Fréttablaðið - 23.05.2014, Blaðsíða 22
FÓLK|HELGIN
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug-
lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi
viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs-
ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal
Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434
Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512-5447
Hönnun: Silja Ástþórsdóttir
LISTAMENN Bjarki Sólmundarson og Anne Rombach safna fyrir löggiltu eldhúsi á Karolina fund en þau þróa matvörur úr jurtum.
ÆVINTÝRAMENNSKA Bjarki og Anne
eru að leggja lokahönd á smíði yurt.
HÁTÍÐ Á MORGUN Smíðin er í fullum
gangi og verður kynnt á hátíð Góðgresis
á morgun klukkan 16 við Listaháskóla Ís-
lands á Laugarnesvegi 91.
VÖLUNDARSMÍÐ Víða um heim býr fólk í yurt allan ársins hring. Bjarki og Anne ætla
til að byrja með að búa í tjaldinu í sumar. NORDICPHOTOS/GETTY
Það er ekki manni bjóðandi að leigja í dag, þess vegna fengum við hugmyndina.
Þetta er líka ævintýramennska.
Við erum að smíða yurt, eða
mongólskt tjald, sem við ætlum
að búa í í sumar. Það þarf að
hafa gaman af lífinu,“ segir
Bjarki Sólmundarson myndlist-
armaður en hann skipar mynd-
listarteymið Góðgresi, ásamt
Anne Rombach.
Tjaldið er völundarsmíð, það
samanstendur af timburgrind og
dúk og er grindin sett saman á
sérstakan hátt svo auðvelt sé að
taka tjaldið niður og flytja. Smíð-
in er í fullum gangi og munu
Bjarki og Anne gefa út leiðbein-
ingabækling um smíði yurta á
hátíð sem fram fer á morgun
klukkan 16 við LHÍ á Laugarnes-
vegi 91.
Tjaldsmíðin er þó ekki það
eina sem þau eru að fást við en
undanfarin tvö ár hefur Góð-
gresi þróað matvörur úr jurtum.
Síðasta sumar ferðaðist Góð-
gresi um landið með ferðaeld-
hús og matbjó úr hráefni sem
tínt var á staðnum og gaf, gegn
frjálsum framlögum gesta. Þau
verða einnig á ferðinni í sumar
og nú á að koma vörunum á
markað.
„Við notum hráefni eins og til
dæmis kerfil og njóla,“ útskýrir
Bjarki. „Við bæði búum til upp-
skriftir og söfnum uppskriftum
frá fólki og þannig opnast nýr
heimur á fjölbreyttri nýtingu
hráefna. Vörurnar sem við erum
tilbúin með á markað eru síróp,
pestó, kerfilsafi og ósykruð saft
úr berjum.“
Til að koma sér upp löggiltu
eldhúsi hefur Góðgresi hafið
fjármögnun gegnum Karolina
fund og mun standa fyrir gjörn-
ingum og uppákomum í sumar,
tengdum verkefninu. Hægt er að
fylgjast með Góðgresi á Face-
book.
BÚA Í MONGÓLA-
TJALDI Í SUMAR
GÓÐGRESI Bjarki Sólmundarson og Anne Rombach skipa myndlistarteymið Góð-
gresi. Þeirra bíður viðburðaríkt sumar en þau ætla sér að búa í mongólsku tjaldi
og þvælast um Austfirði með ferðaeldhús en Góðgresi þróar matvörur úr jurtum.
Ábendingahnappinn má finna á
www.barnaheill.is