Fréttablaðið - 27.06.2014, Side 35
FRÉTTABLAÐIÐ
LÍFIÐ 27. JÚNÍ 2014 ¿ 7
á sumrinu fyrir okkur. Annars
erum við að semja nýtt efni fyrir
komandi plötu. Fyrsta breiðskífan
okkur, sem var samnefnd hljóm-
sveitinni, var öll á íslensku en
sú næsta verður efl aust meira
blönduð þar sem við syngjum
einnig á ensku. Það má þó kannski
ekki segja of mikið,“ segir hún og
gjóar augunum til Gígju. „Á fyrri
plötunni sömdum við öll lögin
sjálfar en núna eru strákarnir að
taka mikinn þátt í hugmyndavinn-
unni og textaumgjörðinni.“
Búa með umboðsmanninum
Stelpurnar búa saman með Hlyni,
kærasta Bjarteyjar, og umboðs-
manninum, Ásgeiri Guðmunds-
syni. „Áður bjuggum við bara tvær
saman, vorum saman í herbergi og
ég var oft að vakna við Bjarteyju á
nóttunni. Hún talar svo mikið upp
úr svefni. Ég ætlaði að vera með
bók og skrá niður það sem kom upp
úr henni en svo er maður sjálfur
svo svefndrukkinn að aldrei varð
úr því. Einu sinni hrópaði hún;
Tveir fyrir einn, tveir fyrir einn,
efl aust verið nýkomin af djamm-
inu,“ segir Gígja og þær hlæja.
En getur ekki stundum verið
erfi tt að búa saman og vera saman
í hljómsveit?
Bjartey: „Nei, það gengur mjög
vel og við rífumst aldrei. Að sjálf-
sögðu hefur maður stundum áhuga
á að vera í friði inni í herberginu
sínu og þá er alveg tekið tillit til
þess. Þetta hefur gengið ótrúlega
vel og við ætlum að njóta þessa lífs
á meðan kostur er.“
Gígja: „Við munum ekki búa
saman að eilífu en þetta hentar
okkur mjög vel núna. Við erum
ekki endilega öll heima á sama
tíma svo við fáum öll okkur næði.
Svo er bara gaman að búa svona
ódýrt alveg í miðbænum. Umboðs-
maðurinn okkar býr með okkur og
það er mikill munur að vera komin
með umboðsmann sem sinnir
sínu starfi mjög vel. Nú er hann
í London að vinna hjá One Little
Indian og er að gera góða hluti
fyrir okkur.“
Slógu í gegn í appelsínauglýs-
ingu
Gígja: „Við sömdum þetta lag eftir
að hafa spilað á Rauðasandi í fyrsta
sinn enda heitir lagið Á rauðum
sandi. Þetta er svona ekta sumar-
fílingur og það var ótrúlega gaman
að taka upp auglýsinguna.“
Bjartey: „Fyrst vorum við svo-
lítið hræddar við þessa auglýsingu.
Þeir vildu nota lagið okkar og svo
vildu þeir að við lékjum í auglýs-
ingunni og þá vorum við ekki alveg
vissar því við vildum ekki vera
þekktar sem andlit appelsíns. Það
leit út fyrir að vera sól og blíða
allan tímann í myndbandinu en í
raun var skítkalt.“
Gígja: „Nákvæmlega, en við
erum svo góðar leikkonur, bara
nóg af appelsíni og þá vorum við
til í slaginn. Við vorum að frjósa en
þetta var algjört ævintýri. Einnig
fengum við frábært tónlistarmynd-
band út úr þessu sem fjölskylda og
vinir tóku þátt í.“
Fyrst vorum við
svolítið hrædd-
ar við þessa aug-
lýsingu. Þeir vildu
nota lagið okkar
og svo vildu þeir
að við myndum
leika í auglýsing-
unni og þá vorum
við ekki alveg
vissar því við
vildum ekki vera
þekktar sem and-
lit appelsíns.
Myndaalbúm
Gígja, Bjartey, Svanhvít Sjöfn og Pálmi Snær á góðri stundu á Rock Werchter í Belgíu sumarið 2012. Mikið fjör að syngja á tónleikum með Helga Björns og Reið-
mönnum vindanna í Eldborg fyrir stuttu. Stundum eru kósí kvöld hjá vinkonunum. Heimatilbúinn maski og gúrkur í nebbann.
Grensásvegi 8, sími 553 7300