Fréttablaðið - 27.06.2014, Page 20
27. júní 2014 FÖSTUDAGUR| SKOÐUN | 20
SKARAÐU FRAM
ÚR, STÖKKTU Á
SPORT LUNCH
Guðmundur Andri Thorsson
rithöfundur skrifaði grein
undir fyrirsögninni „Dugar
lögfræðin?“ sem birtist í
Fréttablaðinu mánudaginn
23. júní sl. Í inngangi grein-
arinnar setur hann upp litla
„dæmisögu“ sem er bersýni-
lega ætlað að vísa til Al Thani-
málsins sem nú bíður meðferð-
ar í Hæstarétti Íslands.
Ég sé mig knúinn til að gera
nokkrar athugasemdir við þessa
„dæmisögu“ vegna þess að þrátt
fyrir augljós líkindi við Al Thani-málið
koma fram veigamiklar staðreyndavill-
ur í sögu Guðmundar sem snúa atvikum
á hvolf og gefa villandi mynd af hinni
raunverulegu atburðarás.
Guðmundur Andri stillir upp þeirri
mynd að fenginn hafi verið útlendingur
til að kaupa stóran hlut í banka á upp-
sprengdu verði en aldrei greitt krónu
fyrir. Þá er því haldið fram að kaupin
hafi verið til þess ætluð að halda uppi
verði á hlutabréfum í bankanum og áður
hafi „ótal“ starfsmenn bankans verið
látnir skrá sig fyrir „ómældum“ kaup-
um á hlutabréfum í bankanum í sama
skyni.
Hlutabréf á markaðsvirði
Í fyrsta lagi fóru kaup Al Thanis á
hlutabréfum í Kaupþingi fram á mark-
aðsvirði en ekki á „uppsprengdu“ verði
eins og segir í sögu Guðmundar Andra.
Þá er beinlínis rangt að Al Thani hafi
aldrei greitt krónu sjálfur fyrir kaupin.
Hann tók sjálfskuldarábyrgð á helmingi
kaupverðsins og gekk síðar frá samn-
ingum við slitastjórn Kaupþings um
greiðslu á milljörðum vegna þeirrar
ábyrgðar.
Einnig er rangt að starfsmenn bank-
ans hafi verið látnir skrá sig fyrir hluta-
bréfum í því skyni að halda uppi verði
hlutabréfa. Starfskjör lykilstarfsmanna
bankans fólu í sér rétt til kaupa
á hlutabréfum í bankanum á
hagstæðum kjörum. Flestir
nýttu sér þann rétt. Var þar um
að ræða hluta af starfskjara-
stefnu bankans sem samþykkt
var af hluthöfum á aðalfundi en
ekki tilraun til að hafa áhrif á
markaðsverð hlutabréfa.
Ávallt hefur legið fyrir að við
stjórnendur Kaupþings fögnuð-
um hlutabréfakaupum Al Than-
is. Árið 2008 voru viðsjárverðir
tímar í alþjóðlegum fjármála-
heimi og flestir helstu bankar heims-
ins kepptust við að styrkja stöðu sína,
meðal annars með því að styrkja hlut-
hafahóp sinn með aðkomu fjársterkra
aðila, ekki síst frá Mið-Austurlöndum.
Í því fólst ekki tilraun til markaðsmis-
notkunar heldur töldu helstu bankar
miklu máli skipta að fá til liðs við sig
sterka bakhjarla og jafnframt stækka
og breikka hluthafahóp sinn.
Aðkoman mikilvæg viðurkenning
Hið sama gilti um Kaupþing og aðra
alþjóðlega banka. Enn fremur átti
Kaupþing ekki eins gott skjól hjá seðla-
banka sínum og bankar sem nutu skjóls
stærri seðlabanka og stærri gjald-
miðla. Aðkoma Al Thanis, eins auðug-
asta fjárfestis í heimi, að hluthafahópi
Kaupþings var mikilvæg viðurkenn-
ing á því að hann liti á Kaupþing sem
ákjósanlegan fjárfestingarkost og
hefðu kaup hans styrkt Kaupþing til
framtíðar ef ekki hefðu komið til utan-
aðkomandi atburðir, sem kipptu fótun-
um undan bankanum.
Uppgjör falls bankanna á Íslandi
hefur að mestu falist í því að stofnað
var sérstakt embætti saksóknara sem
hefur það hlutverk að glæpavæða og
skilgreina alla starfsemi íslensku bank-
anna fyrir hrun sem skipulagða glæpa-
starfsemi. Í þeim tilgangi hafa hundr-
uð manna haft réttarstöðu grunaðs eða
sakbornings í á sjötta ár. Sakborningar
í hrunmálum hafa neyðst til að ráða sér
verjendur og réttargæslumenn.
