Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.06.2014, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 27.06.2014, Qupperneq 6
27. júní 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 6 DÝRAVELFERÐ Dýraverndunarsam- band Íslands (DÍ) gagnrýnir harð- lega að í nýjum lögum um velferð dýra sé gefin heimild til að drekkja mink í gildruveiði, en aflífun dýra með drekkingu er annars með öllu óheimil. Drekking minks er rétt- lætt með því hversu skilvirk og ódýr aðferðin hefur reynst. „Þetta er siðlaust og óboðlegt. Menn eru dæmdir þegar hundi er drekkt vegna þess hversu grimmi- leg aðferðin er,“ segir Hall gerður Hauksdóttir, formaður DÍ, og bætir við að undanþágan gangi gegn anda laganna sjálfra um að dýr skulu aflífuð með skjótum og sársaukalausum hætti, og forðast beri að valda þeim óþarfa þján- ingum eða hræðslu. Hallgerður segir að það orki vægast sagt tvímælis að ein dýrategund á Íslandi sé ofurseld þessum andstyggilega dauðdaga, með því fororði að hún sé skaðleg og óvelkomin. Félagið hafi skiln- ing á því að stofni minks sé haldið í skefjum, en ekkert réttlæti að það sé gert með þessum hætti. Löggjöf Norðurlandaþjóða endurspegli þetta og ástæða til að læra af því. Sif Traustadóttir dýralæknir skrifar í nýjasta tölublaði Dýra- verndarans um meðferð þeirra dýra sem skilgreind eru sem mein- dýr. Þar minnir hún á að búið er að sýna fram á með óyggjandi hætti að taugakerfi spendýra sé í engu frábrugðið taugakerfi manna. Sársaukaskyn þeirra sé því það sama. Um minkinn og nýju dýra- velferðarlögin segir Sif: „Þarna er ein dýrategund tekin fyrir og látin þola þjáningar sem ekki eru taldar boðlegar þegar um önnur dýr er að ræða.“ Blekið á nýjum lagatexta er vart þornað því ný lög um dýravelferð voru samþykkt á liðnum þingvetri. Þessi aðferð við að aflífa mink kom mjög við sögu í lagavinnunni, bæði innan atvinnuveganefndar og í umsögnum við frumvarpið. Þar kemur fram að minkurinn var sér- staklega tekinn út fyrir sviga og það gagnrýnt hart af dýravernd- unarsinnum og fleirum. Á móti kemur að í umsögnum Landssam- bands veiðifélaga, Reynis Berg- sveinssonar, sem fann upp svo- kallaða minkasíu sem um ræðir, og Æðarræktarfélags Íslands koma fram gagnstæð sjónarmið. svavar@frettabladid.is Drekkingar minka gegn anda laganna Ný lög um dýravelferð heimila að mink sé drekkt við gildruveiði. Ólöglegt er að drekkja nokkru öðru dýri enda skuli ekki valda dýrum óþarfa þjáningu og hræðslu. Réttlætt af stjórnvöldum vegna þess að aðferðin er skilvirk og ódýr. MINKUR Heildarveiði á landinu frá 2000 til 2005 var um 7.000 minkar árlega en hefur farið minnkandi og var komin niður í 3.000 dýr árið 2012. MYND/SIGRÚN ■ Að mati starfshóps ríkis og sveitarfélaga eiga minkaveiðar margt sameigin- legt með hefðbundinni meindýraeyðingu sveitarfélaga. Markmið þeirra sé að hefta útbreiðslu og lágmarka tjón. „Veruleg takmörkun á stofnstærð minks og jafnvel útrýming hans úr náttúru Íslands er því í samræmi við núgildandi lög. Á síðustu árum hafa komið fram ódýrari og skilvirkari veiðiaðferðir á mink en áður voru notaðar. Má því ætla að ná megi niður kostnaði og bæta árangur við minkaveiðar á umtalsverðan hátt.“ ■ Dýraverndarfélagið fullyrðir að minkurinn þjáist gríðarlega við drukknun og hún taki oft langan tíma. Dýrið þurfi oft að vera innan um hræ þar sem gildrunnar er ekki vitjað reglulega. ■ Umhverfisstofnun lýsir vatnsgildru með eftirfarandi hætti: „Hún er samsett úr röri sem liggur frá ár- eða vatnsbakka niður í búr sem er undir vatnsyfir- borði. Minkurinn berst skemur um í þessari gildru en í röra- eða tunnugildru, finnur ekki leiðina út og drukknar því strax.“ ■ Reynir Bergsveinsson, sem hannaði minkasíuna, hefur sagt að aðferðin sé mannúðleg; dýrin drukkni strax enda hafi hann aldrei komið að lifandi mink í gildru. Má ná niður kostnaði og bæta árangur 1. Hvað heitir breski tónlistarmað- urinn sem kom fram á tónleikum í Hörpu í gær? 2. Hvað kosta gervihnattaútsendingar RÚV? 3. Hvaða athafnamaður á hellinn Gjögur í Ölfusi? SVÖR STJÓRNSÝSLA Kristín Cardew, móðir Harrietar Cardew, afhenti Innanríkisráðuneytinu í gær formlega kæru vegna úrskurðar Þjóðskrár um að neita Harriet um íslenskt vegabréf. Í kærunni segir að samkvæmt lögum um vega- bréf sé ekki nauðsynlegt að í vegabréfi komi fram fullt nafn samþykkt af mannanafnanefnd. Harriet hefur fram til þessa fengið íslenskt vegabréf