Fréttablaðið - 27.06.2014, Síða 1

Fréttablaðið - 27.06.2014, Síða 1
NEYTENDAMÁL Nærri allt græn- meti frá stærsta dreifingaraðila grænmetis á Íslandi, Sölufélagi garðyrkjumanna, er merkt með vottuninni Vistvæn landbúnaðar- afurð. Í Fréttablaðinu í gær kom fram að vottunin hefði verið eft- irlitslaus um árabil og þætti vill- andi fyrir neytendur. Vottunin hefur ekki verið gefin út um margra ára skeið og listi yfir þá aðila sem fengu hana á sínum tíma er ekki til í atvinnu- vega- og nýsköpunarráðuneyt- inu. Einu upplýsingarnar sem fundust í ráðuneytinu sneru að níu kartöflubændum í Eyjafjarðarsveit árið 2010. Þá hafði eftirlit með vistvænum búskap grænmetis- og kartöflu- bænda nánast ekki verið neitt. Samkvæmt reglugerð um vistvænar landbúnaðar afurðir skal eftirlitsaðili koma einu sinni á ári í hverja ræktunar stöð. „Menn eru kannski ekki að reka neitt eftirlit í kringum þetta merki en það þýðir samt ekki að það séu ekki gerðar gæðakröfur til framleiðanda,“ segir Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Félags garðyrkjubænda. „Varðandi sjálft merkið get ég alveg tekið undir þá gagnrýni að ef maður notar merki til þess að votta eitt- hvað þá þarf auðvitað að uppfylla ákveðin skilyrði og fylgja því eftir að þau séu upp- fyllt,“ segir Bjarni. Guðrún Arndís Tryggvadótt- ir, framkvæmdastjóri Náttúran. is, er ósátt við notkun merking- arinnar. „Þetta þýðir ekki nokk- urn skap aðan hlut. Merking sem hefur ekkert eftirlit þýðir ekki neitt.“ Hún segir hugtakið vist- vænn landbúnaður þess utan ekki hafa neina eiginlega merkingu. „Þetta er bara þessi sannfæring um að Ísland sé allt vistvænt og æðislegt.“ - ssb / sjá síðu 10 LÍFIÐ U ppskeran heilsumarkaður, Skeif-unni 3a, er ný verslun þar sem meðal annars er boðið upp á úrval af hampvörum.„Líkamleg og andleg vellíðan okkar snýst að miklu leyti um það sem við látum ofan í okkur og er hampprótein frá-bær lausn fyrir þá sem vilja auka orkuna með yfirburða næringu yfir daginn,“ segir Þórunn Stefánsdóttir hjá Uppskerunni.Hampprótein er svokallað fullkomið prótein þar sem það inniheldur allar am-ínósýrurnar frá náttúrunnar hendi. Auk þess er það ríkt af ómegafitusýrum og mjög trefjaríkt. „Þetta er algjörlega óunnin og hrá vara. Hamppróteinið er fengið með kaldvinnslu á hampfræjum sem eru mjög prótein-rík og innihalda auk þess fjöldann allan af vítamínum og stein efnum,“ útskýrir Þórunn og bendir sérstaklega á hamppró- teinið frá GOOD. „Það er án aukefna, lakt- ósa, kólesteróls og glútens. Það er mjög auðmeltanlegt og hentar því flestum. Það er til dæmis full komið fyrir þá sem tileinka sér paleo-lífsstílinn og er einnig vinsælt hjá þeim sem eru grænkerar (vegan),“ segir hún.Þórunn segir boðiðupp á n kk AUKIN ORKA MEÐ HAMPPRÓTEINIUPPSKERAN KYNNIR Þórunn Stefánsdóttir, einkaþjálfari og heilsuráðgjafi, mælir með hamppróteini fyrir fólk á öllum aldri. HUMARHÁTÍÐ Á HÖFNHumarhátíð á Höfn verður haldin um helgina. Humar- súpa um allan bæ og glæsileg dagskrá víða í sveitar- félaginu. Humarhátíðin dregur ávallt til sín fjölda gesta og allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. ÚTSALAN ER HAFIN 30-50% afsláttur af öllum útsöluvörum Næsta námskeið hefst 2. júli 2014 Kynningarblað Hestar, mannlíf, verslun, skemmtiatriði, keppni og kynbótasýningar. LANDSMÓT FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2014 HESTAMANNA Sannkallað fjölskyld fjör á HelluRúmlega 800 hestar og yfir tíu þúsund gestir eru væntanlegir á Landsmót hestamanna sem haldið verður á á Hellu dagana 29. júní til 6. júlí. Þar skemmta sér saman ungir sem aldnir enda sönn fjölskylduhátíð fyrir hestafólk og aðra góða gesti.