Fréttablaðið - 23.05.2014, Page 28

Fréttablaðið - 23.05.2014, Page 28
FRÉTTABLAÐIÐ Kristín Lea Sigríðardóttir. Jóga. Götutískan í Cannes. Samfélagsmiðlar. 6 • LÍFIÐ 23. MAÍ 2014 K ristín Lea Sigríðardótt- ir þreytti frumraun sína á hvíta tjaldinu í kvikmynd Baldvins Z, Vonarstræti, sem hlotið hefur einróma lof gagnrýnenda. Kristín Lea útskrifaðist úr Kvik- myndaskólanum árið 2011 en leiðir hennar og leikstjóra Vonarstræt- is lágu saman í lokaverkefni henn- ar frá skólanum þegar hún plat- aði Baldvin til þess að leikstýra út- skriftarmyndinni Takk fyrir mig. „Ég vissi í raun og veru ekki af til- vist Kvikmyndaskólans fyrr en ég var komin langt í framhaldsskóla en einhvern veginn stefndi ég samt alltaf í þessa átt. Áhugi minn liggur í kvikmyndagerð, ekki að- eins í leiklistinni,“ segir Kristín Lea, spurð út í áhugann á listinni. Talið berst að Vonarstræti en þar fer Kristín með hlutverk Agn- esar, eiginkonu Sölva, fyrrver- andi atvinnumanns í knattspyrnu og vonarstjörnu í bankalífinu, sem leikinn er af Þorvaldi Davíð Krist- jánssyni. Einvalalið leikara kemur að myndinni og ber hún hópn- um vel söguna. „Ég var alls ekki að setja mig á háan hest í þessum leikarahópi. Þetta er fyrsta kvik- myndin mín og það var ótrúlega gaman að geta fylgst með þessum leikurum og lært af þeim, ég lærði mjög mikið. Ég var í raun og veru bara á skólabekk í gegnum allt ferlið. Ég trúi því líka að maður sé alltaf að læra, maður er bara ekki orðinn leikari og svo búið. Það er aldrei þannig.“ Andlitið á átta metra skjá Kristín Lea segist alltaf hafa verið heldur gagnrýnin á sjálfa sig. Henni þótti skrítið að sjá sjálfa sig á hvíta tjaldinu og segist hafa átt erfitt með að horfa á myndina á köflum. „Það var mjög skrítið að sjá and- litið mitt á átta metra skjá fyrir framan mig og ég var algjörlega stjörf á forsýningunni. Ég naut mín ekki nógu vel á fyrstu sýning- unni og fór því aftur á myndina nokkrum dögum síðar. Þá fyrst gat ég horft á hana án þess að gagn- rýna sjálfa mig. Ég reyndi oft að minna mig á að þetta hlyti bara að vera gott úr því að leikstjórinn var ánægður. Ég ætti því frekar að hlusta á hann en mína innri gagn- rýni, enda gekk þetta líka allt svo fallega upp hjá honum.“ Reynir að sjá aldrei eftir neinu Kristín Lea er Keflvíkingur og ólst upp á Suðurnesjunum. Hún flutti norður eftir grunnskóla og hóf nám við Framhaldsskólann á Laugum. Á menntaskólaárunum var Kristín kosin Ungfrú Norð- urland og tók hún í kjölfarið þátt í Ungfrú Ísland. Hún segir þann tíma í lífi sínu hafa verið lærdóms- ríkan. „Ég hef alltaf tileinkað mér að sjá ekki eftir neinu, ég reyni frekar að læra af hlutunum. Þetta er þó ekki eitthvað sem ég myndi endilega endurtaka í dag. Mér finnst gott að líta á hlutina sem tækifæri og þarna opnaðist fullt af dyrum, sem er ótrúlega gaman.“ Í þessu samhengi bendir Krist- ín á að oft og tíðum sé valið í hlut- verk eftir ákveðnum staðalímynd- um. Hlutverk Agnesar í Vonar- stræti hefði til að mynda vel getað verið öðruvísi. „Það er mikið um „type-casting“ í leiklist en þá er að miklu leyti ráðið í hlut- verk eftir útliti. Ég er mjög þakk- lát fyrir þau hlutverk sem ekki eru þannig. Í byrjun myndarinn- ar er Agnes hálfpersónuleikalaus en þegar líður á fær hún að sýna þessi sterku karaktereinkenni sem KRISTÍN LEA SIGRÍÐARDÓTTIR VAR EKKI BARA UPP Á PUNT Í MYNDINNI Kristín Lea Sigríðardóttir er 26 ára Suðurnesjamær en hún fer með eitt af aukahlutverkunum í íslensku kvikmyndinni Vonarstræti sem frumsýnd var á dögunum. Vonarstræti er fyrsta kvikmynd Kristínar sem útskrifaðist úr Kvikmyndaskólanum fyrir þremur árum. Þar kynntist hún kærasta sínum, Vigfúsi Þormari Gunnarssyni, og á parið von á sínu öðru barni á allra næstu dögum. STARF Leikkona og kvikmyndagerðarkona ALDUR 26 ára HJÚSKAPARSTAÐA Sambúð Kristjana Arnarsdóttir kristjana@frettabladid.is ÉG MÓTA BODY FIRMING Ég viðheld teygjanleika húðarinnar. Byrjaðu bara á að bera mig reglulega á líkamann og þú helst flott og fitt. Frábært krem með góðum innihaldsefnum eins og Elastín, Kollagen og Pomegranate. Made in Italy www.master-line.eu Fæst í apótekum og Hagkaup

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.