Fréttablaðið - 23.05.2014, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 23.05.2014, Blaðsíða 37
FRÉTTABLAÐIÐ LÍFIÐ 23. MAÍ 2014 • 7 hún hefur. Þeir Baldvin leikstjóri og Biggi í handritinu [Birgir Örn Steinarsson] gerðu þetta mjög vel því það hefði verið svo auðvelt að hafa Agnesi bara upp á punt.“ Kynntist kærastanum í Kvikmyndaskólanum Kristín er í sambúð með Vigfúsi Þormari Gunnarssyni en parið kynntist í Kvikmyndaskólan- um. Saman eiga þau hinn tveggja ára Jökul og nú er annar drengur væntanlegur á allra næstu dögum. Þau hafa komið sér fyrir í Hafn- arfirði en þaðan eru tengdafor- eldrarnir og stuttur akstur til for- eldranna í Keflavík. Vigfús starf- ar einnig við kvikmyndagerð og vann meðal annars að gerð Vonar- strætis. „Það var mjög þægilegt að hafa hann með mér í þessu, ég leit- aði mikið til hans og hann hjálpaði mér með hlutverkið á æfingum. Það var rosalega mikill stuðning- ur í honum. Ef ég var óörugg með eitthvað þá gat ég leitað til hans og ég var mjög þakklát fyrir það.“ Kristín er einkabarn en hún er sú eina innan fjölskyldunnar sem sótt hefur í leiklistina. „Ég kem í raun og veru ekki úr neinni leik- húsklíku svo maður hefur svolít- ið þurft að pota sér áfram sjálfur og taka áhættu með hitt og þetta. Fjölskylda mín styður ótrúlega vel við bakið á mér og mamma er allt- af ánægð fyrir mína hönd – líka yfir litlu sigrunum,“ segir Kristín og brosir. „Hún heldur stundum að ég sé sú eina í heiminum sem er að afreka eitthvað eins og til dæmis þegar ég fékk bílprófið. Hún var ofboðslega ánægð með mig.“ Elskar móðurhlutverkið Hvað varðar önnur verkefni í leik- listinni segir Kristín allt óljóst í þeim efnum enn sem komið er. „Ég er alltaf með eitthvað í sigt- inu en þetta er ótraustur bransi og maður dettur inn og út. Þann- ig er það bara. Mér finnst rosalega þægilegt að leyfa bara því að koma sem gerist næst og ég reyni sjald- an að ákveða neitt fyrir fram. Það hljómar kannski undarlega en ég er mjög dugleg að senda frá mér já- kvætt karma og ég trúi því að ef maður sendir frá sér eitthvað gott þá fái maður eitthvað gott til baka.“ Fram undan er fæðingarorlofið og segist Kristín ætla að nýta tím- ann heima fyrir í eitthvað skap- andi. „Þetta verður spennandi tími. Ég sit aldrei aðgerðarlaus og er alltaf að búa eitthvað til, hvort sem það eru ljóð eða leikrit.“ Hún segist líka hafa gaman að því að smíða og þegar blaðamaður spyr hana hvort hún sé handlagin svar- ar hún: „Við getum allavega orðað það þannig að ég á verkfærakass- ann á heimilinu.“ Kristín elskar móðurhlutverk- ið og bíður spennt eftir því að fjölskyldan stækki. „Mig hefði aldrei grunað hvað það getur gefið manni að verða móðir. Við sonur minn förum oft í göngutúra og svo skyndilega stoppar hann og bendir á eitt lítið blóm. Hann hefur kennt mér að stoppa, njóta og taka eftir því smáa í lífinu. Börn eru ótrú- lega skapandi og það er gaman að geta upplifað heiminn með þeirra augum. Þetta er yndislegt hlutverk – en ekki fleiri en tvö börn í bili,“ segir Kristín og hlær. Ég hef alltaf til- einkað mér að sjá ekki eftir neinu, ég reyni frekar að læra af hlutun- um. Þetta er þó ekki eitthvað sem ég myndi endilega endurtaka í dag. Myndaalbúmið Extra Repair Serum Hydrating Eye Cream Hydrating Face Cream Bisque Corrector NÝTT Warm Nude CC Cream SPF 35 Natural Creamy Concealer Kit Natural Foundation Stick Warm Natural Sheer Finish Pressed Powder Allir húðtónar geta notað þessa liti. Þá er hægt að vera með frá morgni til kvölds, við öll tækifæri. Pale Cream Eye Shadow* (augnháralínu að augabrún) Soft Buff Eye Shadow (augnlok)* Pink Bellini Sparkle Eye Shadow* (augnlok) Rich Caviar Eye Shadow* ((efri og neðri augnháralína) Espresso Ink Long-Wear Gel Eyeliner (efri augnháralína) Black Everything Mascara *NÝJA Nectar & Nude Eye Palette inniheldur ofangreinda liti. Mahogany Eye Shadow Beige Lip Liner Soft Coral Rich Lip Color NÝTT Nectar Lip Gloss Medium Bronzing Powder NÝTT Hibiscus Pot Rouge for Lips & Cheeks NÝTT Apricot Shimmer Brick Náðu förðuninni með NÝJU Nectar & Nude línunni Fjölskyldan saman í garðinum í fyrrasumar. ● Við útskriftina frá Kvikmyndaskólanum með viðurkenningu fyrir bestu myndina. ● Úr vonarstræti. ● Við Ólafur Darri við tökur á Djúpinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.