Í slenski hesturinn er hluti af ís-lenskri menningu og sam ofinn þjóðinni. Landsmót hesta- manna er kjörið tækifæri til að fagna íslenska hestinum og halda merki hans á lofti,“ segir Axel Ómars son, framk væmdastjóri Landsmóts hestamanna, en mótið er nú haldið í 21. sinn. Fjölskylduskemmtun Axel leggur áherslu á að mótið sé síður en svo aðeins ætlað hesta- fólki. „Þetta er fjölskylduvið burður á Suðurlandi og til dæmis tilvalið fyrir fólk í sumarbústöðum í ná- grenninu að renna á Hellu enda leggjum við mikið í hliðardag- skrána,“ segir Axel og bendir þar á heilmikla skemmtidagskrá sem er í gangi sérstaklega u h l i á markaðstjald og hitt veitingatjald með sviði. Þá verðum við með hátt í tíu gámahús og klósetthús.“ Erlendir og innlendir jálfb ð Íslenski hesturinn er hluti af íslenskri menningu og samofinn þjóðinni. Landsmót hestamanna er kjörið tækifæri til að fagna íslenska hestinum og halda merki hans á lofti. MYNDIR/LANDSMÓT HESTAMANNALífi 27. JÚNÍ 2014 FÖSTUDAGUR Linda Jóhannsdót tir fatahönnuður PASTELPAPER- MYNDIRNAR ERU VINSÆLAR 2 Sigríður, Lára, Pál ína og Vilborg FJÖLSKYLDUFJÖR Í ÖSKJUHLÍÐ Á SUNNUDAG 8 Andre Magnúsdó ttir fatahönnuður HANNAÐI HREIN - DÝR MEÐ EIGIN- MANNINUM 10 ERU EKKI BARA ANDLIT PPELSÍNS Guðný Gígja og B artey MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Föstudagur 18 3 SÉRBLÖÐ Lífið | Landsmót hestamanna | Fólk FRÉTTIR Sími: 512 5000 27. júní 2014 149. tölublað 14. árgangur Tónlistin yljar fólki um hjartarætur Bjartey Sveinsdóttir og Guðný Gígja Skjaldardóttir kynntust í kór í Flens- borgarskóla. Fljótlega uppgötvuðu þær sameiginlegan áhuga á tónlist og í dag búa þær saman, eru í hljóm- sveitinni Ylju og tengjast sterkum vináttuböndum. Kastað á milli Ríki og sveitarfélög bregðast sjón- og heyrnarskertum. Fólki er kastað milli stofnana. 4 Fá háa styrki Fimm íslensk fyrirtæki koma að jarðhitaverkefnum í Rúm- eníu sem fengið hafa samtals 1,6 milljarða króna styrk frá EES. 8 Þetta þýðir ekki nokkurn skap aðan hlut. Merking sem hefur ekkert eftirlit þýðir ekki neitt. Guðrún Arndís Tryggvadóttir framkvæmdastjóri Náttúran.is SKOÐUN Styðja á við sam- keppni en ekki fákeppni, skrifar Pawel Bartoszek. 19 MENNING Sýning Bjarkar í MoMA-safninu spannar tuttugu ára feril. 30 LÍFIÐ Bergur Ebbi og Dóri DNA vinna að handriti að jólamynd. 42 SPORT Vörn FH-inga stendur föst fyrir og er sú besta í efstu deild í heil 26 ár. 38 Opið allan sólarhringinn í Engihjalla, Vesturbergi og Arnarbakka fyrir börn í Suður-Súdan Neyðarákall Sendu sms-ið BARN í númerið 1900 og gefðu 1.900 krónur FAGNA SIGRINUM Liðsmenn Workforce A hjóluðu hringinn á undir fjörutíu klukkustundum. Í gær höfðu þeir safnað fimmtíu þúsund krónum í áheitum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL DÝRAVELFERÐ Dýraverndunarfélag Íslands (DÍ) gagnrýnir harðlega að það hafi verið lögleitt í dýravel- ferðar löggjöf að drekkja