Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.05.2014, Qupperneq 84

Fréttablaðið - 31.05.2014, Qupperneq 84
KYNNING − AUGLÝSINGFerðir LAUGARDAGUR 31. MAÍ 20146 Haukur Gunnarsson er mörgum kunnur enda margfaldur verðlaunahafi á Ólymp-íuleikum fatlaðra. Honum gafst kostur á að komast í draumaferðina þegar konan hans, Valgerður Gunnarsdóttir, þurfti að fara til Malaví á vegum vinnu sinnar. „Við flugum til Jóhannesarborgar frá London og eyddum þar þremur dögum. Þar snerist allt um Nelson Mandela en við heimsóttum meðal annars hverfið sem hann bjó í. Það var gríðarleg upp- lifun og þar sá ég ýmislegt sem ekki er vaninn að sjá í fjölmiðlum. Fjölmiðlarnir fjalla oft um Afríku á neikvæðan hátt og sýna fátæktina og eymdina sem margir búa við þar. Í þessari ferð sá ég líka hina hliðina, milli- stéttina sem er bara eins og ég og þú og býr í venjulegum húsum.“ Kynjaskiptingin augljós Eftir stutt frí í Jóhannesarborg héldu hjón- in til Lilongwe, höfuðborgar Malaví, þar sem þau eyddu fjórum vikum. „Konan mín vann á daginn virku dagana en ég slappaði af á milli þess sem ég fór út að hlaupa,“ segir Hauk- ur og hlær en hann hljóp á hverjum degi í frí- inu. „Ég elska íþróttir og hreyfi mig á hverj- um degi og það var engin breyting þar á í Afr- íku. Ég sá ýmislegt á hlaupunum, til dæmis var skiptingin milli karla og kvenna augljós. Karlarnir vinna flest öll launuð störf en kon- urnar gera allt annað, hugsa um börn og heimili. Það var algengt að sjá þær með stafla af pinklum og pökkum á höfðinu og börnin á bakinu. Í Lilongwe er ferðamönnum ekki ráðlagt að vera á ferðinni á kvöldin og á daginn gat ég lítið farið án þess að vera á bíl. Á móti kom þó að þetta var mjög afslappandi frí, ég lá bara í sólbaði á milli þess sem ég hljóp.“ Í návígi við villt dýr Helgarnar áttu hjónin út af fyrir sig og eina helgina fóru þau til Sambíu og gistu í þjóðgarði, South-Luangwa. „Það var algjörlega toppur- inn á ferðinni. Þarna voru villt dýr að spranga um og við gátum verið í miklu návígi við þau. Meðal annars sáum við gíraffa, ljón, flóðhesta, fíla, hlébarða og sebrahesta. Við gistum á fínu gistiheimili þar sem þjónustan var mjög góð og allur matur innifalinn í verði. Enda var ég eig- inlega búinn að gleyma hvernig ætti að vinna öll heimilisstörf þegar við komum heim,“ segir Haukur og hlær. Annar heimur Þau fóru líka á eyjuna Mumbo í Malaví sem er nánast ósnert, þar er ekkert rafmagn og þar hefur fólk aldrei haft fasta búsetu. „Það var ótrúlega endurnærandi að vera þar, það var ekkert sem truflaði og við náðum algerri af- slöppun. Ég mæli heilshugar með því að fólk fari til Afríku og ferðist þar um. Þetta er allt annar heimur, umhverfið er fallegt og fólkið er glað- vært og tekur öllum opnum örmum. Ég myndi jafnvel vilja búa þar í einhvern tíma sjálfur.“ Afríka er eins og draumur í dós Haukur Gunnarsson, Ólympíufari og frjálsíþróttakappi, fór í draumaferð til Afríku á dögunum. Hann heimsótti hverfi Nelsons Mandela í Jóhannesarborg, eyddi sólarhring á einangraðri eyju og sá nýja hlið á Afríku sem kom honum á óvart enda með ákveðna mynd af Afríku í huganum áður en hann fór. Haukur mælir með því að fólk heimsæki Afríku og langar jafnvel að búa þar sjálfur. Mumbo-eyja er nánast ósnert og hefur fólk aldrei haft fasta búsetu þar. Dvölin þar var endurnærandi fyrir Hauk. M Y N D IR /H A U K U R G U N N A RSSO N Í South-Luangwa-þjóðgarðinum komst Haukur í návígi við fíla, gíraffa, ljón og fleiri dýr. Í Jóhannesarborg heim- sótti Haukur meðal annars íbúð Mandela. Haukur segir Afríkubúa vera glaðværa og hafa tekið honum opnum örmum. OKKAR ÓDÝRASTA ALLT INNIFALIÐ Gildir eingöngu nýjar bókanir, með minnst tvo saman í herbergi. ÍSLENSKIR BARNAKLÚBBAR! Gildir eingöngu nýjar bókanir, með minnst tvo saman í herbergi. 1 vika 2 vikur 11/6 135.999 Örfá sæti laus 25/6 139.599 239.599 9/7 139.599 239.599 30/7 149.599 Örfá sæti laus 1 vika 2 vikur 18/6 89.599 Örfá sæti laus 16/7 99.599 149.599 23/7 99.599 149.599 13/8 119.599 159.599 nazar.is · 519 2777
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.