Fréttablaðið - 31.05.2014, Side 42

Fréttablaðið - 31.05.2014, Side 42
31. maí 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 42 ÓÁNÆGJUFLOKKAR Á EVRÓPUÞINGINU STANDA BETUR AÐ VÍGI 27,5% Bretland UKIP 24 26,7% Danmörk Danski þjóðar- flokkurinn 13 Frakkland Þjóðarfylkingin 24 25% Austurríki Frelsisflokkurinn 18 20,5% Ungverja- land Jobbik 3 14,3% Holland Frelsisflokkurinn 4 14,3% Finnland Flokkur sannra Finna 2 12,9% 6,2% Ítalía Norður- bandalagið 5 Þýskaland Þjóðernis- flokkurinn NPD 1 1% Grikkland Syriza 6 26,4% 21,2% Ítalía Fimmstjörnu- hreyfingin 17 7,8% Spánn Podemos (Við getum) 5 9,4 Grikkland Gullin dögun 3 Svíþjóð Svíþjóðar- demókratarnir 2 9,7% Spánn Vinstribandalagið 5 10% 7,1% Pólland Bandalag ný- hægrimanna 4 Belgía Vlaams Belang 1 4,3% Flokkar hægri ESB-andstæðinga, efa- manna og þjóðernissinna Fjöldi fulltrúa á Evrópuþinginu NIGEL FARAGE Leiðtogi Breska sjálfstæðisflokksins (UKIP) ætlar að skemmta sér konung- lega á komandi kjörtímabili. MARINE LE PEN Leiðtogi Þjóðfylking- arinnar í Frakklandi segist bjartsýn á að geta myndað nýtt bandalag hægri þjóðernisflokka. MORTEN MESSERSCHMIDT Leiðtogi danska Þjóðarflokksins vill í samstarf með David Cam- eron og breska Íhaldsflokknum. BEPPE GRILLO Leiðtogi Fimmstjörnu- hreyfingarinnar á Ítalíu boðar uppreisn á Evrópuþinginu. ALEXIS TSIPRAS Leiðtogi gríska vinstriflokksins Syriza vill nota sigurinn á Evrópuþinginu til að þrýsta á um kosningar í Grikklandi. Nigel Farage, leiðtogi Breska sjálfstæðis-flokksins (UKIP), seg-ist ætla að skemmta sér konunglega við að valda sem mestum usla á Evrópuþinginu næsta kjör- tímabil. Honum hefur bæst býsna fjöl- mennur liðsauki Evrópuandstæð- inga frá fjölmörgum aðildarríkjum Evrópusambandsins. Þetta er hins vegar frekar sund- urlaus hópur misskrautlegra ein- staklinga sem gætu átt erfitt með að starfa saman. Þeir verða engan veg- inn í meirihluta á þinginu, en gætu haft áhrif á einstaka mál þegar stóru flokkarnir verða ósammála. Strax nú í vikunni eftir þingkosn- ingarnar hófust þreifingar um sam- starf og myndun nýrra þinghópa þjóðernissinna og Evrópuandstæð- inga á þinginu. Beppe Grillo og flautukórinn Farage og hinn ítalski Beppe Grillo, leiðtogi Fimmstjörnuhreyfingar- innar á Ítalíu, hittust á miðvikudag í Brussel og borðuðu saman hádeg- ismat. „Mikill persónuleiki. Gríðar- gaman að umgangast hann,” sagði Farage á Twitter-síðu sinni. Í til- kynningu frá UKIP segir Farage: „Ef við getum komist að samkomu- lagi, þá getum við skemmt okkur stórkostlega við að valda miklum usla í Brussel.” Og eftir Grillo er haft: „Við erum uppreisnarmenn með markmið, og við munum ganga fylktu liði flautandi.“ Ætli hann sé ekki að vísa þar í Brúna yfir Kwai-fljótið, eftirminni- lega bíómynd frá árinu 1957 sem fjallar um uppreisn breskra her- manna í grimmilegum fangabúð- um Japana. Ekki hefur reynst auðvelt að stað- setja Fimmstjörnuhreyfinguna, enda hefur hún hvorki hallað sér til hægri né vinstri heldur fyrst og fremst stundað óvægna andstöðu gegn valdi almennt, með misund- arlegan húmor og ólíkindalæti að vopni. Le Pen og harðskeytta liðið Fyrir kosningarnar höfðu Marine le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinn- ar í Frakklandi, og Geert Wilders, leiðtogi Frelsisflokksins í Hollandi, boðað samstarf og vonuðust til að geta myndað nýjan þinghóp þjóð- ernissinnaðra Evrópuandstæðinga. Óvíst er hvort það takist, en Marine le Pen kannaði stöðuna á miðviku- dag og komst að því að flokkar frá fimm ríkjum eru til í slaginn. Til þess að geta myndað þinghóp á Evrópuþinginu þarf að lágmarki 25 þingmenn frá að minnsta kosti 7 löndum. Þetta skiptir máli því form- legt samstarf í þinghópi tryggir fé frá ESB og rétt til að láta að sér kveða í ríkari mæli heldur en þeir flokkar sem standa utan þinghópa. Ekkert vandamál verður fyrir Le Pen að ná saman 25 þingmönnum, enda er franska Þjóðarfylkingin ein og sér komin með 24 þingmenn. Hins vegar gæti orðið vandamál að fá flokka frá að minnsta kosti sjö löndum. Með