Fréttablaðið - 31.05.2014, Síða 92

Fréttablaðið - 31.05.2014, Síða 92
31. maí 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 48 Það er liðin tíð að bókaút-gáfa einskorðist við síð-ustu þrjá mánuðina fyrir jól. Nú koma bækur út allan ársins hring og ekki óalgengt að tvær til þrjár bækur séu gefnar út á viku. Enn er það þó svo að stórkanónur eru geymdar til jólanna og sumar- útgáfan einskorðast nánast við reyf- araútgáfu, bækur nýrra óþekktra höfunda og ljóðabækur. Nánast undantekningalaust eru þetta kilj- ur, sem er reyndar alveg ágætt fyrir þá sem vilja taka með sér bækur í sumarbústaðinn eða á sólarströnd- ina og kæra sig ekki um að rogast með fleiri kílóa harðspjaldadoðr- anta í handfarangri. Reyndar er langalgengast að fólk hlaði lesefni niður á spjaldtölvurnar sínar áður en það fer í frí til útlanda, en ein- hverra hluta vegna er það ennþá partur af kósíheitunum í sumarbú- staðaferðum að hafa með sér góða bók til að kúra sig með í sófanum eða á veröndinni. Ekki veit ég hvort einhverjar markaðsrannsóknir búa að baki þessu vali útgefenda á sumarbókum, en þykir það þó líklegt annars væru þeir varla að þessu. Klisjan hljóðar allavega upp á það að sumarið krefj- ist „léttara“ lesefnis en dimmar vetrarnætur, að fólk í fríi nenni ekki að pæla í gegnum eitthvert tormeti, vilji bara létta afþreyingu í stíl við sumarið og sólina. Sumir tala um reyfarasumar og líta ekki við öðru en glæpasögum um leið og nótt- in fer að lýsast. Aðrir vilja róman- tík og happy ending og til skamms tíma voru rauðu ástarsögurnar vin- sælasta lesefni kvenna í sumar- fríi, en það hefur breyst með nýjum kynslóðum. Reyndar er ekki allur munur á rauðum ástarsögum og skvísubókunum sem nú eru vinsæl- ar, en það er efni í allt aðra grein. Persónulega finnst mér góður reyfari jafn ómissandi í sumar- ferðum og sólarvörnin. Það er eitt- hvað ómótstæðilegt við það að vaka einn í sumarbústað þar sem brakar í hverju gólfborði og naga á sér hnú- ana yfir hörkuspennandi glæpasögu með sálfræðilegu tvisti, hrökkva í kút við minnsta hljóð og standa sig kannski að því að æpa af skelf- ingu ef skugga ber fyrir gluggann. Það er upplifun sem enginn ætti að svíkja sjálfan sig um. Nóg er fram- boðið á reyfurum þessar vikurnar og gæðin óvenju mikil miðað við þá bókmenntagrein. Það er þó ekkert lögmál sem segir að ekki megi lesa „alvarlegri“ bók- menntir á sumrin. Þetta sumar- ið væri til dæmis alveg kjörið að hita upp fyrir komandi leikár og lesa Konuna við 1000°, Karitas eða Ofsa sem allar munu rata á leiksvið með haustinu. Nú, eða fara að dæmi Ragnars Kjartanssonar og leggjast yfir Heimsljós eina ferðina enn, enda fáar bækur sem betur endur- spegla íslenska sumarfegurð. Og, já já, skvísubækur og ástarsögur eru algjörlega fullgildir fulltrúar bók- menntanna í sumarfríinu ef smekk- urinn stendur í þá áttina. Aðalatrið- ið er að lesa það sem hverjum og einum þykir skemmtilegast. Eða öllu heldur; aðalatriðið er að lesa. ➜ Það er eitthvað ómót- stæðilegt við það að vaka einn í sumarbústað þar sem brakar í hverju gólfborði og naga á sér hnúana yfir hörkuspennandi glæpasögu með sálfræðilegu tvisti. Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is Paradísarfórn Kristina Ohlson Ef þið eruð ekki búin að lesa þessa þá er einboðið að kippa henni með í bústað- inn. Verst að hún er svo spennandi að lesturinn gæti dregið úr útiveru. Hún er samt vel þess virði að fórna nokkrum göngutúrum fyrir. Er ekki annars spáð rigningu alla helgina? Verjandi Jakobs William Landay Öðruvísi réttarfars- drama sem kveikir á alls kyns tilfinningum og ekki úr vegi að hafa tissjúpakkann við höndina þegar líða tekur á lesturinn. Hrollvekjandi upplifun fyrir foreldra táninga en spyr spurninga sem virkilega skipta máli. Öngstræti Louise Doughty Þið munuð hugsa ykkur um tvisvar áður en þið hefjið framhjáhald eftir lestur þessarar. Umhugsunar- vekjandi og áhugaverð saga. GÓÐ LESNING Í BÚSTAÐNUM FÆRT TIL BÓKAR ! Furðustrandir eftir Arnald Indriða- son í þýðingu Vicky Cribb er tilnefnd til virtustu glæpasagnaverðlauna heims, The CWA Dagger Awards 2014, í flokknum alþjóðlegar glæpasögur. Auk Arnaldar eru meðal annarra tilnefnd þau Fred Vargas, fyrir Dog will have his day, Arturo Perez-Reverte, fyrir The Siege, og Simon Urban, fyrir Plan D. Hver verðlaunin hlýtur verður tilkynnt þann 30. júní. Arnaldur er ekki óvanur því að vera tilnefndur til þessara virtu verðlauna því hann hlaut Gyllta rýtinginn 2005 fyrir Grafarþögn og bæði Vetrarborgin og Harðskafi voru tilnefndar á sínum tíma. Arnaldur tilnefndur til Gyllta rýtingsins Sumarið er tíminn til að lesa Nýjar bækur fl æða í verslanir allan ársins hring núorðið og á sumrin fer þar mest fyrir reyfurum, skvísu- bókum og ljóðabókum. Bók er ómissandi ferðafélagi í sumarfríinu, hver sem bókmenntagreinin er. SÍÐASTA LJÓÐABÓK VÉSTEINS Væntanleg er ný ljóðabók eftir Véstein Lúðvíks- son og nefnist hún Kisan Leónardó. Vésteinn hefur gefið það út að þetta sé síðasta ljóðabókin sem hann muni senda frá sér. Ný ljóðabók eftir Einar Georg með teikningum eftir Ásgeir Trausta, son hans, er væntanleg frá Forlaginu. Ljóð Ein- ars þekkja nánast allir Íslendingar enda er hann höfundur flestra texta Ásgeirs. Teikningarnar sem prýða bókina teiknaði Ásgeir á tónleikaferðalagi í vor. Ásgeir Trausti myndskreytir BÆKUR ★★ Þessi týpa Björg Magnúsdóttir JPV-ÚTGÁFA Fyrsta skáldsaga Bjargar Magnús- dóttur, Ekki þessi týpa, var hressilegt innlegg í íslenska skvísubókaflóru, fyndin og raun- sönn. Nú sendir hún frá sér bók- ina Þessi týpa þar sem hún heldur áfram að segja sögu vinkvennanna fjögurra, Bryndísar, Regínu, Ingu og Tinnu, þar sem frá var horfið í fyrri bókinni. Þær stöllur hafa flestar stigið næsta skref í lífinu; Inga er á leið í hnapphelduna, Regína á von á stöðuhækkun og Tinna hefur stofn- að eigið vefrit. Bryndís aftur á móti er ekki á góðum stað í lífinu eins og best sést á því að hún tekur aftur upp samband við örlagaaumingj- ann Gumma. Sú ákvörðun er reynd- ar frekar illa undirbyggð í sögunni og sömu sögu er að segja af fleiru sem fjallað er um. Björg tekur hér þann pól í hæðina að