Fréttablaðið - 23.05.2014, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 23.05.2014, Blaðsíða 19
FÖSTUDAGUR 23. maí 2014 | SKOÐUN | 19 Forseti Eistlands, Toomas Hendrik Ilves, lét svo ummælt: „Allt sem skeð hefur síðan 1989 hefur mátt sjá fyrir á þeirri grunnforsendu að landa- mærum Evrópu verður ekki breytt með valdi, sem nú hefur verið fleygt út.“ Sú skoðun hefur verið útbreidd að með því að ógn myndi aldrei að stafa af Rússlandi væri varnarhlut- verk NATO úr sögunni. Í ljós kom hið gagnstæða þegar Pútín hóf aðgerðir í Úkraínu. En samheldni og virðing Atlantshafsbandalags- ins hafði laskast með stríðsað- gerðunum í Afganistan, Írak og Líbíu, sem voru feikilega kostn- aðarsamar í mannslífum og fjár- útlátum en án tilætlaðs árangurs. Var það tilgangur varnarbanda- lags að gerast alheimslögregla gegn hryðjuverkum? Aðildarríkjum Atlantshafs- bandalagsins fjölgaði úr 16 í 28 við að taka við fyrrverandi félagsríkjum Rússa. Stækkunar- ferlið, segir Sergei Lavrov, utan- ríkisráðherra Rússlands, að sé ný útgáfa af innilokunarstefn- unni gömlu. Það er skiljanlegt að Rússar taki það óstinnt upp að veldi þeirra hefur skropp- ið saman við að leppríkin orðin lýðfrjáls tóku sínar ákvarðanir í alþjóðlegu samstarfi. En hvað kemur Rússum það eiginlega við? Það minnir þann sem þetta skrifar á fyrri tíð þegar hann var sendiherra gagn- vart Póllandi og afhenti Lech Walesa, forseta og þjóðhetju, trúnaðarbréf sitt. Það var 1991 og voru Pólverjar ekki búnir að rjúfa svo tengsl sín við Rússa að þeir gætu gerst aðilar að NATO og ESB, svo sem síðar varð. Þetta afar eftirminnilega samtal sner- ist um lítið annað en vestræna samvinnu. Walesa tók fram með miklum þunga að Pólverjar einir réðu því að ganga sem fyrst í NATO og þá ESB. Í orðum hans lá að þeir þyldu enga afskiptasemi Rússa af sínum málum. Það stóð að sjálfsögðu ekki á því að heita Pólverjum fulltingi okkar. Slakað á boganum Nú þurfa NATO-ríkin sem fyrr að standa þétt saman. Við hljót- um að leggja áherslu á öryggi Íslands en þar hefur verið slakað á boganum. Taka ber til umræðu hina miklu hernaðaruppbyggingu Rússa á norðurslóðum, innan NATO og við Rússa. Öryggi Íslands hvílir ekki hvað síst á varnarsamningnum við Banda- ríkin og samstarfi við þá í NATO. Á ríkisleiðtogafundi NATO í Bretlandi í september verður vonandi áréttað að eina mark- mið bandalagsins er að tryggja öryggi þeirrar Evrópu sem er „heil, frjáls og í friði“. Það er markvert að vegna þró- unarinnar í Úkraínu gerðu Finn- ar í apríl sögulegan samning við NATO um hernaðarsamvinnu og varnarmál. Verður Finnum veitt- ur liðsauki komi til árásar og fyr- irhuguð eru kaup á nýjum orr- ustuþotum. Svíar og Finnar lýstu því yfir í maí að varnarsamstarf þeirra yrði aukið. Aukið átak í varnarmálum af hálfu Evrópu- landa verður væntanlega átaka- mál vegna brotthvarfs Banda- ríkjanna. Íslendingar þurfa að sýna hug í verki og styðja loft- rýmisgæslu NATO af fremstu getu. Það varðar öryggi landsins að Kínverjar sækjast eftir aðstöðu hér sem sýnilegum lið í lengri tíma fyrirætlunum. Á heima- slóðum leita þeir til yfirráða yfir auðlindum í Suður-Kínahafi í andstöðu við strandríkin. Tækið í þeim yfirgangi er hið risavaxna olíuríkisfyrirtæki CNOOC, sem hefur nú komið sér upp fyrsta borpallinum, sem starfsmaður fyrirtækisins