Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.05.2014, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 31.05.2014, Qupperneq 26
31. maí 2014 LAUGARDAGUR| SKOÐUN | 26 Þau sem krefjast kurteis- legra samskipta verða að byrja á sjálfum sér. „Ef þú smælar framan í heim- inn þá smælar heimur- inn framan í þig.“ Sam- skiptaferlum borgarinnar við borgarbúa verður að breyta og hefja undirbún- ing mála fyrr í góðu sam- ráði og á jafnræðisgrunni. Hættum að hugsa og tala um borgina sem yfirvald. Við sem sitjum í borgar- stjórn eigum að treysta því að borg- arbúar þekki sitt nærumhverfi best og að þeir séu best til þess fallnir að leiða fram góðar breytingar. Lærum af mistökunum Við verðum að læra af mistökun- um. Engin borgarstjórn hefur efnt til jafn mikils ófriðar við borgar- búa og sú sem setið hefur undan- farin fjögur ár. Og kannski einmitt þess vegna hefur engin borgar- stjórn verið jafn upptekin af því að tengja sig friði og friðarást. Aldrei hafa mótmæli verið fjölmennari og háværari. Það vill gleymast að frelsi til að mótmæla og koma með þeim hætti fram sjónarmiðum sínum eru mikilvæg grundvall- armannréttindi sem ber að virða og nálgast af hóf- semd. Þegar um 70 þúsund undirskriftir voru afhentar í ráðhúsinu í fyrra vegna aðalskipulagsins var þeim sem afhentu mótmælin svarað með hálfkæringi. Ekkert tillit var tekið til mótmælanna. Sömu tilfinningu fengu foreldrar þegar þeir fylltu grunnskólana og mótmæltu fyrir- huguðum sameiningum skólanna í borginni. Á fundunum kraumaði undir réttlát reiði foreldra en samt reyndist lítill vilji hjá borgarstjórn- armeirihlutanum til að vinna með lýðræðislegum hætti að svo við- kvæmum og flóknum breytingum. Undirskriftir 12 þúsund manna virtust skipta litlu máli. Eignaupptaka Nýlega voru settar fram tillögur að hverfisskipulagi og enn og aftur var ekki haft samráð við borgarbúa enda þótt tillögurnar hefðu mjög skaðleg áhrif á umhverfisgæði og rétt íbúðareigenda. Aldrei fyrr hefur sveitarfélag boðað eignaupp- töku í skipulagsáætlun. Viðbrögð úr öllum hverfum voru mjög sterk og einn virðulegur öldungur sagði í blaðaviðtali að fólk sem hann talaði við væri bara agndofa. Hörð viðbrögð sem þessi sýna að Reykvíkingar treysta því ekki að á þá sé hlustað nema þeir und- irbúi sig undir átök að hætti Sturl- unga. Það er á ábyrgð borgarfull- trúa að veita borgarbúum frelsi til að taka sjálfir ákvarðanir í mikil- vægum málum. Það krefst þess að kjörnir fulltrúar hafi vilja og kjark til að treysta borgarbúum. Einung- is þannig endurvekjum við traust. ➜ Við verðum að læra af mistökunum. Engin borgar- stjórn hefur efnt til jafn mikils ófriðar við borgarbúa og sú sem setið hefur undan- farin fjögur ár. Vertu gerandi í þínu eigin lífi! Ekki vera passífur þiggjandi, ekki leiksoppur umhverfis og kringumstæðna. Ekki snúast eins og vindhani sem tekur nýja stefnu í hvert sinn sem vindur- inn skiptir um stefnu. Stattu fyrir eitthvað – eitthvað sem er þitt. En vertu samt ekki þver- girðingur, þumbari, þurs, þykkskinnung- ur. Ræktaðu líka næmi fyrir kringumstæðum, hlustaðu á aðra, og gefðu þér tíma til að hugsa málið. Þá verður þú einn af lífgjöfum hins lýðræðislega samfélags. Í hruninu haustið 2008 kom í ljós að margir höfðu lifað pass- ífu lífi, höfðu lifað lífi þiggj- andans, rekaldsins sem hefur enga stefnu. Og eftir hrunið var sagt að við sem einstaklingar og þjóð