi sínu hafa verið lærdóms- ríkan. „Ég hef alltaf tileinkað mér að sjá ekki eftir neinu, ég reyni frekar að læra af hlutunum. Þetta er þó ekki eitthvað sem ég myndi endilega endurtaka í dag. Mér finnst gott að líta á hlutina sem tækifæri og þarna opnaðist fullt af dyrum, sem er ótrúlega gaman.“ Í þessu samhengi bendir Krist- ín á að oft og tíðum sé valið í hlut- verk eftir ákveðnum staðalímynd- um. Hlutverk Agnesar í Vonar- stræti hefði til að mynda vel getað verið öðruvísi. „Það er mikið um „type-casting“ í leiklist en þá er að miklu leyti ráðið í hlut- verk eftir útliti. Ég er mjög þakk- lát fyrir þau hlutverk sem ekki eru þannig. Í byrjun myndarinn- ar er Agnes hálfpersónuleikalaus en þegar líður á fær hún að sýna þessi sterku karaktereinkenni sem KRISTÍN LEA SIGRÍÐARDÓTTIR VAR EKKI BARA UPP Á PUNT Í MYNDINNI Kristín Lea Sigríðardóttir er 26 ára Suðurnesjamær en hún fer með eitt af aukahlutverkunum í íslensku kvikmyndinni Vonarstræti sem frumsýnd var á dögunum. Vonarstræti er fyrsta kvikmynd Kristínar sem útskrifaðist úr Kvikmyndaskólanum fyrir þremur árum. Þar kynntist hún kærasta sínum, Vigfúsi Þormari Gunnarssyni, og á parið von á sínu öðru barni á allra næstu dögum. STARF Leikkona og kvikmyndagerðarkona ALDUR 26 ára HJÚSKAPARSTAÐA Sambúð Kristjana Arnarsdóttir kristjana@frettabladid.is ÉG MÓTA BODY FIRMING Ég viðheld teygjanleika húðarinnar. Byrjaðu bara á að bera mig reglulega á líkamann og þú helst flott og fitt. Frábært krem með góðum innihaldsefnum eins og Elastín, Kollagen og Pomegranate. Made in Italy www.master-line.eu Fæst í apótekum og Hagkaup
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.