Fréttablaðið - 23.05.2014, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 23.05.2014, Blaðsíða 22
FÓLK|HELGIN FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512-5447 Hönnun: Silja Ástþórsdóttir LISTAMENN Bjarki Sólmundarson og Anne Rombach safna fyrir löggiltu eldhúsi á Karolina fund en þau þróa matvörur úr jurtum. ÆVINTÝRAMENNSKA Bjarki og Anne eru að leggja lokahönd á smíði yurt. HÁTÍÐ Á MORGUN Smíðin er í fullum gangi og verður kynnt á hátíð Góðgresis á morgun klukkan 16 við Listaháskóla Ís- lands á Laugarnesvegi 91. VÖLUNDARSMÍÐ Víða um heim býr fólk í yurt allan ársins hring. Bjarki og Anne ætla til að byrja með að búa í tjaldinu í sumar. NORDICPHOTOS/GETTY Það er ekki manni bjóðandi að leigja í dag, þess vegna fengum við hugmyndina. Þetta er líka ævintýramennska. Við erum að smíða yurt, eða mongólskt tjald, sem við ætlum að búa í í sumar. Það þarf að hafa gaman af lífinu,“ segir Bjarki Sólmundarson myndlist- armaður en hann skipar mynd- listarteymið Góðgresi, ásamt Anne Rombach. Tjaldið er völundarsmíð, það samanstendur af timburgrind og dúk og er grindin sett saman á sérstakan hátt svo auðvelt sé að taka tjaldið niður og flytja. Smíð- in er í fullum gangi og munu Bjarki og Anne gefa út leiðbein- ingabækling um smíði yurta á hátíð sem fram fer á morgun klukkan 16 við LHÍ á Laugarnes- vegi 91. Tjaldsmíðin er þó ekki það eina sem þau eru að fást við en undanfarin tvö ár hefur Góð- gresi þróað matvörur úr jurtum. Síðasta sumar ferðaðist Góð- gresi um landið með ferðaeld- hús og matbjó úr hráefni sem tínt var á staðnum og gaf, gegn frjálsum framlögum gesta. Þau verða einnig á ferðinni í sumar og nú á að koma vörunum á markað. „Við notum hráefni eins og til dæmis kerfil og njóla,“ útskýrir Bjarki. „Við bæði búum til upp- skriftir og söfnum uppskriftum frá fólki og þannig opnast nýr heimur á fjölbreyttri nýtingu hráefna. Vörurnar sem við erum tilbúin með á markað eru síróp, pestó, kerfilsafi og ósykruð saft úr berjum.“ Til að koma sér upp löggiltu eldhúsi hefur Góðgresi hafið fjármögnun gegnum Karolina fund og mun standa fyrir gjörn- ingum og uppákomum í sumar, tengdum verkefninu. Hægt er að fylgjast með Góðgresi á Face- book. BÚA Í MONGÓLA- TJALDI Í SUMAR GÓÐGRESI Bjarki Sólmundarson og Anne Rombach skipa myndlistarteymið Góð- gresi. Þeirra bíður viðburðaríkt sumar en þau ætla sér að búa í mongólsku tjaldi og þvælast um Austfirði með ferðaeldhús en Góðgresi þróar matvörur úr jurtum. Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.