í væntanlegum þinghópi þeirra le Pen og Wilders verða að minnsta kosti franska Þjóðarfylk- ingin, hollenski Frelsisflokkur- inn, austurríski Frelsisflokkurinn, Vlaams Belang frá Belgíu og svo Norður-Bandalagið frá Ítalíu, sem hingað til hefur ekki verið í þessum hópi. Þá vantar flokka frá tveimur ríkjum til viðbótar, en le Pen segist sannfærð um að henni takist það í tæka tíð. Hún hefur nokkrar vikur til umráða. Í síðasta lagi þann 23. júlí næstkomandi þarf að liggja fyrir hvaða stjórnmálaflokkar frá hvaða löndum skipa þinghópa Evr- ópuþingsins næsta kjörtímabilið. Farage og félagar Farage hefur harðneitað að ganga til liðs við þau le Pen og Wilders, vill ekki láta draga sig í dilk með hálf- fasískum þjóðernissinnum – enda gæti sá félagsskapur hugsanlega fælt breska kjósendur frá flokknum í þingkosningum sem haldnar verða á Bretlandi innan árs. Þess í stað vill Farage halda í samstarf hægri þjóðernissinna á Evrópuþinginu í þinghópi sem nefnst hefur Evrópa frelsis og lýð- ræðis. Þar innanborðs hafa verið Breski sjálfstæðisflokkurinn, danski Þjóðarflokkurinn, Flokkur sannra Finna og svo ítalska Norð- urbandalagið ásamt fleirum. Óneitanlega er það áfall fyrir þennan hóp að ítalska Norðurbanda- lagið hefur nú gengið til liðs við Le Pen og Wilders. Þessir hófsamari þjóðernissinnar, sem ekki vilja láta bendla sig við Le Pen og Wilders, gætu hæglega lent í stökustu vand- ræðum við að tryggja tilveru þing- hópsins næsta kjörtímabilið. Og svo hinir Fyrir utan þessa hópa voru svo kosnir á Evrópuþingið flokkar af ýmsu tagi, sem hafa lýst yfir mis- jafnlega miklum efasemdum um Evrópusambandið. Þar eru meðal annars vinstri flokkar frá Grikk- landi og Spáni, ýmsir smærri flokk- ar frá Búlgaríu og Þýskalandi að ógleymdum nýjum femínistaflokki frá Svíþjóð. Yst á jaðrinum er svo Gullin dögun, flokkur grískra nýnasista, sem vilja reyndar ekki láta kalla sig nasista en hafa samt hagað sér sem slíkir og eru jafnan skilgreind- ir sem slíkir. Ungverski Jobbik- flokkurinn og þýski NPD-flokkur- inn eru svo ekki langt þar undan, og að öllum líkindum verða þessir þrír flokkar sér á báti og fá hvergi inni í þinghópi með öðrum flokkum. Hófsömustu efasemdamennirn- ir eru hins vegar íhalds- og hægri- flokkarnir í þinghópi sem nefnist Evrópskir íhaldsmenn og umbóta- sinnar. Þar er að finna breska Íhaldsflokkinn, með David Camer- on forsætisráðherra í fararbroddi. Niðurstöður kosninganna skiluðu þessum þinghópi hins vegar aðeins flokkum frá fimm löndum, þann- ig að til þess að hann geti starfað áfram þarf fulltrúa frá tveimur aðildarríkjum til viðbótar. Stefnan er að valda usla Næstu fimm árin verða andstæðingar Evrópusambandsins áberandi á Evrópuþinginu. Þetta er frekar sundurleitur hópur skrautlegra einstaklinga sem gætu átt erfitt með að starfa saman. Þeir verða ekki í meirihluta en gætu haft áhrif á einstaka mál þegar stóru flokkarnir verða ósammála. Nigel Farage segist ætla að skemmta sér stórkostlega næsta kjörtímabil. Á Evrópuþinginu skipa þingmenn sér í svonefnda þinghópa, eða flokkabandalög. Að hverjum þinghópi standa stjórnmálaflokkar frá mismörgum aðildarríkjum, sem allir hafa svipaða stefnu í flestum málum. Skipting þingsæta milli hópanna næsta kjörtímabilið verður eftirfarandi: ÞINGHÓPARNIR Á EVRÓPUÞINGINU Hópur kristilegra demókrata 214 Hópur sósíaldemókrata 189 Hópur frjálslyndra demókrata 66 Hópur græningja 52 Hópur íhaldsmanna 46 Hópur sameinaðra vinstrimanna og norrænna græningja 42 Frelsis- og lýðræðishópurinn 38 Óháðir 104 Samtals 751 Guðsteinn Bjarnason gudsteinn@frettabladid.is Flokkar vinstri ESB-andstæðinga og aðhaldsandstæðinga HNÍPNIR FORSETA Helstu forystumenn valdastofnana Evrópusambandsins, þeir Herman van Rompuy, forseti leiðtogaráðsins, og Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnarinnar, voru heldur þungir á brún eftir kosningarnar, þar sem andstæðingar þeirra uppskáru sætan sigur. NORDICPHOTOS/AFP % Fylgi í heimalandinu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.