Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.05.2014, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 31.05.2014, Qupperneq 16
31. maí 2014 LAUGARDAGURSKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason, kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 SPOTTIÐ AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Að morgni kjördags eru úrslitin að sjálfsögðu ekki gefin. En reikna má með að talning atkvæða í kvöld staðfesti í höfuðdráttum kannanir síðustu daga. Þegar almennar ályktanir fyrir landsmálapólitíkina eru dregnar af úrslitum sveitarstjórnarkosn- inga eru ákveðnir fyrirvarar nauð- synlegir sakir þess hversu ólíkar aðstæður geta verið frá einu sveit- arfélagi til annars. Eigi að síður má nú eins og endranær lesa úr atkvæðaseðlunum skilaboð kjós- enda til ríkisstjórnarinnar. Það á sérstaklega við um Reykjavík. Við kjör á Evrópuþingið í síðustu viku urðu f lokkar sem andvíg- ir eru Evrópu- samstarfinu stærstu flokk- arnir í Bretlandi, Frakklandi og Danmörku. Kjósendur voru að senda sterk skilaboð. Að vísu fengu aðrir flokkar ríflega tvo þriðju hluta atkvæðanna. En það breytir ekki hinu að þetta voru söguleg tíðindi; einkum þó í Bret- landi. Forsætisráðherrar Norðurlanda ræddu þessi jarðskjálftaúrslit á fundi sínum á Mývatni í vikunni. Okkar ráðherra sagði þau „gefa til- efni til þess að íhuga hvort gera þurfi hlutina öðru vísi“. Jafnframt benti hann á „að rót vandans væru þeir erfiðleikar sem Evrópusambands- löndin hafi gengið í gegnum“. Hann bætti við „að menn sæju ekki alveg fyrir sér að það leystist á næstunni, en þó væri þeim mun meiri ástæða til þess að fólk upplifði það að verið væri að vinna í hlutunum“. Á að gera hlutina öðruvísi? Segja má að forsætisráðherra hafi hitt naglann á höfuðið þegar hann greinir skilaboð kjósenda í Evrópukosningunum á þennan veg. Kreppan á Íslandi varð dýpri en í flestum aðildar- ríkjum Evrópusambandsins. Margt hefur áunnist en menn sjá þó ekki enn fyrir lausn vandans hér frem- ur en þar. Rétt eins og aðrir Evr- ópubúar þurfa Íslendingar líka að upplifa að verið sé að vinna í hlut- unum. Þegar atkvæði hafa verið talin í kvöld er rökrétt að bera niður- stöðurnar saman við þessa grein- ingu forsætisráðherra. Atkvæða- tölurnar munu einfaldlega segja sína sögu um það hvort kjósend- ur upplifa veruleikann á þann veg að verið sé að vinna í hlutunum og hvort tilefni sé til að gera þá öðru vísi. Komi stjórnarflokkarnir vel út úr kosningunum í heild verður lítið tilefni til að íhuga hvort fara eigi aðrar leiðir að settu marki. Verði stjórnarflokkarnir aftur á móti fyrir miklu áfalli hlýtur sú spurn- ing að vakna. Forsætisráðherra þarf þá að svara rétt eins og leið- togar aðildarríkjanna hvað það er sem hann telur að kjósendur vilji gera með öðrum hætti. Álitamálið er hvar draga á línuna milli góðra úrslita og slæmra. Ekki er sanngjarnt að nota nákvæmlega sama pólitíska jarðskjálftamæli eins og í Evrópukosningunum. Þá þyrfti stjórnarandstaðan ekki að fá nema tæplega þriðjung atkvæða til að segja mætti að tilefni væri fyrir ríkisstjórnina að gera hlutina öðru vísi. Allir sjá að það væri fráleitt. Í ljósi þess að stjórnarflokkar sigla jafnan mótvind þegar erf- iðleikar steðja að er rétt að gera vægari kröfur um árangur í dag. En fari samanlagt fylgi stjórnar- flokkanna niður fyrir fjörutíu af hundraði á landinu öllu verður sú íhugun varla umflúin sem forsætis- ráðherra taldi að úrslitin í Evrópu- kosningunum hefðu gefið tilefni til. Forsætisráðherra hittir naglann á höfuðið Þegar kreppan skall á í byrjun fjórða áratugar síðustu aldar hleyptu þær aðstæður nýju lífi í þjóðernishyggju og verndar- stefnu af ýmsu tagi. Eftir á skildu menn að þær þjóðir urðu verst úti sem lengst gengu til móts við þær einföldu lausnir tíðarandans. Ísland festist til að mynda lengur í höft- um en aðrar þjóðir og varð af þeim sökum lengi eftirbátur annarra. Kosningaúrslitin í Evrópu nú sýna að boðskapur þjóðernis- popúlisma og verndarstefnu, einkum gagnvart útlendingum, fær hljómgrunn eins og í kjölfar heims kreppunnar miklu. Þau við- brögð eru hins vegar jafn misráðin nú og þá. Rótleysið í pólitíkinni hér virðist meðal annars eiga rætur í því að fólk hefur ekki gert upp við sig hvort