kallaði „okkar fær- anlega þjóðarlandsvæði”. Það er nú lengst suður af Kína við smá- Varasöm tímamót eyju sem Víetnam gerir tilkall til. Þessar einhliða ráðstafanir Kínverja um yfirráð á opnu hafi hafa leitt til þess að Filipps- eyingar hafa samið við Bandaríkin um að opna þeim aftur hina miklu Subic Bay-herstöð. Leikhús fáránleikans Minna má á að við höfum þegar valið CNOOC sem 60% samstarfsaðila á Dreka- svæðinu, íslenska hlutanum við Jan Mayen. Inn í umræðuna um Kína hefur blandast misskilning- ur varðandi fríverslunarsamning við þetta hráefna-, orkugráðuga land sem náinn samstarfsaðila og fjárfesti. Stærð og landlega slíkra bandamanna, sem kann að vera draumsýn einhverra, er aðeins efni í leikhús fáránleik- ans. Mál manna er að illmögulegt sé að átta sig á þróuninni erlend- is og ekki síður stefnu Íslands, sé hún þá yfirleitt nokkur. Þar ræður miklu óvissan um stöð- una varðandi Ísland og ESB, sem meirihluti landsmanna vill tjá sig um í þjóðaratkvæði. Það mál birt- ist mér sem deilan um aðildina að NATO, minnisstæð okkur eldri kynslóðarfólki. Þá tók Sjálfstæð- isflokkurinn þá afgerandi forystu sem leiðtogar hans gátu veitt. Svo var einnig um aðildina að EFTA og EES-samninginn, í samstarfi við Alþýðuflokkinn. Sjálfstæðis- flokkur sá sem nú ber það nafn á lítið sammerkt með forveranum nema nafnið. Forseti Íslands hefur haldið fram þýðingu hins íslausa Norð- urskauts í friðsæld og án vopn- aðrar viðveru undir stjórn Norð- urskautráðsins. Væri vel að svo sé. En sú mikla hervæðing sem Pútín forseti boðar á skömmum tíma á heimskautssvæðum Rúss- lands minnir höfundinn á fyrri tíð þegar hann var fastafull- trúi í NATO í kalda stríðinu. Það sem nú er tilkynnt í Moskvu eru auk þess miklu þróaðri hergögn á láði, legi og lofti. Varnarleysi hefur ekki gagnað neinu ríki ef hættuástand brestur á en varn- irnar tryggðu áður friðinn. Það var galdurinn við árangursríkt samstarf í NATO en reyndar ekki án fyrirhafnar og fjárútláta. UTANRÍKISMÁL Einar Benediktsson fv. sendiherra túrmerik Þekkir þú Advania og Capacent bjóða til ráðstefnu þriðjudaginn 27. maí í Salnum Kópavogi. Farið verður yfir hvernig nýta má IBM Cognos og SPSS í greiningarvinnu innan fyrirtækja og stofnana, úrvinnslu á gagnagnó (Big Data), mobile lausnir sem byggja á Cognos og skyggnst verður í framtíðarsýn fyrir þessi öflugu greingartól. atvinnulífsins? Húsið opnar klukkan 8 með rjúkandi kaffi og volgum skinkuhornum. Dagskrá hefst klukkan 8.30 og stendur til hádegis. DAGSKRÁ 8.00 - 8.30 Skráning og léur morgunverður 8.30 - 9.20 Big Data and the new trends with Business Intelligence and Advanced Analytics Juha Teljo, Business Intelligence Solution Executive IBM Soware Group 9.20 - 10.00 Hagnýting Advanced Analytics á Íslandi Brynjólfur Borgar Jónsson, ráðgjafi hjá Capacent 10.00 - 10.20 Kaffihlé 10.20 - 10.50 Skýrslur og greiningar hvar og hvenær sem er Trausti Guðmundsson, Cognos ráðgjafi hjá Advania 10.50 - 11.30 Recent advances and future roadmap for Performance Management within IBM Cognos Torben Noer, WW Business Analytics Specialty Architects (BASA) Leader IBM Soware Group 11.30 - 12.00 Umræður og ráðstefnulok Aðgangur er ókeypis og öllum opinn meðan húsrúm leyfir. Skráning á www.advania.is eða capacent.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.