Fréttablaðið - 31.05.2014, Blaðsíða 110

Fréttablaðið - 31.05.2014, Blaðsíða 110
31. maí 2014 LAUGARDAGUR| MENNING | 66 LAUGARDAGUR SUNNUDAGUR www.hi.is FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Skráðu þig í skemmtilegt og krefjandi nám sem er jafnframt góður undirbúningur fyrir vinnumarkaðinn. Inntökuskilyrði í Háskóla Íslands: Umsækjendur sem hefja nám í Háskólanum skulu hafa lokið stúdentsprófi eða öðru sambærilegu prófi frá erlendum skóla. Umsóknarfrestur um diplómanám á meistarastigi er einnig til 5. júní 2014. Háskóli Íslands er alþjóðlegur rannsóknaháskóli og hefur jafnframt ríkum skyldum að gegna við íslenskt samfélag. Engin skólagjöld eru í Háskóla Íslands en árlegt skráningargjald er 75.000 kr. Inntökupróf eru við Lagadeild og Hagfræðideild. Skráning á www.hi.is Umsóknarfrestur um grunnnám er til 5. júní 2014 á www.hi.is Félags- og mannvísindadeild • BA Félagsfræði • BA Mannfræði • BA Þjóðfræði Aukagreinar: • Atvinnulífsfræði • Fjölmiðlafræði • Safnafræði Félagsráðgjafardeild • BA Félagsráðgjöf Hagfræðideild • BS Hagfræði • BA Hagfræði Lagadeild • BA Lögfræði Stjórnmálafræðideild • BA Stjórnmálafræði Aukagrein: • Kynjafræði Viðskiptafræðideild • BS Viðskiptafræði Námsleiðir: • Fjármál • Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti • Reikningshald • Stjórnun Félagsvísindasvið Háskóla Íslands Umsóknarfrestur til 5. júní Fjölbreyttar námsleiðir á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands Félagsvísindasvið Háskóla Íslands samanstendur af sex deildum og býður upp á metnaðarfullt, fjölbreytt og framsækið nám. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Sýningar 14.30 Gestalistamennirnir Katrín Agnes Klar og Lukas Kindermann sýna verk sem fjalla um hreyfingu í myndfleti. Þau skoða hreyfingu innan myndarinnar, hreyfingu listamannsins í myndinni eða myndina sem áhrifavald hreyfingar hjá áhorfand- anum. Viðburðurinn fer fram í Bókabúð- inni– verkefnarými á Seyðisfirði. 15.00 Ljósmyndasýning 1. árs nemenda Ljósmyndaskólans hefst í dag klukkan 15 að Hólmaslóð 6. Sýningin stendur til 8. júní og er opin mánudag til föstudag klukkan 14 til 20, og laugardag og sunnu- dag klukkan 12 til 18. 15.00 Tvær sýningar verða opnaðar í sýningarsölum Norræna hússins í dag klukkan 15. Á sýningunni varpar listakon- an fram spurningunni um stöðu mann- eskjunnar í landslaginu. Áhorfandinn sér ljósmyndir þar sem börn hafa raðað sér upp meðfram strandlengju og stendur frammi fyrir spurningunni um tengslin milli manneskju og umhverfis. Ljós- myndasýningin Mapping Europe eftir sænsku listakonuna Katerina Mistal er í innri sýningarsal. Töltsýning til heiðurs íslenska hestinum er í ytri sýningarsal. Íslenski hesturinn ber á baki sér ríkulega menningararfleifð og er stór hluti þess hvernig Íslendingar skilgreina sig sem þjóð. Hesturinn er gegnheilt einkenni þjóðararfsins hvort sem hann er í lausagöngu á hálendinu, taminn til að vinna verkin og bera okkur á bakinu eða fluttur á nýjan stað þar sem hann skeiðar í ókunnu umhverfi. 16.00 Opnun í Listasafni ASÍ í dag. I M A Ê N O W tengir saman fjóra listamenn sem hafa starfað við ólík svið listarinnar frá unga aldri; Koho Mori-Newton frá Japan, Lauren Newton frá Bandaríkj- unum, Elínu Eddu Árnadóttur og Sverri Guðjónsson. Koho Mori-Newton vinnur á pappír og skapar jafnframt innsetningar úr japönsku silki. Elín Edda kynntist kallí- grafískri list í Japan og hefur einbeitt sér að pappírsverkum þar sem unnið er með bursta og blek. Í Listasafni ASÍ verður sköpuð innsetning og umgjörð sem gefur gestum tækifæri til íhugunar. Fyrir sýninguna hafa raddlistamennirnir Lauren Newton og Sverrir Guðjónsson skapað og sett saman hljóðheim I M A Ê N O W sem byggir á raddskúlptúrum, kyrjun, yfirtónum, söngdróni og náttúruhljóðum í mismunandi hljóðrýmum, sölum og svölum Listasafns ASÍ. Hljóðgjörningur fer fram við opnun sýningarinnar. 