Fréttablaðið - 31.05.2014, Side 65

Fréttablaðið - 31.05.2014, Side 65
Staða leikskólastjóra við leikskólann Bakkaberg Skóla- og frístundasvið Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar auglýsir stöðu leikskólastjóra í Bakkaberg. Bakkaberg er fimm deilda leikskóli sem hefur tvær starfsstöðvar, það er Bakki að Bakkastöðum 77 í Grafarvogi og Berg við Kléberg á Kjalarnesi. Hugmyndafræði leikskólans á rætur að rekja til félagsmenningarlegra kenninga þar sem litið er á að nám og þroski barna sé í samspili við félags- og menningabundna þætti. Báðar starfsstöðvarnar eru staðsettar í miðri nátt- úruparadís þar sem meðal annars er stutt í fjöruna, mikil fjallasýn og fjölskrúðugt fuglalíf. Í samræmi við það er lögð áhersla á umhverfismennt og útinám. Leikskólinn flaggar Grænfánanum. Einkunnarorð leikskólans eru leikur – samvinna – virðing. Leitað er að einstaklingi sem býr yfir leiðtogahæfileikum og er tilbúinn til að leiða áfram það metnaðarfulla leikskólastarf sem þróað hefur verið í Bakkabergi. Meginhlutverk leikskólastjóra er að: • Vera faglegur leiðtogi leikskóla og móta framtíðarstefnu hans innan ramma laga, reglugerða, aðalnámskrár og stefnu Reykjavíkurborgar. • Hafa yfirumsjón með daglegu starfi í leikskólanum. • Skipuleggja foreldrasamstarf í samvinnu við foreldra og starfsmenn. • Hvetja til þróunar og nýbreytni í leikskólastarfi. • Stýra rekstri leikskólans á grundvelli fjárhagsáætlunar. • Bera ábyrgð á starfsmannamálum, svo sem ráðningum, vinnutilhögun og starfsþróun. • Skipuleggja tengsl skólans við ýmsa samstarfsaðila. Menntunar- og hæfniskröfur: • Leikskólakennaramenntun. • Viðbótarmenntun í stjórnun eða kennslureynsla á leik- skólastigi. • Reynsla af stjórnun æskileg. • Stjórnunarhæfileikar og vilji til að leita nýrra leiða. • Þekking á rekstri, áætlanagerð og fjármálastjórnun. • Lipurð og hæfni í samskiptum. • Sjálfstæði, frumkvæði og hæfni til að vinna í hópi. Óskað er eftir því að umsókninni fylgi greinargerð í stuttu máli um framtíðarsýn umsækjenda á leikskólastarfið. Auk þess fylgi umsókn yfirlit yfir nám og fyrri störf og leyfisbréf til að nota starfsheitið leikskólakennari. Ráðið verður í stöðuna frá 1. ágúst 2014. Umsóknarfrestur er til og með 22. júní 2014. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags stjórnenda leikskóla. Umsækjendur eru beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is/storf Nánari upplýsingar veita Hildur Skarphéðinsdóttir, skrifstofustjóri leikskólahluta fagskrifstofu, og Valgerður Janusdóttir, mannauðsstjóri, sími 411 1111. Netföng: hildur.skarphedinsdottir@reykjavik.is / valgerdur.janusdottir@reykjavik.is Fjölskyldudeild Akureyrarbæjar óskar eftir að ráða sál- fræðing til starfa frá 15. ágúst n.k. eða eftir samkomulagi. Starfið er á sviði sérfræðiþjónustu við leik- og grunnskóla. Helstu verkefni eru: • Greiningar einstakra nemenda vegna frávika í hegðun og/eða þroska. • Ráðgjöf til foreldra og kennara. • Samþætting verkefna og þróunarvinna á Fjölskyldudeild. Hæfniskröfur eru: • Réttindi til að starfa sem sálfræðingur á Íslandi. • Haldgóð þekking á greiningu leik- og grunnskólabarna og ráðgjöf vegna þeirra. • Reynsla af starfi skólasálfræðings er æskileg. • Góð samskiptahæfni. Nánari upplýsingar um starfið er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar, www.akureyri.is þar sem sótt er um rafrænt. Umsóknarfrestur er til 15. júní 2014. Fjölskyldudeild Akureyrarbæjar Auglýsing um starf verkefnisstjóra kirkjutónlistar Biskup Íslands auglýsir laust til umsóknar starf verkefnis- stjóra kirkjutónlistar í 100% starfshlutfalli frá og með 1. ágúst 2014. Starf verkefnisstjóra kirkjutónlistar tekur mið af gildandi starfsreglum um kirkjutónlist á vegum þjóðkirkjunnar hverju sinni nú nr. 768/2002 og starfsreglum um organista nú nr. 823/1999. Verkefnisstjórinn heyrir undir biskup