Fréttablaðið - 31.05.2014, Blaðsíða 52
FÓLK|HELGIN
Fyrsta kassabílakeppni sumarsins verður hald-in í Fjölskyldu- og hús-
dýragarðinum í Laugardal á
morgun, sunnudag. Það er
Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykja-
víkur (BÍKR) sem stendur fyrir
keppninni en klúbburinn hélt
slíka keppni í fyrsta sinn síðasta
sumar. Að sögn Péturs Sigur-
bjarnar Péturssonar aðstoðar-
keppnisstjóra voru undirtektir
mjög góðar í fyrra og því var
ákveðið að endurtaka leikinn
í ár. „Það mættu 23 lið á fyrsta
mót okkar í fyrra. Með foreldr-
um og áhorfendum voru þetta
um 150 manns sem voru í garð-
inum. Á sunnudaginn verður
keppt í fjórum aldursflokkum
og verða veitt verðlaun í öllum
flokkum, auk þess sem fallegasti
kassabíllinn fær verðlaun.“
Keppnin, sem hefst kl. 11
á morgun, fer fram á þremur
brautum í garðinum og verður
búið að bæta á þær stökkpöll-
um, keilum og ýmsum þrautum.
„Við leggjum að sjálfsögðu
mikið upp úr öryggi keppenda.
Bæði ökumenn og liðsmenn
nota allir hjálma. Hlauparar eru
með hné- og olnbogahlífar. Við
sjáum til þess að bremsur séu í
öllum bílum og beygjuvörn svo
litlar lappir kremjist ekki. Þannig
að þetta er nánast sett upp eins
og lítið rallí.“
Ræst er út með mínútu milli-
bili og allir tímar eru skráðir í
sérstakar tímabækur. „Á síðasta
ári var rosaleg stemning meðal
keppenda og fjölskyldna þeirra.
Fjölskyldur undirbjuggu keppn-
ina saman, smíðuðu bílana og
máluðu þá. Adrenalínið var svo
á fullu hjá krökkunum á meðan
keppnin stóð yfir.“
Upphaf kassabílakeppninnar
má rekja til þess að meðlimum
BÍKR fannst vanta einhvern
vettvang fyrir börn til að læra
inn á umferðina. „Við lærum að
synda í skóla svo við drukknum
ekki. Börn í dag læra ekki mikið
í tengslum við umferð og um-
ferðarreglurnar í skóla og okkur
fannst kassabílakeppni vera
góður vettvangur til þess. Fyrir
utan hvað svona keppnir eru
skemmtilegar fyrir fólk á öllum
aldri.“ Alvöru rallíbílar verða
einnig á staðnum sem börnin
geta fengið að setjast inn í og
skoða.
Önnur kassabílakeppni
verður haldin um miðjan ágúst
og í lok sama mánaðar verða Ís-
landsmeistarar í hverjum flokki
krýndir. „Stærsta rallíkeppni
landsins verður haldin þá og við
ákváðum að krýna meistarana
okkar á sama tíma. Þá fá krakk-
arnir að rúlla kassabílunum yfir
rampinn og í mark.“
Keppnisskoðun hefst kl. 9.30 í
fyrramálið og keppnin sjálf hefst
kl. 11. Allar nánari upplýsingar
um keppnina og teikningar af
kassabílum má finna á www.
KASSABÍLARNIR LIFA GÓÐU LÍFI
HÖRKUKEPPNI Börn og unglingar keppa í kassabílarallíi á morgun þegar fyrsta mót ársins verður haldið í Laugardal í Reykjavík.
MIKIÐ FJÖR „Á síðasta ári var rosaleg stemning meðal keppenda og fjölskyldna
þeirra,“ segir Pétur Sigurbjörn Pétursson aðstoðarkeppnisstjóri. MYND/DANÍEL
HÖRKUKEPPNI Það gengur oft mikið á hjá keppendum. MYND/HRÓLFUR ÁRNASON
SAMVINNA Fjölskyldur og vinir hjálpast að við að ýta kassabílnum. MYND/HRÓLFUR ÁRNASON
OZ FYLGIR MEÐÁSKRIFTUM 365TIL 1. ÁGÚST
OZ er frábær ferðafélagi í sumar. Þú býrð til þitt eigið safn með öllu
uppáhaldssjónvarpsefninu þínu og horfir þegar þér hentar.
Beinar útsendingar 365 eru aðgengilegar með OZ, svo þú getur horft
á boltann í beinni og safnað þínu uppáhaldsíþróttaefni.
Nú fylgir áskriftinni aðgangur að OZ til 1. ágúst. Nánar á 365.is
OZ fylgir
áskriftinni
til 1. ágúst
Pakkaðu rétt fyrir fríið