Fréttablaðið - 12.07.2014, Page 60

Fréttablaðið - 12.07.2014, Page 60
12. júlí 2014 LAUGARDAGUR| MENNING | 36 LAUGARDAGUR SUNNUDAGUR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Tónleikar 15.00 Opinberun Melangells eftir Hanne Tofte Jespersen– Music for the Mysteries, Kammerkór Suðurlands og María Ellingsen á Sumartónleikum í Skálholti. 16.00 Hafdís Huld tónlistarkona og gítarleikarinn Alisdair Wright koma fram á næstu stofutónleikum Gljúfra- steins. Þau munu flytja efni af nýjustu sólóplötu Hafdísar sem nefnist Home í bland við efni af eldri plötum Hafdísar. 17.00 Andrea Jónsdóttir leikur og kynnir lög af hljómplötum á Ob-La-Dí- Ob-La-Da, Frakkastíg 8. Aðgangur er ókeypis. 21.00 Sumartónleikar við Mývatn í Skútustaðakirkju. Flytjendur eru Hlín Péturdóttir Behrens, Pamela de Sensi, og Páll Eyjólfsson. Þau flytja þekkt meistaraverk fyrir sópran, flautu og gítar frá Ítalíu, Frakklandi, Puerto Rico, Brasilíu og Argentínu. Listrænn stjórn- andi er Margrét Bóasdóttir. Sýningar 14.00 Ástríður Magnúsdóttir verður með leiðsögn um sýninguna Ertu tilbúin, frú forseti? Ástríður, dóttir Vig- dísar Finnbogadóttur, var sjö ára gömul þegar móðir hennar var kosin forseti þjóðarinnar. Ókeypis aðgangur í safnið. 14.00 Ný sýning verður opnuð í Lista- safni Árnesinga. Hátíðir 13.00 Hin árlega Harmóníkuhátíð Reykjavíkur haldin venju samkvæmt í Árbæjarsafni. Einstakt tækifæri til að kynnast og njóta í návígi margra okkar bestu og þekktustu harmóníkuleikara í mögnuðu umhverfi safnsins. Söfn 11.00 Leiðsögn í Grasagarðinum. Grasa- garðurinn er lifandi safn undir berum himni og í garðinum eru varðveittar um 5.600 plöntur í níu safndeildum. Mæting við aðalinngang garðsins, þátt- taka er ókeypis. 12.00 Fjölskylduleiðsögn og listsmiðja fyrir börn og foreldra í Hafnarborg. Einnig verður farið í leiðangur um Hafnarborg þar sem saga safnsins og hússins verður skoðuð. 12.00 Í Ásmundarsafni er sýningin Meistarahendur þar sem ferli Ásmund- ar Sveinssonar er gerð góð skil. Þar er t.d. hægt að sjá útskorinn stól frá árinu 1919 sem var sveinstykki Ásmundar í námi hjá Ríkarði Jónssyni og högg- myndir sem hann gerði sem nemandi við sænska ríkisakademíið. Ókeypis aðgangur í Listasafn Reykjavíkur í til- efni af Íslenska safnadeginum. 12.00 Á Kjarvalsstöðum eru tvær sýningar, Reykjavík, bær, bygging og sýningin Hliðstæður. Á sýningunni Reykjavík, bær, bygging má sjá hvernig borgin kom íslenskum listmálurum fyrir sjónir á hundrað og tveggja ára tíma- bili, allt frá 1891 til 1993. Hliðstæðum er verkum ólíkra listamanna spilað saman, tveimur eða þremur í senn, til að draga fram líkindi þeirra á milli. 12.00 Í Hafnarhúsinu gefur að líta sýninguna Þín samsetta sjón með úrvalsverkum úr safneign Listasafnsins frá árunum 1973-2010 eftir marga af þekktustu listamönnum landsins eins og Ólaf Elíasson, Ragnar Kjartansson, Gabríelu Friðriksdóttur og Gjörninga- klúbbinn. Ókeypis aðgangur í Listasafn Reykjavíkur í tilefni af íslenska safna- deginum. 14.00 Leiðsögn um Urtagarðinn við Nesstofu og boðið upp á verkefni fyrir alla fjölskylduna sem leiðir hugann að lífinu í húsinu á 18. öld. Aðgangur er ókeypis inn í safnið. 14.00 Boðið upp á leiðsögn um grunn- sýningu Þjóðminjasafnsins. Ókeypis inn á safnið í tilefni Íslenska safnadagsins. 14.00 Helgi M. Sigurðsson leiðir gesti um Sjóminjasafnið í Reykjavík. Einnig verða til sýnis ljósmyndir eftir Karl Christian Nielsen í sérsýningunni Reykvíkingar– Myndbrot úr safni verka- manns. Varðskipið Óðinn verður einnig opið fyrir gestum og gangandi. 14.00 Leiðsögn með Halldóri B. Run- ólfssyni, safnstjóra um yfirlitssýninguna Spor í sandi eftir Sigurjón Ólafsson í Listasafni Íslands, Fríkirkjuvegi 7. 15.00 Leiðsögn með Eyrúnu Óskars- dóttur listfræðingi um sýninguna Forynjur og Húsafell Ásgríms þar sem skoðuð eru verk Ásgríms Jónssonar í Safn Ásgríms Jónssonar, Bergstaða- stræti 74. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@ frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Tónleikar 14.00 Tónlistarhátíðan Englar og menn í Strandarkirkju í Selvogi. Chrissie Thelma Guðmundsdóttir fiðluleikari og Glódís Margrét Guðmundsdóttir píanóleikari flytja Romanza. Aðgangseyrir er 1.500 krónur. 14.00 Ragnheiður Gröndal kemur fram á Pikknikk tónleikaröð við gróðurhús Norræna hússins. Hægt er að kaupa veitingar á Aalto bistro. 15.00 Tónlistarmennirnir Skúli Jóns- son og Einar Lövdahl koma fram á Eymundsson á Akureyri. Tónlist Einars hefur oft verið skilgreind sem létt indípopp með alþýðutónlistarkeim, vegna skýrra íslenskra texta. Aðgangur er ókeypis og geisladiskar til sölu. 15.00 Kvintett trompetleikarans Ara Braga Kárasonar kemur fram á Jóm- frúnni við Lækjargötu. Tveir góðir gestir frá Frakklandi eru með í för, söngkonan Cyrille Aimeé og gítarleikarinn Michael Valenau. Þau munu flytja valda sígræna jazzstandarda. Aðgangur er ókeypis. 15.00 Opinberun Melangells eftir Hanne Tofte Jespersen - Music for the Myst- eries, Kammerkór Suðurlands og María Ellingsen á Sumartónleikum í Skálholti. 17.00 Nýbylgjan– Kammerhópurinn Nordic Affect á Sumartónleikum í Skálholti. 21.00 Tónlistarmennirnir Skúli Jónsson og Einar Lövdahl koma fram á Akur- eyri Backpackers. Tónlist Einars hefur oft verið skilgreind sem létt indípopp með alþýðutónlistarkeim, vegna skýrra íslenskra texta. Aðgangur er ókeypis og geisladiskar til sölu. 21.00 Sumartónleikar við Mývatn í Reykjahlíðarkirkju. Flytjendur eru Hlín Pétursdóttir Behrens, Pamela de Sensi, og Páll Eyjólfsson. Þau flytja þekkt meistaraverk fyrir sópran, flautu og gítar frá Ítalíu, Frakklandi, Puerto Rico, Brasilíu og Argentínu. Listrænn stjórn- andi er Margrét Bóasdóttir. 22.00 KK og Maggi spila á Café Rosen- berg. Aðgangseyrir er 2.000 krónur. 23.00 Ingvar Grétarsson leikur og syngur á Ob-La-Dí-Ob-La-Da, Frakkastíg 8. Aðgangur er ókeypis. Sýningar 13.00 Þingeysku fingurbjargirnar eru hópur kvenna sem hafa það að mark- miði að hanna og framleiða vörur sem hafa skírskotun til safnmuna á Byggðasafni N-Þingeyinga á Kópaskeri. Handverkskonurnar verða í Gljúfra- stofu og kynna og bjóða handverk sitt til sölu. 14.00 Sýningin Rúllandi snjóbolti 5, Djúpivogur er alþjóðleg myndlistarsýn- ing sem opnar í dag í Bræðslunni sem breytt hefur verið í sýningarsal. Alls taka 33 listamenn frá Kína, Evrópu og Íslandi þátt í sýningunni. 15.00 Reitir 2014 er alþjóðlegt skap- andi samstarfsverkefni sem opnað verður í dag á Siglufirði. Almenningur getur séð og upplifað fjölbreytt verkefni víðs vegar um bæinn. Uppákomur 13.00 Torfæruklúbbur Suðurlands heldur sína árlegu torfærukeppni í Jósepsdal. 13 keppendur eru skráðir til leiks og keyrðar verða 6 brautir. Auglýsing Um prestskosningu í Seljaprestakalli, Reykjavíkurprófastsdæmi eystra, framlagningu kjörskrár og utankjörstaðaatkvæðagreiðslu Kjörstjórn þjóðkirkjunnar hefur samkvæmt lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar, nr. 78/1997, með síðari breytingum, og starfsreglum um val og veitingu prestsembætta nr. 1109/2011, ákveðið að kosning sóknarprests í Seljaprestakalli, Reykjavíkurprófastsdæmi eystra fari fram kl. 09:00 - 17:00, laugardaginn 16. ágúst 2014 í safnaðarheimili Seljakirkju. Kjörskrá liggur frammi til sýnis á biskupsstofu, Laugavegi 31, Reykjavík á skrifstofutíma og hjá prófasti Reykjavíkurprófastsdæmis eystra, í Breiðholtskirkju, skv. samkomulagi frá 25. júlí 2014. Kjörskráin verður einnig birt á vef þjóðkirkjunnar www.kirkjan.is/kjorskra/seljaprestakall . Kærur til breytinga á kjörskrá þurfa að hafa borist kjörstjórn að biskupsstofu, Laugavegi 31, 101 Reykjavík fyrir miðnætti föstudaginn 1. ágúst 2014. Kærur má senda á netfangið hanna.sampsted@kirkjan.is Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram frá 5. ágúst til og með 15. ágúst 2014 á biskupsstofu, frá kl. 09:00 til 16:00. Reykjavík, 12. júlí 2014 f.h. kjörstjórnar þjóðkirkjunnar Hjördís Stefánsdóttir, formaður.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.