bregða upp örmyndum, sýna frekar en segja, og í sumum tilfellum verður það til þess að lesandinn er skilinn eftir í lausu lofti og nær ekki sambandi við það sem fram fer. Tónninn í bók- inni er einnig mun dekkri en í þeirri fyrri, og hlátrasköllin víðsfjarri við lesturinn. Umfjöllunarefnin eru líka mun alvarlegri í þess- ari bók. Það er erfitt að gera nauðgun og afleiðingar hennar, stalkera, viðbrögð við nýjum maka foreldris og þær ómanneskjulegu kröf- ur sem brúðkaup gerir til brúðarinnar að gamanmál- um. Björg fær fjöður í hatt- inn fyrir að velta upp þess- um vandamálum sem ungar konur glíma við, en umfjöll- unin er öll í skötulíki og sálar- angistin sem slíkum hremm- ingum fylgir skilar sér illa til lesandans. Það er eins og höfundur- inn kinoki sér við að fara alla leið og kafa í upplifanir vinkvennanna af þessum áföllum. Spurning hvort þar spili formúla skvísubókanna inn í, það þyki ekki hæfa að eyðileggja stemninguna með óhugnaði. Að þessu sögðu er rétt að árétta það að Þessi týpa er virðingarverð tilraun til að skila veruleika ungra kvenna á Íslandi inn í bókmennt- irnar. Ágætlega skrifuð og pers- ónurnar sympatískar, auk þess að vera týpur sem við öll könnumst við úr umhverfi okkar. Björg er fín- asti penni með góðar hugmyndir og óskandi að hún haldi áfram að þróa stíl sinn og frásagnargleði án þess að láta hugmyndina um það hvernig skvísubækur „eigi“ að vera setja sér skorður. Friðrika Benónýsdóttir NIÐURSTAÐA Framhald bókarinnar Ekki þessi týpa. Dekkri og alvarlegri og nær ekki alveg sama flugi og fyrri bókin. Alvara lífsins tekur við Velúr, ný ljóðabók eftir Þórdísi Gísladóttur, kemur út í hjá Bjarti í júníbyrjun. Síðasta ljóðabók Þórdísar, Leyndarmál annarra, hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmunds- sonar árið 2010 og vakti mikla athygli. Þórdís hefur þar fyrir utan hlotið mikið lof fyrir barnabækur sínar um Randalín og Munda. Aðdáendur bíða því spenntir eftir Velúr. Ný ljóðabók Þórdísar Viðskiptavit er ekki meðfætt - það er lært VIÐSKIPTAFRÆÐIDEILD BS nám í viðskiptafræði Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands býður upp á metnaðarfullt, fjölbreytt og framsækið nám. Deildin hefur gegnt forystuhlutverki í menntun stjórnenda og sérfræðinga á sviði viðskiptafræði í sjö áratugi. Þetta er nám sem gerir kröfur samhliða því að veita góða fræðilega undirstöðu, virkja sköpunarkraftinn og hvetja til agaðra vinnubragða. Það er metnaður Viðskiptafræðideildar að tryggja nemendum góða menntun sem nýtur trausts í samfélaginu og hefur á sér gæðastimpil. Umsóknarfrestur er til 5. júní Hægt er að sækja um rafrænt á www.vidskipti.hi.is. Umsókninni þarf að fylgja afrit af stúdentsprófsskírteini. Boðið er upp á fjögur kjörsvið til BS gráðu í viðskiptafræði: • Fjármál • Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti • Reikningshald • Stjórnun www.hi.is SUMARLESTUR „Þetta sumarið væri til dæmis alveg kjörið að hita upp fyrir komandi leikár í stóru leikhúsunum.“ MYND/NORDICPHOTOSGETTY
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.