Fréttablaðið - 27.06.2014, Side 26

Fréttablaðið - 27.06.2014, Side 26
FRÉTTABLAÐIÐ Fólk og Hönnun. Fataskápurinn og Snyrtibuddan. Bjartey og Guðný Gígja. Lífstíll og heilsa. Tíska. Samfélagsmiðlarnir. 2 ¿ LÍFIÐ 27. JÚNÍ 2014 HVERJIR HVAR? ÚTGÁFUFÉLAG 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 Ritstjórnarfulltrúi Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is Umsjón Marín Manda Magnúsdóttir marin@365.is ● Auglýsingar Atli Bergmann atlib@365.is Hönnun Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ● Forsíðumynd Daníel Rúnarsson Lífi ð www.visir.is/lifid HVER ER? Nafn? Sara Lind Pálsdóttir Aldur? 24 ára Starf? Eigandi/verslunarstjóri í Júník. Maki? Kristján Karl Þórðarson. Stjörnumerki? Vatnsberi. Hver er statusinn þinn á Facebook? Gerði síðast status á Facebook í desember í fyrra og hann var: „Svo yndislegt að vera flutt í Bryggjuhverfið með ástinni minni“ . Uppáhaldsstaður? Los Angeles. Við hvað ertu hrædd? Drauga. Uppáhaldshreyfing? Kvöldhlaup. Uppáhaldslistamaður? Guðmundur Hilmar. Hverju ertu stoltust af? Júník. Uppáhaldsbíómynd? Pineapple Express . A- eða B-manneskja? A-manneskja. Þ að er mismunandi hvaðan ég fæ inn- blástur. Það er bara þessi klassíska klisja, alls staðar og hvergi. Stundum fæ ég flugu þegar ég er í göngutúr eða að fara sofa sem ég þróa svo áfram,“ segir Linda Jóhanns dóttir sem útskrifaðist sem fata- hönnuður frá Listaháskóla Íslands vorið 2013. „Stundum sest ég niður og geri moodboard og stund- um teikna ég bara nákvæm- lega það sem mig langar til þá stundina. Ég er týpan sem fær leiða á því að gera bara eitt og finnst erfitt að „mega“ ekki gera eitthvað alveg nýtt. Ég ákvað því að gera svona litlar illustra- tions-línur líkt og í fatahönn- un,“ segir Linda sem hefur einbeitt sér að fugla portrett- og tropic-dream-þema undir nafninu Pastel paper. Mynd- irnar eru í takmörkuðu upp- lagi, númeraðar og áritaðar. Vegna hópþrýstings segist Linda hafa ákveðið að láta drauminn rætast og opna síðu með verkum sínum þegar hún var í barneigna- leyfi og hafa viðbrögðin verið einstaklega góð. „Við- brögðin hafa verið frábær. Það er mjög mikill áhugi á að fegra heimilið og fólk er mjög opið fyrir nýjungum.“ Myndirnar fást í netverslun- inni www.snúran.is, á Ár- bæjar- og minjasafninu og á www.facebook.com/past- elpaper. HÖNNUN ÍSLENSKIR FUGLAR OG TRÓPÍK ALSKIR DRAUMAR Linda Jóhannsdóttir fatahönnuður gerir illustrations-verk sem hafa vakið mikla athygli á netinu. Linda Jóhann- esdóttir fata- hönnuður hefur einbeitt sér að fugla- portrett- og tropic-dream- þema undir nafninu Pastelpaper. ÚTSALAN er hafin 30-50% afsláttur af öllum útsöluvörum Bæjarlind 1-3 201 Kópavogur s: 571-5464 my style Viðbrögðin hafa verið frábær. Það er mjög mikill áhugi á að fegra heimilið og fólk er mjög opið fyrir nýjungum. „Með þessu námi erum við ekki að reyna að breyta hönnuðum í viðskiptafólk heldur einungis að brúa bilið á milli viðskipta og lista. Hönnun getur verið afar persónuleg og er því oft erfitt að selja sína eigin afurð. Á námskeiðinu fá hönnuðir tæki og tól sem þeir geta nýtt sér til að koma vöru sinni á framfæri og fá tækifæri til að kynnast viðskiptaumhverfinu betur,“ segir Erna Tönsberg, verkefnastjóri námsins sem kennt er í samstarfi við Hönnunarmiðstöð Íslands. „Við erum að fara að hefja kynningu á nám- inu. Það eru flottir sérfræðingar að kenna og því verður spennandi að fylgjast með þessu námi þróast. Ég hlakka einnig til að taka á móti hönn- uðum hérna í HR,“ segir Erna. Hin nýja námslína hefst í september í Opna háskólanum í HR og er sérstaklega hugsuð fyrir hönnuði og annað lista- fólk. Námið er kennt tvisvar í viku en farið er yfir helstu þætti við stofnun fyrirtækja, markaðsmál, samningatækni og verkefnastjórnun. Einnig læra nemendur um viðskiptaumhverfi hönnuða, stefnu- mótun og framleiðslu og útflutning. Á meðal kennara eru Halla Helgadóttir, fram- kvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands, Rúnar Ómarsson, stofnandi Nikita Clothing og forstöðu- maður sölu- og markaðssviðs Lauf Forks Ltd., og Jón Hreinsson, fjármálastjóri Nýsköpunarmið- stöðvar Íslands. NÁM HÖNNUÐIR Í HR Opni háskólinn býður upp á nýja námslínu í haust fyrir hönnuði og listafólk. Halla Helgadóttir Rúnar ÓmarssonErna Tönsberg Það var sannkölluð karnivalstemning í Þingholtsstræti á miðvikudags- kvöldið á vegum veitingarstaðarins Sushisamba. Fánar, tjöld og dill- andi sambatónar frá Loga Pedro Stefánssyni einkenndu fagnaðinn. Fjöldi fólks lét veður og vind ekki á sig fá og fékk sumarstemninguna beint í æð. Sigríður Klingenberg spáði fyrir gestum, Unnsteinn í Retro Stefson lét sig ekki vanta frekar en Garðar Gunnlaugsson knattspyrnukappi.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.