undir nafninu stúlka Cardew. Þjóð- skrá segir hins vegar að vegna breyttra verk- lagsregla fái Harriet ekki nýtt vegabréf. Fulltrúi innanríkisráðuneytisins segir að ráðuneytið muni úrskurða í málinu eins fljótt og hægt. Foreldrum Harrietar var tilkynnt í hádeg- inu í gær að Harriet fengi breskt neyðarvega- bréf sem gildir á meðan fjölskyldan fer í frí til Frakklands. Þau halda af landi brott þriðjudag- inn næstkomandi. Að ferðinni lokinni mun Harriet geta fengið varanlegt vegabréf frá Bretlandi, en það tekur um sex vikur að berast til landsins. Breska blaðið The Guardian birti frétt um málið síðdegis í gær. Þar er fjalla um íslenskt mannanafnalög og útskýrt að til að nöfn á Íslandi verði samþykkt þurfi þau að falla að íslenskri málvenju og hafa eignarfallsendingu. -ih Mál hinnar tíu ára gömlu Harriet Cardew komið í heimspressuna en The Guardian birti frétt um málið: Harriet fékk neyðarvegabréf frá Bretlandi FÉKK NEYÐARVEGABRÉF Harriet fyrir framan breska sendiráðið í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI1. Tom Odell. 2. 70 milljónir króna. 3. Jón Ólafsson. FER MEÐ FORMENNSKU Eygló Harðar- dóttir er samstarfsráðherra Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA STJÓRNMÁL Endurnýjun og efling norræns samstarfs var helst til umræðu á fundi samstarfs- ráðherra Norðurlandanna sem fór fram á Hótel Rangá í gær. Þá voru ákveðnar endurbætur samþykktar sem stuðla eiga að framþróun í norrænu samstarfi. Eygló Harðardóttir er sam- starfsráðherra Íslands og fer með formennsku í Norrænu ráð- herranefndinni á þessu ári. Hún segir mikilvægt að í norrænu samstarfi sé lögð áhersla á þau úrlausnarefni sem hafa beina þýðingu fyrir almenning á Norður löndum. - bá Samstarfsráðherrar funda: Efling norræns samstarfs rædd FERÐAMÁL Fimm þúsund færri íslenskir farþegar flugu frá Keflavíkurflugvelli í júní, júlí og ágúst í fyrra en í sömu mánuðum árið 2012. Í frétt á vefnum turisti.is kemur fram að samdrátturinn hafi numið rúmum fjórum pró- sentum en sumrin á undan hafi ferðagleði Íslendinga aukist jafnt og þétt milli ára. Í október fóru nærri þrjátíu og átta þúsund Íslendingar út. Þetta er í fyrsta skipti sem vinsælasti ferðamánuður ársins er ekki einn af sumarmánuðunum þremur samkvæmt talningum sem ná aftur til ársins 2002. - rkr Flestir farþegar í október: Færri flugu um sumarið í fyrra IÐNAÐUR Einungis 579 af þeim rúmlega 2.500 nemum sem útskrifuðust frá Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík í vor eru með iðn- og tæknimenntun. Það gerir 22,5 prósent útskrifaðra. Jón Ágúst Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Marorku, segir mikla vöntun á tæknimennt- uðu fólki hér á landi. Hann segir það gríðarlega mikilvægt fyrir íslenskt samfélag að fleiri útskrif- ist með menntun í tæknigreinum. „Það sem við höfum verið að benda á er að það þarf að mennta töluvert mikið af fólki í tækni- greinum,“ segir Jón Ágúst. „Þá sérstaklega í verkfræði- og hug- búnaðargerð eða forritun. Félög eins og Marorka eru að undirbúa það að kaupa þjónustu erlendis frá, þannig að það eru mikil tækifæri fyrir fólk til að læra hugbúnaðar- gerð.“ - gag Aðeins 22,5% útskrifaðra frá HÍ og HR í vor hlutu menntun í tæknigreinum: Vöntun á tæknimenntuðu fólki TÆKIFÆRI Framkvæmdastjóri Marorku segir mikil tækifæri fyrir þá sem læra hugbúnaðargerð. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SAMGÖNGUR Einungis 21 pró- sent nýrra reiðhjóla í verslunum á höfuðborgarsvæðinu uppfylla reglugerð um gerð og búnað reið- hjóla samkvæmt árlegri könnun sem Brautin – bindindisfélag öku- manna framkvæmdi nýlega. Þetta kemur fram í tilkynn- ingu félagsins. Þar segir að mest hafi munað um að bjöllu vantaði á 72 prósent þeirra reiðhjóla sem skoðuð voru. Þá hafi einnig vant- að keðjuhlíf á 27 prósent hjóla. - bá Árleg könnun Brautarinnar: Fjöldi hjóla án löglegs búnaðar VEISTU SVARIÐ? Göngugreining Pantaðu tíma í síma 5173900 Orkhúsinu / Suðurlandsbraut 34 / 517 3900 Vandamál sem göngugreining Flexor getur hjálpað til við að leysa eru til dæmis: • þreytuverkir og pirringur í fótum • verkir í hnjám • sársauki eða eymsli í hælum (hælspori, „plantar fasciitis“ o.fl.) • beinhimnubólga • óþægindi eða verkir í baki og/eða mjöðmum • verkir í tábergi og/eða iljum • hásinavandamál • óþægindi í ökklum • þreytu- og álagsverkir hjá börnum og unglingum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.