19.00 Gjörningur verður framinn við opnun á Sýningu sem Hulda Rós opnar á Listahátíð í Reykjavík í dag. Sýningin opnar klukkan 19.00 og verður gerningur- inn fluttur klukkan 19.30. Sýningin fer fram í Gallerýi Þoku. Hátíðir 11.00 Í dag verður líf og fjör í nytja- jurtagarði Grasagarðsins. Þá kynna garð- yrkjufræðingar garðsins ræktun mat- og kryddjurta. Spurt og spjallað um sáningu, forræktun, útplöntun, umhirðu og annað sem viðkemur ræktuninni. Garðyrkjufélag Íslands kynnir starfsemi sína. Café Flóra verður með heitt piparmintute á könn- unni. Allir velkomnir. 12.00 Hátíð hafsins verður fagnað í Hörpu um helgina 31. maí til 1. júní. Sjó- mannadagurinn 1. júní verður viðburða- ríkur í Hörpu. Það verður skrúðganga meðfram höfninni líkt og farin var í fyrra við miklar vinsældir. Skoppa og Skrítla munu taka á móti börnum í anddyri Hörpu og Maxímús Músíkús mun gefa börnunum hátíðarfána. Skólahljómsveit Austurbæjar mun marsera gönguleiðina frá Hörpu út að Granda með skátana í fararbroddi. Tónlist tengd hafinu mun hljóma í Munnhörpunni og ómur harm- onikunnar berast út á torg. Til að ramma daginn inn verður boðið upp í dans í Flóa með útsýni til hafnarinnar sem hæfir til- efninu vel. Danshljómsveitin Klassík mun leika fyrir dansi. Allir velkomnir. Frítt inn. Kvikmyndir 15.00 Bræðslan, heimildarmynd eftir Aldísi Fjólu Borgfjörð Ásgeirsdóttur, verður frumsýnd í Bíói Paradís í dag klukkan 15.00. Aðgangseyrir er 1.000 kr., selt verður við dyrnar og enginn posi. Heimildarmyndin er hluti af lokaverkefni Aldísar Fjólu í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands. Myndin segir sögu tónlistarhátíðarinnar Bræðslunnar á Borgarfirði eystra, rifjar upp góðar sögur með viðtölum við heimafólk, listamenn, Bræðslustjóra og gesti Bræðslunnar og veltir fyrir sér framtíðarsýn Bræðslunnar. Tónlist 21.00 Hljómsveitin Ojba Rasta heldur tónleika á Gamla Gauknum í kvöld. Tónleikarnir fara fram á glænýjum og endurbættum Gauk. Húsið verður opnað klukkan 21.00. 21.00 Á þessum fyrri tónleikum Arto Lindsay mun hann flytja eigið efni sem er nokkurs konar blanda af tilraunakenndum gítarspuna í sambland við viðkvæmari og munaðarfulla tóna ættaða frá Brasilíu. Tónleikarnir fara fram í Mengi, Óðins- götu 2. 22.00 Söngkonan Þórunn Antonía Magn- úsdóttir og Bjarni M. Sigurðarson, félagi í hljómsveitunum Mínus, Esju, Stóns o.fl. leiða saman hesta sína á nýrri plötu sem er væntanleg á þessu ári. Sunny Side of the Road er fyrsta lagið sem Þórunn Ant- onía og Bjarni M. Sigurðarson senda frá sér og er í útvarpsspilun þessa dagana. Tónleikarnir fara fram á Dillon. 22.00 Spilakvöld Ljótu hálfvitanna á Café Rosenberg 31. maí kl. 22. Aðgangseyrir kr. 3.000. Matargestir geta pantað borð í síma 551 2442. 23.00 Bandaríski tónlistarmaðurinn Roland Hartwell leikur og syngur á Ob-La- Dí-Ob-La-Da, Frakkastíg 8, í kvöld klukkan 23.00. Aðgangur er ókeypis. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@ frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Sýningar 14.00 Gestalistamennirnir Katrín Agnes Klar og Lukas Kindermann sýna verk sem fjalla um hreyfingu í myndfleti. Þau skoða hreyfingu innan myndarinnar, hreyfingu listamannsins í myndinni eða myndina sem áhrifavald hreyfingar hjá áhorfandanum. Viðburðurinn fer fram í Bókabúðinni - verkefnarými á Seyðisfirði. 