það á að súpa á þessu gamla víni sem nú er reitt fram á nýjum belgjum. Í þingkosningunum 2009 fékk VG næstum sama fylgi og sumir sigurvegaranna í Evrópukosning- unum nú. Ári síðar kusu Reyk- víkingar leikara í trúðsgervi sem borgarstjóra. Af því hlaust þó ekkert stórslys. Í fyrra varð Framsókn svo fyrsti flokkurinn í Evrópu af þjóðernispopúlistísku tagi sem náði forystu í ríkisstjórn. Og fyrir viku ákvað flokkurinn að skerpa þá ímynd með því að sá smá efahyggju í garð mosku íslam- ista. Nokkrir þungavigtarmenn í Sjálfstæðisflokknum hafa síðan gert góðan róm að baráttuaðferð Framsóknar. Allt að einu liggur skýringin á þeim úrslitum, sem væntanlega bíða sjálfstæðismanna í Reykja- vík í nótt, fremur í því dýra verði sem ríkisstjórnarsamstarf- ið við Framsókn var keypt en í borgarstjórnar framboðinu sjálfu. Rótlaus pólitík KJÓSUM JÖFNUÐ OG RÉTTLÆTI! FYRIR FÓLKIÐ Í LANDINU! Á form Vísis hf. um að loka fiskvinnslu fyrirtækisins á Þingeyri, Húsavík og Djúpavogi og færa alla starf- semina til Grindavíkur eru að líkindum toppurinn á ísjaka sem er næsta hagræðingarhrina í íslenzkum sjávarútvegi. Í tveimur fréttaskýringum í Fréttablaðinu fyrr í vikunni var fjallað um líklega þróun á næstu árum. Því er spáð að þörf fyrir mannskap í sjávarútveginum minnki eða breytist að minnsta kosti; þannig segir Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Íslenzka sjávar- klasans, að líkast til muni hluti mannaflans á fiskiskipum færast yfir á olíuleitar- og þjónustuskip, en fiskvinnslufólk færa sig yfir í fiskeldi eða fullvinnslu. Útgerðum muni fækka, en engu að síður muni útgerðarfyrirtæki á heimsmælikvarða verða á ýmsum stöðum á landinu og þar muni byggð og atvinnustarfsemi blómstra. „Þetta eru eðlilegar breytingar sem verða að fá að eiga sér stað að mínu mati,“ segir Þór og telur að ríkið eigi ekki að reyna að hafa áhrif á þróunina. Það er ein forsenda þess að íslenzkur sjávarútvegur verði áfram hagkvæm og öflug útflutn- ingsatvinnugrein að framsal á kvóta verði frjálst, þannig að fiskurinn sé veiddur og unninn hjá þeim fyrirtækjum sem gera það með hagkvæmustum hætti. Hugmyndir um að binda kvótann við einstök byggðarlög, eins og hafa komið upp enn einu sinni í umræðunum um skipulagsbreyt- ingar Vísis hf., myndu þýða minni hagkvæmni, minni verðmæta- sköpun og á endanum minni vinnu fyrir samfélagið í heild. Samt er það rétt sem Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor segir í umfjöllun Fréttablaðsins, að látið var undir höfuð leggjast að gera rækilega úttekt á áhrifum kvótakerfisins á byggða- og sam- félagsþróun í landinu þegar því var komið á. Afleiðingarnar virðast að einhverju leyti koma stjórnvöldum á óvart; samt liggur í augum uppi að kerfið auðveldar hagræðingu og sameiningu fyrirtækja í sjávarútvegi, sem er líka krafan vegna harðari samkeppni á alþjóð- legum mörkuðum. Spurningin er hvernig eigi að bregðast við. Þóroddur Bjarnason, prófessor við Háskólann á Akureyri og stjórnarformaður Byggðastofnunar, er þeirrar skoðunar að núverandi byggðaaðgerðir í fiskveiðistjórnunarkerfinu; byggða- kvóti, línuívilnun, strandveiðar og annað slíkt, dugi skammt. Hann leggur til eins konar millileið um að afnema þessa „potta“ en binda hluta kvótans í staðinn við landshluta, þar sem framsal yrði frjálst innan svæðisins og þar með viðurkennt að ekki sé raunhæft að fiskvinnsla verði rekin á öllum stöðum þar sem hún er nú, en fólk gæti sótt atvinnu til öflugra útgerðar- og vinnslufyrirtækja á svæðinu. Þetta er hugmynd sem sjálfsagt er að sé skoðuð rækilega með tilliti til þess hvaða áhrif hún myndi hafa á hagkvæmni og alþjóð- lega samkeppnisfærni sjávarútvegsins. Líkleg niðurstaða af því er reyndar að þau áhrif séu neikvæð. Sennilega er tímabært að horfast í augu við að það munu ekki allir staðir, sem í dag lifa á sjávarútvegi, gera það til langframa. Mótvægisaðgerðir stjórn- valda eiga þá fremur að snúast um að byggja þar upp arðbæran rekstur af öðru tagi, til dæmis í ferðaþjónustu, en að streitast áfram við af veikum mætti að viðhalda útgerð og vinnslu á öllum stöðum þar sem hún er stunduð í dag. Næsta hagræðingarhrina í sjávarútvegi framundan: Viðbrögð við stór- tækum breytingum Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.