þyrftum að vera gagn- rýnni, leggja rækt við lýðræð- ið og breyta siðferðilega. Og nú eru bráðum liðin sjö ár og stóru hugsjónirnar virðast láta á sér standa. Af hverju hefur ekkert raunverulega breyst? spyr fólk. Svarið er í raun einfalt. Svona hlutir breytast ekki auð- veldlega og þeir breytast ekki á skömmum tíma. Lýðræði er ekki stundlegt ástand, gagnrýnin hugsun er ekki eiginleiki sem við tileinkum okkur á stuttu námskeiði eða með stund- legu áfalli. Lýðræði og gagnrýnin hugsun varða innsta eðli manneskjunnar, karakter- inn og sjálfið. Vilji maður byggja upp lýðræðislegt samfélag, þá verður að huga að þessu. Á Íslandi höfum við reyndar margar stofnan- ir sem vinna skipulega að þess- um undirbúningi. Þessar stofn- anir heita skólar – leikskólar, grunnskólar, framhaldsskólar og háskólar. Þarna er vermireitur lýðræðisins. Grunnstofnanirnar Þegar talað er um lýðræði er gjarnan horft til Alþingis og býsnast yfir kjaftavaðlinum þar. En það sem gerist á Alþingi er ekki nema brot af lýðræðinu og jafnvel þessi stofnun, svo mikil- væg sem hún er fyrir lýðræðið, hefur lítið að segja ef fólkið sjálft er ekki lýðræðislegt í viðhorfum og athöfnum. Ef fólk almennt er ekki lýðræðislega þenkjandi og býr ekki yfir lýðræðislegum dygðum, þá stoðar lítt að kjósa til þings. Grunnstofnanir lýðræðislegs samfélags eru skólar. Ræktendur lýðræðisins eru ekki þingmenn og lögfræðingar heldur kennar- ar og foreldrar. Þeir sem vilja helga hugsjóninni um lýðræðis- legt samfélag krafta sína, ættu að vinna skipulega að menntun. Samræðuhæfni og samræðu- vilji eru sá grunnur sem lýðræð- ið hvílir á. Hver og einn getur lagt sig fram um að vera nem- andi og kennari þessara dygða meðal vina sinna og samferða- manna. Kennurum í skólum og öðrum fagmönnum á sviði upp- eldis og menntunar gefst kostur á að gera ræktun þessara eigin- leika að ævistarfi. Hver veldur framtíðinni? Það má með sanni segja að allt snúist um kosningar þessa dagana. Á þessu ári gangast Sameinuðu þjóð- irnar einnig fyrir kosning- um. Í fyrsta skipti í sögunni bjóða Sameinuðu þjóðirnar hverjum einstaklingi í heim- inum að hafa sitt að segja um framtíð þróunarstarfs í heiminum. Þessar kosn- ingar snúast þó ekki um að kjósa stjórnmálaflokk eða velja leiðtoga ríkis. Kosningarnar eru liður í endurmótun Þúsaldarmark- miða Sameinuðu þjóðanna frá árinu 2000 en umræða um hvað taka skuli við af þeim eftir árið 2015 stendur nú sem hæst. Þetta er vafalaust eitt viðamesta stefnumótunarferli sem fram hefur farið á heimsvísu þar sem stofnanir Sameinuðu þjóð- anna, stjórnvöld, félagasamtök, einkageirinn og almenningur hefur sitt fram að færa. Kosið er ýmist á vefnum í gegnum MyWorld2015. org, með því að fylla út eyðublöð á götum úti eða í símanum. Í þess- um kosningum getur þú lagt þitt af mörkum til að móta heiminn. Félög Sameinuðu þjóð- anna eru starfrækt í yfir 100 löndum og hafa verið til frá stofnun Samein- uðu þjóðanna. Tilgangur þeirra hefur meðal annars verið að mynda brú milli Sameinuðu þjóðanna og almennings. Kosningarn- ar á vefsíðunni My World hafa einmitt sama tilgang. Sameinuðu þjóðirnar vilja virkja almenning til að kjósa en kosið er á milli sex sviða af sextán alls sem mundu bæta líf þeirra umtalsvert. Einstakar kosningar Rúmlega tvær milljónir manna í 194 ríkjum hafa þegar kosið og eru niðurstöðurnar birtar jafnóðum. Með þessu fæst einstök mynd hvað fólk setur