megi mink við gildruveiði. Það gangi gegn anda laganna. Hallgerður Hauksdóttir, for- maður DÍ, segir viðurkenningu á þessari aðferð við að aflífa mink ósiðlega og óboðlega. Hún segir að það orki vægast sagt tvímælis að ein dýrategund á Íslandi sé ofurseld þessum andstyggilega dauðdaga, með því fororði að hún sé skaðleg og óvelkomin. Sif Traustadóttir dýralæknir skrifar í nýjasta tölublaði Dýra- verndarans um meðferð dýra og gerir lögin að umtalsefni. Þar minn- ir hún á að búið sé að sýna fram á með óyggjandi hætti að taugakerfi spendýra sé í engu frábrugðið taugakerfi manna. Sársaukaskyn þeirra sé því það sama. „Þarna er ein dýrategund tekin fyrir og látin þola þjáningar sem ekki eru taldar boðlegar þegar um önnur dýr er að ræða,“ segir Sif. Ný lög um dýravelferð voru sam- þykkt á liðnum þingvetri. Þessi aðferð við að aflífa mink var mikið rædd, bæði innan atvinnuvega- nefndar og í umsögnum við frum- varpið. Þar kemur fram að minkur- inn var sérstaklega tekinn út fyrir sviga og það gagnrýnt hart af dýra- verndunarsinnum. Matvælastofnun segir til dæmis í umsögn sinni að með því að leyfa að aflífa mink með drekkingu sé gengið of langt frá meginmarkmiði laganna, enda segi þar að dýr skuli aflífuð með skjótum og sársaukalausum hætti. Nauðsyn- legt sé því að skoða aðra kosti. Einu rökin sem hægt er að finna stað fyrir leyfi til gildruveiði með minkasíum eru hversu skilvirkar og hagkvæmar þær séu og gefi mögu- leika til að halda stofni minks niðri. Þetta meginsjónarmið til minkaveiði kemur skýrt fram í niður stöðum vinnuhóps ríkis og sveitarfélaga um framkvæmd refa- og minkaveiði frá því í vetur. - shá / sjá síðu 6 Gagnrýna undanþágu sem heimilar drekkingar í nýjum lögum um dýravernd: Lýsa andstyggð á minkadrápi Nær allt íslenskt grænmeti merkt eftirlitslausri vottun Ekkert eftirlit hefur verið með vottuninni Vistvæn landbúnaðarafurð sem flestir grænmetisbændur setja á vörur sínar. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið veit ekki hvaða framleiðendur hafa fengið vottunina. FÉLAGSMÁL Liðið Workforce A vann nauman sigur í hjólreiða- keppninni umfangsmiklu, Wow Cyclothon, í gærmorgun. Í keppninni hjóla lið hring- veginn um landið á tveimur til þremur sólarhringum en sigur- vegararnir komu í mark innan við sekúndu á undan liðinu Örn- inn Trek. Þrjú fyrstu liðin bættu öll mettímann í keppninni frá árinu 2012. „Að vaka allan tímann var langerfiðast,“ sögðu liðsmenn Workforce A við komu í mark á Rauðavatni rétt fyrir ellefu eftir tæplega fjörutíu klukkustunda ferð. Keppnin gengur fyrst og fremst út á að lið safni áheitum sem renna til styrktar bæklunar- skurðdeildar Landspítala. Í ár tóku 63 lið þátt og samtals hafa safnast rúmlega þrettán milljónir króna í áheitum. - bá Nýtt met í Wow Cyclothon: Munaði litlu á efstu sætunum Bolungarvík 10° SV 5 Akureyri 14° SV 2 Egilsstaðir 15° S 1 Kirkjubæjarkl. 12° S 2 Reykjavík 13° SA 5 Skýjað á köflum en milt um allt land. Vindur frekar hægur og hiti yfirleitt 10-18 stig. Súld víða um landið V-vert og búast má við síðdegisskúrum víða. 4 Þarna er ein dýra- tegund tekin fyrir og látin þola þjáningar sem ekki eru taldar boðlegar þegar um önnur dýr er að ræða. Sif Traustadóttir dýralæknir

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.