Íslands og vinnur í nánu samstarfi við væntanlegt kirkjutónlistarráð þjóðkirkjunnar. Helstu verkefni eru: • Umsjón með kirkjutónlistarmálum þjóðkirkjunnar og ráðgjöf við biskup Íslands • Þjónusta og stuðningur við starf organista, kórstjóra og annað starfsfólk kirkjunnar • Skipulagning og framkvæmd sí- og endurmenntunar, m.a. í samstarfi við Tónskóla þjóð¬kirkjunnar • Ábyrgð á og þróun Söngvasjóðs, tónlistarvefs kirkjunnar • Gerð og útgáfa fræðsluefnis • Nýsköpun á sviði kirkjutónlistarmála • Erlend samskipti Starfið mun útheimta talsverð ferðalög innanlands svo og sveigjanlegan vinnutíma. Um starf í mótun er að ræða og reiknað er með að verkefnisstjóri komi markvisst að frekari þróun þess og uppbyggingu. Launakjör eru í samæmi við gildandi kjarasamning fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. Leitað er að einstaklingi sem býr yfir skipulags- og samstarfshæfni, er sveigjanlegur og á auðvelt með að vinna sjálfstætt. Við mat á umsóknum verður m.a. horft til: • Menntunar á sviði kirkjutónlistar, að lágmarki kantors- próf frá Tónskóla þjóðkirkjunnar eða sambærilegt • Víðtækrar reynslu af kirkjutónlistarstarfi • Góðrar almennrar tölvukunnáttu, - þekking á tónlistarforritum og vefumsjón er kostur • Færni í ensku og einu norðurlandamáli æskileg Umsækjendur geri skriflega grein fyrir persónulegum upplýsingum, menntun sinni, starfsferli og öðru því sem þeir óska eftir að taka fram. Óskað er eftir því að umsækjendur fylli út eyðublað þar sem biskupi er heimilaður aðgangur að sakaskrá viðkomandi umsækjanda og skal sú heimild fylgja umsókn. Eyðublaðið er á vef kirkjunnar, https://innri.kirkjan.is/pdf/samthykki- fyrir-oflun-upplysinga-ur-sakaskra.pdf Þá er óskað eftir því að nöfn og símanúmer a.m.k. tveggja meðmælenda fylgi umsókninni. Umsóknarfrestur er til 30. júní n.k. Umsóknum skal skila rafrænt á netfang skjalavarðar Biskupsstofu: ragnhildur. bragadottir@kirkjan.is, eða með bréfi stílað á Biskup Ís- lands, Biskupsstofu, Laugavegi 31, 150 Reykjavík. Frekari upplýsingar um starfið veitir skrifstofu- og mann- auðsstjóri Biskupsstofu í síma: 528 4000, netfang: sveinbjorg.palsdottir@kirkjan.is Vísað er til laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Háskólinn á Bifröst auglýsir laust til umsóknar starf forstöðumanns bókasafns skólans. Forstöðumaður ber ábyrgð á starfsemi bókasafnsins, þjónustu þess og samstarfi innan og utan háskólans. Forstöðumaður heldur einnig utan um skjalastjórnunarkerfi skólans, notkun þess og þróun. Bókasafnið heyrir undir skrifstofu rektors og þjónar öllum einingum háskólans. www.bifrost.is Forstöðumaður bókasafns Starfssvið • Fagleg og fjárhagsleg ábyrgð á daglegum rekstri bókasafnsins. • Ábyrgð á uppbyggingu safnkosts í samræmi við nám, kennslu og rannsóknir við háskólann. • Yfirumsjón með stafrænni þjónustu safnsins og gagnasöfnum. • Ábyrgð á upplýsingaþjónustu og kennslu á leit í gagnagrunnum. • Yfirumsjón með notkun og þróun á skjalastjórnunarkerfinu OneSystem í samstarfi við Háskólaskrifstofu. • Viðhald og þróun á þeim hluta vefsvæðis skólans sem varðar bókasafnið. Menntunar- og hæfniskröfur • Háskólamenntun í bókasafns- og upplýsingafræði, meistarapróf eða önnur framhaldsmenntun er æskileg. • Starfið gerir kröfu um stjórnunarhæfni og góða samstarfshæfni, sjálfstæð vinnubrögð, skipulagshæfni, lipurð í samskiptum og ábyrgðarkennd. • Mjög góð íslensku- og enskukunnátta. • Reynsla af stjórnun, stefnumótun og rekstri safna. Miðað er við að nýr forstöðumaður geti hafið störf 1. september 2014. Búseta á Bifröst eða í sveitarfélaginu er mjög æskileg. Upplýsingar um starfið gefur rektor, og umsóknir skulu sendar til hans í pósti eða á netfangið rektor@bifrost.is. Umsóknarfrestur er til og með 8. júní 2014. Með allar umsóknir er farið sem trúnaðarmál.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.