Fréttablaðið - 31.05.2014, Síða 52

Fréttablaðið - 31.05.2014, Síða 52
FÓLK|HELGIN Fyrsta kassabílakeppni sumarsins verður hald-in í Fjölskyldu- og hús- dýragarðinum í Laugardal á morgun, sunnudag. Það er Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykja- víkur (BÍKR) sem stendur fyrir keppninni en klúbburinn hélt slíka keppni í fyrsta sinn síðasta sumar. Að sögn Péturs Sigur- bjarnar Péturssonar aðstoðar- keppnisstjóra voru undirtektir mjög góðar í fyrra og því var ákveðið að endurtaka leikinn í ár. „Það mættu 23 lið á fyrsta mót okkar í fyrra. Með foreldr- um og áhorfendum voru þetta um 150 manns sem voru í garð- inum. Á sunnudaginn verður keppt í fjórum aldursflokkum og verða veitt verðlaun í öllum flokkum, auk þess sem fallegasti kassabíllinn fær verðlaun.“ Keppnin, sem hefst kl. 11 á morgun, fer fram á þremur brautum í garðinum og verður búið að bæta á þær stökkpöll- um, keilum og ýmsum þrautum. „Við leggjum að sjálfsögðu mikið upp úr öryggi keppenda. Bæði ökumenn og liðsmenn nota allir hjálma. Hlauparar eru með hné- og olnbogahlífar. Við sjáum til þess að bremsur séu í öllum bílum og beygjuvörn svo litlar lappir kremjist ekki. Þannig að þetta er nánast sett upp eins og lítið rallí.“ Ræst er út með mínútu milli- bili og allir tímar eru skráðir í sérstakar tímabækur. „Á síðasta ári var rosaleg stemning meðal keppenda og fjölskyldna þeirra. Fjölskyldur undirbjuggu keppn- ina saman, smíðuðu bílana og máluðu þá. Adrenalínið var svo á fullu hjá krökkunum á meðan keppnin stóð yfir.“ Upphaf kassabílakeppninnar má rekja til þess að meðlimum BÍKR fannst vanta einhvern vettvang fyrir börn til að læra inn á umferðina. „Við lærum að synda í skóla svo við drukknum ekki. Börn í dag læra ekki mikið í tengslum við umferð og um- ferðarreglurnar í skóla og okkur fannst kassabílakeppni vera góður vettvangur til þess. Fyrir utan hvað svona keppnir eru skemmtilegar fyrir fólk á öllum aldri.“ Alvöru rallíbílar verða einnig á staðnum sem börnin geta fengið að setjast inn í og skoða. Önnur kassabílakeppni verður haldin um miðjan ágúst og í lok sama mánaðar verða Ís- landsmeistarar í hverjum flokki krýndir. „Stærsta rallíkeppni landsins verður haldin þá og við ákváðum að krýna meistarana okkar á sama tíma. Þá fá krakk- arnir að rúlla kassabílunum yfir rampinn og í mark.“ Keppnisskoðun hefst kl. 9.30 í fyrramálið og keppnin sjálf hefst kl. 11. Allar nánari upplýsingar um keppnina og teikningar af kassabílum má finna á www. KASSABÍLARNIR LIFA GÓÐU LÍFI HÖRKUKEPPNI Börn og unglingar keppa í kassabílarallíi á morgun þegar fyrsta mót ársins verður haldið í Laugardal í Reykjavík. MIKIÐ FJÖR „Á síðasta ári var rosaleg stemning meðal keppenda og fjölskyldna þeirra,“ segir Pétur Sigurbjörn Pétursson aðstoðarkeppnisstjóri. MYND/DANÍEL HÖRKUKEPPNI Það gengur oft mikið á hjá keppendum. MYND/HRÓLFUR ÁRNASON SAMVINNA Fjölskyldur og vinir hjálpast að við að ýta kassabílnum. MYND/HRÓLFUR ÁRNASON OZ FYLGIR MEÐÁSKRIFTUM 365TIL 1. ÁGÚST OZ er frábær ferðafélagi í sumar. Þú býrð til þitt eigið safn með öllu uppáhaldssjónvarpsefninu þínu og horfir þegar þér hentar. Beinar útsendingar 365 eru aðgengilegar með OZ, svo þú getur horft á boltann í beinni og safnað þínu uppáhaldsíþróttaefni. Nú fylgir áskriftinni aðgangur að OZ til 1. ágúst. Nánar á 365.is OZ fylgir áskriftinni til 1. ágúst Pakkaðu rétt fyrir fríið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.