Fréttablaðið - 27.06.2014, Side 38
FRÉTTABLAÐIÐ Tíska. Samfélagsmiðlarnir.
10 ¿ LÍFIÐ 27. JÚNÍ 2014
HATTAR OG HÖR Í MÍLANÓ
Það er ekki bara kvenpeningurinn sem klæðir sig eftir veðri og vindum og fylgir straumum tískunnar eins og sjá má á þessum myndum frá Mílanó þar
sem herratískuvikan fer fram. Strigaskór í bland við gljáandi leðurskó mátti sjá á strætum tískuborgarinnar. Stuttbuxnajakkaföt, hör, hattar, leðurtöskur
og margt margt fl eira. Klæðaburður sem íslenskir herramenn mega taka sér til fyrirmyndar.
„Hausinn er gulllitaður í stíl við
okkar fyrstu skartgripalínu sem er
öll úr gulli. Hreindýrið okkar er svo-
lítið villt og veit ekki alveg hvort
það vill vera sebrahestur, tísku-
skvísa eða eitthvað annað,“ segir
Andrea Magnúsdóttir hlæjandi.
„Við ákváðum að sauma utan um
það, klæða það í íslenska ull og
vildum hafa það svolítið í stíl við
sumarlínuna okkar því ég er fata-
hönnuður og maðurinn minn er
graf ískur hönnuður sem teiknaði öll
printin í línunni,“ segir Andrea sem
nú hefur hannað hreindýr ásamt
eigin manni sínum, Ólafi Ólasyni.
Þau taka þátt í hreindýrasýningunni
Wild Reindeer of Iceland sem verð-
ur opnuð í Hörpu þriðjudaginn 1.
júlí. Harpa Einarsdóttir, Hjalti Pare-
lius og Sylvía Dögg eru einnig á
meðal þeirra tíu listamanna sem
fengnir voru til þátttöku í viðburðin-
um. „Þetta var rosalega skemmtilegt
verkefni og við hjónin vinnum mjög
vel saman. Ég er pínuvel gift og við
erum vön að vinna saman. Hann
sér um allan rekstur á AndreA
Boutique og ég veit í rauninni ekki
hvernig ég færi að án hans.“
HÖNNUN
VILLTUR
TÍSKU -
HREINTARFUR
Andrea Magnúsdóttir
og eiginmaðurinn
Ólafur Ólason taka þátt
í hreindýrasýningu í Hörpu.
Andrea Magnúsdóttir og Ólafur Ólason að leggja lokahönd á hreindýrið
sem átti eftir að fá gullhornin.
Hattur og hör.
Það þarf ekki að leggja
jakkafötunum þó að
hitastigið hækki.
Gömlu góðu Stan Smith frá
Adidas eru sumarskórnir í ár.
Berfættir í leðurskóm
og ökklasíðar buxur.
Það er alkunna að
ítalskir karlmenn kunna
að klæða sig.
N
O
RD
IC
PH
O
TO
S/
G
ET
TY
Tískublaðamaðurinn Simone
Marchetti er yfirleitt með
puttana á púlsinum.
Skemmtileg taska frá Fendi.
Fallegir leðurskór frá Jil Sander.
Falleg leðurtaska undir
tölvuna er góður fylgihlutur.