í forgang fyrir framtíð- ina. Í dag telur fólk að góð mennt- un, betri heilsugæsla og aukin atvinnutækifæri muni bæta lífið og auka lífsgæðin. Ekki ósvipaðar áherslum stjórnmálaflokka okkar hér á landi í aðdraganda kosn- inga. Þetta segir okkur að hvar sem fólk býr í heiminum, kýs það sömu grundvallarmannréttindin: heilsu, menntun, vinnu og heiðar- lega stjórn sem tekur mið af óskum fólks. Þetta síðastnefnda er í þriðja sæti hjá þeim Íslendingum sem nú þegar hafa kosið. Niðurstöður kosninganna verða nýttar til grundvallar ákvarðana- töku í milliríkjasamningum á vegum Sameinuðu þjóðanna og munu tryggja að einstaklingar hafi áhrif á nýjar áætlanir á heimsvísu. Þetta eru því einstakar kosningar og þær fyrstu sinnar tegundar. Við hvetjum Íslendinga að kjósa, hvort sem það er fyrir Ísland eða heiminn allan því öll kjósum við jú betri heim. Sameinuðu þjóðirnar bjóða til kosninga Að virða vilja borgarbúa Ég hóf störf sem kenn- ari síðastliðið haust en áður starfaði ég í einka- geiranum og sem sjálf- stætt starfandi. Á meðan nýjabrumið hangir enn á mér, ætla ég að tjá mig varðandi vinnuaðstöðu og aðbúnað kennara. Svo því sé haldið til haga er efni- viður greinarinnar feng- inn hvort tveggja úr heim- sóknum mínum í skóla og á eigin vinnustað. Kenn- arar sinna ábyrgðarfullu starfi og er ekki verið að gagn- rýna störf þeirra heldur varpa ljósi á það umhverfi sem þessum starfsmönnum borgarinnar er víða boðið upp á. Í dagstofu kennara (kennara- stofunni svokölluðu) er gert ráð fyrir að kennarar og annað starfs- fólk snæði. Þar eru borð og stól- ar eins og lög gera ráð fyrir. Það má finna kennarastofur þar sem borðin eru barin af notkun, rispuð og sjúskuð svo ekki sé meira sagt. Stóla með bólstruðum sessum og baki sem farið er að sjá töluvert á. Í einum skóla var mér tjáð að skólanum hefði verið boðinn sófi frá Menntavísindasviði, sem var að endurnýja hjá sér (sel söguna ekki dýrara en ég keypti hana). Ekki nógu góður sófi fyrir fólk á sviði menntamála borgarinnar en nægilega góður fyrir kennara sömu borgar. Kaffi er í boði, hellt upp á, á stórar dælukönnur, misþunnt. Á einum stað var til kaffivél sem afgreiddi kaffi úr baunum, sú vél var eingöngu notuð til hátíðar- brigða. Í sumum kennslustofum er að finna skjávarpa en ekki öllum. Tússpenna til að skrifa á töflur er víða farið með eins og gersem- ar, þess vegna er m.a. nauðsyn- legt að nota skjávarpa sem mest. Tölvur eru seinvirkar, gamlar og skortur er á tölvum til nemenda í kennslu. Kennarar þurfa að betla um karton blöð og liti á skrifstofu þar sem legið er á þessum hlutum eins og gulli. Umhverfi hefur áhrif Umhverfið er víða sjúskað, þar sem sýnilega vantar viðhald á gluggum og hurðarkörmum sem og kennslustofum. Það skal ekki skilja þetta svo að kennarar geti ekki sinnt störfum sínum nema í háklassa umhverfi. Það má eitt- hvað á milli vera. Viðhald varð- andi aðbúnað hefur greinilega verið sparað en rannsóknir sýna að umhverfi hefur áhrif á starfs- ánægju og stolt gagnvart starfi. Það sem upp er talið er eitthvað sem augað sér. Annað og kannski sínu verra er það óáþreifanlega. Án þess að alhæfa veit ég að víða er starfsmannahaldi ábóta- vant. Það er eðlileg nútímakrafa að starfsmannahaldi sé sinnt af alúð. Kennarar takast á við félags- lega erfið mál, nánast daglega. Þetta reynir á þolrifin og tekur á taugarnar. Sameiningar skóla og breytingar varðandi