15.00 Í dag klukkan 15 opnar sýning á Flugdrekabók Guy Stewart í aðalsafni, Tryggvagötu 15. Yfirskrift sýningarinnar er Sjáumk eg meir um Munin og er til- gangur hennar m.a. að beina sjónum að þeim áhrifum, sem nýir miðlar, eins og internetið, hafa á hugsanagang okkar. Hátíðir 11.30 Sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur frá kl. 11.30-15.30 í Viðey. Sigling frá Gömlu höfninni um Sundin og út í Viðey er afar við- eigandi skemmtun þegar hafinu og sjómennsku er fagnað. Slegið verður upp veislu með harmónikkuleik þar sem gestir geta lært að flaka fisk og keypt sér ljúffengt „fish and chips“ af veitingafólkinu í Viðeyjarstofu. Skemmtilegir sjómannadagsleikir verða í boði eins og reiptog og poka- hlaup sem skátarnir í Landnemum munu stýra. Allir krakkar hafa gaman af því að leita að gersemum í fjörunni og við verðum með háfa, fötur og bala undir það sem upp úr krafsinu hefst en það er ekki verra að koma með eigið fjörudót. Tónlist 16.00 Á fyrstu tónleikum sumarsins, í dag klukkan eru það Laufey Sigurðar- dóttir fiðluleikari og Aladár Rácz píanóleikari sem koma fram í stof- unni á Gljúfrasteini. Þau munu leika ýmiss konar klassíska tónlist, meðal annars Sónötu eftir Beethoven fyrir píanó og fiðlu, Opus 12 nr 2. Tónleik- arnir eru öllum opnir og miðaverð er 1.500 krónur. 17.00 Í dag mun Andrea Jónsdóttir leika og kynna lög af hljómplötum á Ob-La-Dí-Ob-La-Da,Frakkastíg 8. 17.00 Útgáfutónleikar í Hallgríms- kirkju í dag klukkan 17.00. Lára Bryndís Eggertsdóttir leikur á Klais- orgel Hallgrímskirkju. Þá frumflytur Lára Bryndís sjö glæný orgelverk eftir jafn mörg tónskáld. Sérstakur heiðurs- gestur á tónleikunum verður frú Vigdís Finnbogadóttir, og hún mun jafnframt lesa ritningarvers sem tilheyra hverju orgelverki. Miðasala er við innganginn. Verkefnið er styrkt af Tónmenntasjóði kirkjunnar, Statens Kunstfond í Danmörku og danska organistafélag- inu DOKS. Lára Bryndís orgelleikari er búsett í Danmörku og er að ljúka framhaldsnámi í kirkjutónlist við Tón- listarháskólann í Árósum. 21.00 Á þessum seinni tónleikum Lindsay í Mengi mun hann spinna tónlist í félagi við íslenska spuna- tónlistarmenn. Hver útkoman verður er ómögulegt að segja til um en víst er að það verður áhugavert enda ekki á hverjum degi sem listamaður sem haft jafn djúpstæð áhrif menningarlíf heillar kynslóðar kemur fram á Íslandi. Tónleikarnir fara fram í Mengi á Óðins- götu 2. Listamannaspjall 14.00 Í dag mun Dögg Guðmunds- dóttir ganga um sýninguna Heimar / Kosmos í Hönnunar- safni Íslands og spjalla við gesti um þær aðferðir og hugmyndafræði sem móta hönnun hennar. Dögg er mikilvægur fulltrúi sístækkandi hóps íslenskra hönnuða sem starfa með alþjóð- legum framleiðendum. Fjölbreytt hönnun hennar endurspeglar tilraunir með nýjan efnivið úr íslensku hráefni. Með ríka skapandi þörf að vopni og ásetning um frumlega nálgun við efnið verður niður- staðan oft og tíðum óvænt. 15.00 Í dag klukkan 15 taka myndlistar- mennirnir Ólöf Nordal og Gunnar Karls- son og tónskáldið Þuríður Jónsdóttir þátt í listamannaspjalli í tengslum við sýninguna Lusus naturae í Hafnarborg. Lusus naturae er nýtt verk, afrakstur samstarfs listamannanna þriggja þar sem ólíkar listgreinar mætast á ein- stakan hátt og skapa flæðandi upplifun myndlistar og tónlistar. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@ frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is. ANDREA JÓNSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.