Fréttablaðið - 31.05.2014, Page 10
31. maí 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 10
KJARAMÁL „Það hefur ekki reynst
næg samstaða um launalínuna
sem var mótuð í desembersamn-
ingunum.
Því er ekki að neita að ýmis
stéttarfélög, þá sérstaklega á
opinbera markaðnum, hafa lagt
til atlögu við þá línu sem mörk-
uð var,“ segir Þorsteinn Víglunds-
son, framkvæmdastjóri Samtaka
atvinnulífsins.
Hann tiltekur sérstaklega
samninga BHM við sveitarfélögin
og samninga sem gerðir hafa
verið við grunn- og framhalds-
skólakennara.
Miðstjórn Alþýðusambands
Íslands heldur því fram að til-
raun sem gerð var fyrir áramót
með kjarasamningum ASÍ við
Samtök atvinnulífsins hafi mis-
tekist. Tilgangurinn hafi verið að
skapa breiða samstöðu sem ætlað
hafi verið að stuðla að stöðugleika
í gengi og verðlagi. Samið hafi
verið um 2,8 prósenta hækkun
auk sérstakra hækkana á lægstu
laun. Stórir hópar hafi komið og
samið um allt annað og meira en
talið var að væri til skiptanna í
kringum áramótin. Til sögunnar
nefnir ASÍ kennarasamningana
og samninga flugmanna við Ice-
landair.
Þorsteinn segir rangt að til-
raunin hafi mistekist.
„Ef við horfum á stóru mynd-
SAMSTAÐA Samtök atvinnulífsins segja að tekist hafi að koma í veg fyrir víxlhækkun launa og
verðbólgu. ASÍ segir að mistekist hafi að skapa breiða samstöðu um stöðugleika. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
30%
Samningar
sveitar félaga og
ríkis við kennara.
8%
Samningar fl ug manna
við Icelandair.
2,8%
Samn ingar aðildar-
félaga ASÍ við SA.
ina þá var verkefnið að ná breyt-
ingum á þeim vítahring sem við
höfum verið föst í, það er víxl-
hækkunum launa og verðbólgu.
Það hefur tekist,“ segir Þorsteinn
og bendir á að verðbólga hafi
verið undir 2,5 prósenta verð-
bólguviðmiði Seðlabanka Íslands
undanfarna mánuði.
„Það eru vissulega undantekn-
ingar þar sem ákveðnir hópar
hafa samið um meira en var gert
í desember. Það grefur undan
samstöðunni,“ segir Þorsteinn
og bætir við að verkefnið í næstu
lotu sé að finna sameiginlega lausn
sem raskar ekki grunnforsendum
kjarasamninga og viðheldur stöð-
ugleika.
Karl Björnsson, framkvæmda-
stjóri Sambands íslenskra sveitar-
félaga, neitar því að tilraunin hafi
mistekist. Hann segir að það hafi
myndast tækifæri til að semja við
grunnskólakennara eftir að fram-
haldsskólakennarar sömdu við
ríkið.
„Það var búið að vinna lengi að
þeim kerfisbreytingum sem samd-
ist um og við vissum allan tímann
að þær myndu þýða ákveðnar
launahækkanir fyrir kennara,“
segir Karl og segir að aðrir samn-
ingar, sem sveitarfélögin hafa
gert, séu í takt við samninga ASÍ
við SA.
„Aðrir samningar en kennara-
samningarnir eru í sama anda og
ASÍ-samningarnir. Menn verða að
hafa í huga þegar þeir eru að meta
samninga hvað þeir eru gerðir til
langs tíma.“ johanna@frettabladid.is
Hækkun launa
N r Hyundai i10 4G Wi–Fi
Verðlaunab ll fr 1.990.000 kr.