starfshætti s.s. tengda réttindum kennara reyna á. Aðgát skal höfð í nærveru sálar á við um okkur öll og vona ég að þetta greinarkorn nái til þeirra sem taka stóru ákvarðanirnar varðandi grunnskólana. Börnin okkar uppskera í lok dagsins sé hlúð að kennurum og starfsum- hverfi þeirra. Kennarar, ykkur duga sjúskuð hús- gögn, lélegur tækja- kostur og vont kaffi STJÓRNMÁL Júlíus Vífi ll Ingvarsson borgarfulltrúi LÝÐRÆÐI Ólafur Páll Jónsson dósent í heimspeki við Menntavísinda- svið HÍ ➜ Ef fólk almennt er ekki lýðræðislega þenkjandi og býr ekki yfi r lýðræðislegum dygðum, þá stoðar lítt að kjósa til þings. SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR Berglind Sigmarsdóttir frkvstj. Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi ➜ Í fyrsta skipti í sögunni bjóða Sameinuðu þjóðirnar hverjum einstaklingi í heim- inum að hafa sitt að segja um framtíð þróunarstarfs í heiminum. Skemmtilegri – en nokkuð rólegri kosningabaráttu er að ljúka. Í dag er kjördag- ur. Umræðan hefur ein- kennst af því að Reykjavík stendur að mörgu leyti vel. Það hefur verið kærkomin ró yfir stjórn borgarinnar á liðnu kjörtímabili. Ég er stoltur af því að við leystum farsællega úr afleitri stöðu Orkuveitunnar, atvinnuleysi hefur minnkað hratt og við höfum komið fjármálum borgarinnar á lygnan sjó. Við höfum sparað, sýnt ábyrgð og tryggt stöðugleika við stjórn borgarinnar. Við höfum tekið sundlaugarnar okkar í gegn og lýðheilsumálin fastari tökum. Hjólreiðar og útivist eru að eflast og mun fleiri borgarbúar nýta nú þjónustu Strætó. Hugmyndir borg- arbúa hafa fengið að njóta sín eins og sést í framkvæmdum í öllum hverfum. Og framtíðarsýnin sem birtist í nýju aðalskipulagi er mik- ilvægt leiðarljós til að gera góða borg betri. Að stjórna borg snýst fyrst og síðast um þetta, að auka lífsgæði borgarbúa í öllu sem við gerum. Húsnæðismálin eru númer eitt Næstu ár verða mjög mikilvæg. Leigumarkaðurinn er í ólestri og við þurfum að hefja byggingu 2.500-3.000 nýrra leigu- og búsetu- réttaríbúða á næstu þremur til fimm árum. Því vil ég koma í verk í góðu samstarfi við reynslumikla aðila eins og Búseta, Félagsstofnun stúdenta, verkalýðshreyfinguna og Félagsbústaði. Við þurfum að bæta kjör barnafjölskyldna og horfa á það sem skiptir þær mestu máli, aðbúnað barnanna okkar og menntun í skólum, leikskólum og frístundastarfi. Við þurfum að stuðla að jöfn- um tækifærum allra Reykvíkinga, fatlaðra og ófatlaðra, hinna eldri og hinna yngri, innfæddra sem aðfluttra í öllum hverfum og um alla borg. Reykjavík á að vera lífs- gæðaborg fyrir alla, eða eins og Jón Gnarr orðaði það svo fallega: Alls konar borg, fyrir alls konar fólk. Ég hvet alla til að mæta á kjör- stað. Ég mun gera mitt allra besta til að standa undir trausti borgar- búa fái ég umboð til að leiða stjórn borgarinnar næsta kjörtímabil. Ég hvet þig til að kjósa ➜ Það má fi nna kennarastofur þar sem borðin eru barin af notkun, rispuð og sjúskuð svo ekki sé meira sagt. Stóla með bólstruðum sessum og baki sem farið er að sjá töluvert á. SAMFÉLAG Lára Óskarsdóttir, skipar 9. sæti á framboðslista sjálfstæðis- manna. ➜Næstu ár verða mjög mikilvæg. Leigumarkaðurinn er í ólestri og við þurfum að hefja byggingu 2.500-3.000 nýrra leigu- og bú- seturéttaríbúða … STJÓRNMÁL Dagur B. Eggertsson oddviti Sam- fylkingarinnar í Reykjavík
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.