Guðmundur Andri telur að uppgjörið
við hrunið hafi ekki farið almennilega
fram hér á Íslandi vegna þess að það
hafi verið of mikið „á forsendum lög-
fræðinganna“.
Litið í eigin barm
Það er hægt að taka undir með Guð-
mundi Andra að sennilega er ekki besta
leiðin til að gera upp við hrunið að gera
það á forsendum lögfræðinganna. Það
er hins vegar fráleitt að gera þá kröfu
til sakborninga í hrunmálum að þeir
falli frá rétti sínum til að halda uppi
vörnum í dómsmálum sem saksóknar-
ar höfða gegn þeim.
Flestir geta litið í eigin barm og fund-
ið til ábyrgðar á því sem fór úrskeiðis
hér á landi í aðdraganda falls bankanna
2008 og við sem stjórnuðum bönkunum
getum að sjálfsögðu ekki vikist undan
okkar ábyrgð. Það gleymist hins vegar
oft að það voru ekki aðeins íslenskir
bankar sem féllu í hinni alþjóðlegu fjár-
málakrísu. Bankar um allan heim féllu.
Hvergi hefur verið reynt að glæpavæða
þessa fjármálakrísu með almennum
hætti nema hér á Íslandi.
Það er því ekki endilega góður byrj-
unarpunktur að hefja umræðu og upp-
gjör við fall íslensku bankanna á að
ganga út frá því að að fall þeirra hafi
stafað af víðfeðmri glæpastarfsemi eig-
enda þeirra, stjórnenda eða almennra
starfsmanna.
Af lagaleið
SAMFÉLAGSMÁL
Hreiðar Már
Sigurðsson
fyrrverandi forstjóri
Kaupþings
Eitt stærsta vandamál nútímasamfélags er hraði sem
leiðir af sér örara samfélag, þar sem allir eru í kappi
við tímann. Tíminn er auðlind sem nútíminn gerir
kröfu um að sé nýtt. Það er komið að því að staldra við
og skoða þessa hraða áráttu. Gandhi
sagði eitt sinn að lífið væri annað og
meira en aukinn hraði. Það mætti
segja að samtímann skorti króníska
leti, leti sem fólk nýtir til lesturs, leti
sem einstaklingar nota til að hugsa,
leti til að eiga fleiri samverustundir
með fjölskyldunni og þannig mætti
halda áfram.
Nútímahagkerfið, sem hrundi, sner-
ist ekki aðeins um að sá stóri éti þann
smáa heldur einnig þann svifaseina.
Eitthvað hlaut að gefa eftir og sitjum
við nú uppi með afleiðingu mikillar
hraða dýrk unar. Þetta kallar á hugar-
farsbreytingu. Krafan um breytingar í samfélaginu er
hávær og hefur alltaf verið. Þannig hefur maðurinn
þróað samfélag sitt til hins betra með ýmsum feilspor-
um og lært af mistökum sínum. En hvernig breytum
við samfélaginu til hins betra nema ræða okkur niður á
skynsamlegustu leiðina sem allra flestir geta sætt sig
við?
Mannskepnan er enn sem hún var, grimm, ofbeldis-
full, árásargjörn og kappsöm. Samfélag manna hefur
mótast af hegðun. Ríkjandi viðhorf í hverju menningar-
samfélagi hefur tilhneigingu til að styðja og viðhalda
því sem virtast er innan þeirrar menningar. Í samfé-
lagi þar sem árangur og staða er mæld í efnislegum
auð en ekki félagslegu framlagi veltir maður fyrir sér
nútímasamfélagi.
En hvert stefnum við þá sem þjóð? Rannsóknir hafa
sýnt að viðhorf manna eru eitt af því erfiðasta sem
hægt er að eiga við. Sérstaklega þegar kemur að hlut-
um sem skipa stóran sess í lífi fólks. Þá skipta rök og
staðreyndir jafnvel engu máli. Það er viðhorfið sem
gildir og nægir mörgum sem staðreynd. Fólk hefur
þörf á að hafa málstað og myndar sér gjarnan ein-
hverja skoðun byggða á óskhyggju, þ.e. fólk trúir ein-
hverju svo mikið að það fer að búa til rök sem leiða að
fyrir fram gefinni niðurstöðu.
Tíminn
er auðlind
SAMFÉLAGSMÁL
Hjálmar Bogi
Hafl iðason
varaþingmaður
Framsóknar-
fl okksins
➜ Bankar um allan heim féllu.
Hvergi hefur verið reynt að
glæpavæða þessa fjármálakrísu
með almennum hætti nema hér
á Íslandi.