Fréttablaðið - 31.05.2014, Side 50

Fréttablaðið - 31.05.2014, Side 50
FÓLK|HELGIN TÍU ÁRA AFMÆLI Skoppa og Skrítla hafa skemmt íslenskum börnum með fræðandi efni í tíu ár. Hrefna Hallgrímsdóttir, bet-ur þekkt sem Skrítla, bjóst alls ekki við því að þær Linda Ásgeirsdóttir yrðu enn að leika Skoppu og Skrítlu tíu árum eftir að þær gerðu fyrstu myndina með þær sem aðalper- sónur. „Upphafið að Skoppu og Skrítlu var þannig að þegar ég fór loksins að eiga börn fannst mér vanta efni fyrir börn sem var skemmtilegt en um leið fræð- andi. Ég hafði búið í Bandaríkjun- um og þar var nóg af þess konar efni en mér fannst vanta eitthvað á íslensku. Ég hnippti því í Lindu vinkonu mína og sagði henni að við þyrftum að gera eitthvað í þessu. Við bjuggum því til litla mynd með Skoppu og Skrítlu sem ég vissi að myndi hitta í mark hjá tveggja ára syni mínum. Þetta vatt svo upp á sig og hér erum við enn í dag að leika Skoppu og Skrítlu,“ segir Hrefna. Skoppa og Skrítla hafa farið víða á þessum tíu árum sem þær hafa starfað, þær hafa verið í leikhúsi, í kvikmynd og sjónvarpsþættir um þær hafa verið teknir upp víða um heim. „Við höfum ferðast mikið saman við Linda og höfum yfirleitt haft börnin okkar með okkur. Þau hafa fengið að alast upp við þetta og tekið þátt í þessu með okkur án þess þó að við höfum ýtt þessu að þeim. Þau hafa til dæmis verið með okkur í leiksýningun- um en alltaf þurft að fara í prufur eins og hin börnin,“ segir hún og hlær. „Það hefur verið mjög gaman að hafa öll þessi börn með okkur í sýningunum og sjá hvað ís- lensk börn eru klár, bæði í söng og dansi. Við vorum með 24 börn í jólasýningunni okkar og hún gekk eins og í draumi. Það var líka skemmtilegt að finna hvað börnin sjálf höfðu gaman af þessu, áhuginn skein af þeim og þau voru stolt yfir því að vera fyrirmynd annarra barna.“ „Við erum ótrúlega þakk- látar fyrir þessi góðu viðbrögð sem við höfum fengið í gegnum tíðina. Við finnum mun á foreldrum frá því við byrjuðum, þeir eru orðnir mun meðvitaðri um hvað er í boði fyrir börnin þeirra. Það er vanmetið hvað fyrstu árin skipta miklu máli, okkur finnst mikilvægt að birta þessum yngstu jákvæða mynd af lífinu, erfiðleikarnir geta komið síðar.“ Margt spennandi er fram undan hjá Skoppu og Skrítlu í til- efni tíu ára afmælisins. Í dag taka þær á móti gullplötu fyrir geisla- diskinn sinn „Skoppa og Skrítla á söngferðalagi“ í Hagkaupi í Smáralind. „Stóra afmælishátíðin verður svo síðustu helgina í júlí í Húsdýragarðinum. Við tókum fyrstu myndina okkar upp þar og langar að koma aftur „heim“. Við erum að leita leiða þessa dagana til að geta boðið öllum litlu vinum og vinkonum okkar upp á stóra ókeypis skemmt- un. Svo verðum við með alls kyns við- burði á næst- unni, til dæmis skemmtum við víða á sjó- mannadaginn á morgun.“ SKOPP OG SKRÍTL Í HEILAN ÁRATUG STÓRAFMÆLI Tvíeykið skemmtilega Skoppa og Skrítla stendur á tímamótum en tíu ár eru liðin frá því að hugmyndin að tvíbökunum kviknaði. HVERAGERÐI - blómstrandi bær! Heilsubærinn Hveragerði Vinalegt samfélag Eggjasuða í Hveragarðinum Rómantískar gönguleiðir Afar fjölbreyttar hátíðir Garðyrkja og græn svæði Einstakur golfvöllur Rómuð náttúrufegurð Drauma sundlaug Iðandi lista- og menningarlíf
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.