Hyundai – Kauptúni 1 – Beint á móti IKEA – Sími: 575 1200
www.hyundai.is – www.facebook.com/hyundai.is
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
6
2
9
6
5
N i b llinn er Hyundai*M
ið
að
v
ið
u
pp
ge
fn
ar
tö
lu
r f
ra
m
le
ið
an
da
Minnsti skemmtistaður heimi
N r Hyundai i10 hefur unnið til 10 verðlauna s ðastliðnum fj rum m nuðum og er n efa einn
skemmtilegasti sm b llinn markaðnum. Með fullkominni 4G Wi–Fi tengingu geta farþegar auðveldlega
breytt i10 minnsta skemmtistað heimi og sent beint fr skemmtilegum b lt r með g ðum vinum.
Gerðu eitthvað skemmtilegt!
5 ra byrgð
takmarkaður akstur
Hyundai i10 – eldsneytisnotkun: 4,7 l/100 km bl nduðum akstri*
Hyundai i10 er tengdur dreifikerfi
S mans um land allt
N r iPad
Mini fylgir
llum n jum
Hyundai i10
Kaupauki!
Fyrsti b llinn markaðnum
með Wi–Fi tengingu
• 4G Wi–Fi tenging
• ESP st ðugleikast ring
• ABS hemlar með EDB hemlaj fnun
• 6 loftp ðar
• Upphituð sæti og leðurst ri
• Aksturst lva
• Þokulj s
• ISO-fix barnab lst lafestingar
GE bílar
Reykjanesbæ
www.bilahusid.is
420 0400
Bílasalan Bílás
Akranesi
www.bilas.is
431 2622
Bílasala Akureyrar
Akureyri
www.bilak.is
461 2533
Bílaverkstæði Austurlands
Egilsstöðum
www.bva.is
470 5070
IB ehf.
Selfossi
www.ib.is
480 8080
OPIÐ DAG, LAUGARDAG FR 12-16
Hafa gert atlögu að
samstöðu á vinnumarkaði
Alþýðusambandið segir að tilraunin til að semja um hóflegar kauphækkanir og stöðugleika hafi mistekist.
Samtök atvinnulífsins segja það rangt en benda á að nokkrir hópar hafi þó samið um meira en ASÍ-félögin.
SVÍÞJÓÐ Háttsettur sænskur lög-
reglumaður segir sænsku lög-
regluna ekki nýta sér nægilega
vel tækifæri til að leysa sakamál.
Í viðtali við sænska ríkisútvarp-
ið segir yfirmaðurinn, Göran
Görtzen, lögregluna geta fengið
upplýsingar um afbrotamenn
vegna samvinnu við Holland og
Finnland. DNA-sýni af vettvangi
glæps eru þá send til fyrrnefndra
landa. Biðja verður síðan sérstak-
lega um upplýsingarnar. Það hafi
sænska lögreglan aðeins gert í 61
tilfelli af 193 þegar hægt hefur
verið að tengja sýni við ákveðinn
einstakling. - i bs
Gagnrýnir lögreglumenn:
Vannýtir tæki-
færi í málum
NÁTTÚRA Alls fundust 4.790 hrein-
dýr í vetrartalningu hreindýra á
Austurlandi í mars. Áætlanir Nátt-
úrustofu Austurlands um fjölda
dýra stóðust prýðilega en talið var
frá Suðursveit norður í Þistilfjörð.
Aðeins munaði 40 dýrum á töldum
dýrum miðað við áætlanir.
Ráðnir voru staðkunnugir
hreindýramenn til að telja og
réðu þeir sér aðstoðarmenn þar
sem þess þurfti. Auk þess sá
Náttúrustofan um að telja nokkra
stóra hópa úr flugvél.
Þegar talningarnar eru bornar
saman í gegnum tíðina sést að
aðalbreytingarnar eru fjölgun
dýra norðan Jökulsár á Dal og
sunnan Stöðvarfjarðar á kostnað
Jökuldals og Fljótsdals. - shá
Áætlaður fjöldi stóðst:
4.790 hreindýr
talin eystra