Fréttablaðið - 10.10.2014, Side 10
10. október 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 10
AKUREYRI Sundlaugarsvæðið á Akureyri mun
taka stakkaskiptum nái hugmyndir fram-
kvæmdaráðs Akureyrar fram að ganga. Fyr-
irhugað er að fjölga heitum laugum, laga allt
yfirborð sundlaugarsvæðisins og fjárfesta í
nýrri rennibraut fyrir sundlaugargesti. Fram-
kvæmdum við svæðið mun ekki ljúka fyrr en
á árinu 2017.
Gerður hefur verið samningur við fyrir-
tækið Altis um kaup á rennibraut. Akureyrar-
bær er nú í samningaviðræðum við fyrirtæk-
ið um að fresta þeim kaupum. Að sögn Dags
Fannars Dagssonar, formanns framkvæmda-
ráðs Akureyrarkaupstaðar, er það stefnan að
hefjast fyrst handa við að laga svæðið áður en
rennibraut verður sett þar upp.
„Við höfum falið Eiríki Birni Björgvinssyni
bæjarstjóra að semja við Altis um frestun
samningsins. Það er okkar mat að meiri þörf
sé á því í augnablikinu að gera endurbætur á
sundlaugarsvæðinu, bæta við heitum pottum
og stækka aðeins sundlaugarsvæðið sjálft til
vesturs. Þannig myndum við fresta uppsetn-
ingu rennibrautar. Þetta er allt gert til þess að
gera endurbætur á sundlaugarsvæðinu öllu.
Svæðið þarfnast viðhalds og teljum við þetta
vera farsælustu lausnina á þeim málum,“
segir Dagur Fannar. - sa
Fyrirhugaðar eru framkvæmdir við Sundlaug Akureyrar sem munu gerbreyta sundlaugarsvæðinu:
Hundruð milljóna í Sundlaug Akureyrar
AKUREYRI Sundlaugin mun fá andlitslyftingu á
næstu árum.
DÓMSMÁL Íslenska ríkið er skaða-
bótaskylt gagnvart konu sem
vistuð var á geðdeild án hennar
vilja í fimmtán daga. Hæstiréttur
segir þó að að tilefni hafi verið til
að halda konunni nauðugri á geð-
deild í ellefu af þessum fimmtán
dögum.
Þá var fallist á að tilefni hafi
verið fyrir lögreglu til að ótt-
ast um andlega heilsu konunnar
og því verið heimilt að fara inn
á heimili hennar og flytja hana
nauðuga á geðdeild. - ka
Hæstiréttur sneri við dómi:
Bætur fyrir
nauðungavist
HONG KONG, AP Ekkert verður úr
fundi stjórnvalda í Hong Kong
með leiðtogum mótmælenda, sem
halda átti í dag. Carrie Lam, tals-
maður stjórnarinnar, segir að
ummæli mótmælenda síðustu
daga hafi grafið undan viðræð-
unum. Engin von sé þar með til
þess að neitt komi út úr þeim.
Nokkrum stundum fyrr höfðu
leiðtogar námsmanna, sem eru í
forystu í mótmælendunum, hvatt
stuðningsmenn sína til þess að
efla svo um munar mótmæli sín
á „regnhlífartorginu“, sem svo
hefur verið nefnt.
Torgið er hraðbraut fyrir fram-
an höfuðstöðvar stjórnvalda, en
þar hafa mótmælendur hafst
við dögum saman. Flestir fóru
reyndar um síðustu helgi eftir að
stjórnvöld höfðu lofað viðræðum,
en fámennari hópur fólks hefur
hvergi hvikað.
Regnhlífartorg fékk þetta nafn
vegna þess að mótmælendurnir
hafa notað regnhlífar til þess að
verjast táragasi og piparúða lög-
reglunnar.
Mótmælendur saka stjórnvöld
um óheiðarleika, en stjórnvöld
saka mótmælendur um slíkt hið
sama.
Námsmenn í Hong Kong hafa
verið að krefjast viðræðna við
stjórnvöld allar götur frá því þeir
gengu út úr tímum þann 22. sept-
ember. Alex Chow, fulltrúi einn-
ar af þremur helstu mótmælenda-
hreyfingum námsmanna, segir
að þeir vilji enn ólmir ræða við
stjórnina.
„Þessa daga sem liðnir eru
höfum við gefið svita okkar og
blóð, staðið frammi fyrir tára-
gasi og sumir okkar voru hand-
teknir og við megum eiga von á
fangelsisdómum í framtíðinni,“
segir hann. „Enn erum við samt
opin fyrir viðræðum við stjórn-
völd hvenær sem er. Þau hafa
ekki komið heiðarlega fram og
ættu að axla ábyrgð sína gagnvart
áhyggjuefnum íbúa Hong Kong.
Mótmælin snúast um lýðræði
í Hong Kong, sem fór undir kín-
versk yfirráð á ný árið 1997 eftir
að hafa verið undir stjórn Breta í
meira en 150 ár.
Kínverjar sömdu þó við Breta
um að tryggja lýðræði í Hong
Kong, og rennur sá samningur
ekki út fyrr en 2047.
Kínastjórn hefur fallist á að
leyfa kosningar í Hong Kong árið
2017, en vill þó ekki heimila nein-
um að bjóða sig fram nema með
samþykki Kína. Á þetta hafa mót-
mælendur ekki viljað fallast.
gudsteinn@frettabladid.is
Austurver
Domus Medica
Eiðistorg
Fjörður
Hamraborg
JL-húsið
Kringlan
Glerártorg Akureyri
Hrísalundur Akureyri
Dalvík
Hella
Hveragerði
Hvolsvöllur
Keflavík
Selfoss
Vestmannaeyjar
Þorlákshöfn
20%
AFSLÁTT
UR
Gildir í október
Lyfjaauglýsing
www.hi.is
Valitor er stuðningsaðili
Ferðafélags Íslands.
Allar nánari
upplýsingar á hi.is
Háskóli Íslands og Ferðafélag Íslands halda áfram samstarfi sínu um göngu-
og hjólreiðaferðir sem hófust á aldarafmæli skólans 2011. Reynsla og
þekking fararstjóra Ferðafélagsins og þekking kennara og vísindamanna
Háskóla Íslands blandast saman í áhugaverðum ferðum um höfuð-
borgarsvæðið og næsta nágrenni þess. Þátttaka er ókeypis og allir eru
velkomnir.
PIPA
R
\TBW
A SÍA 143492
Landnámsganga um miðborg Reykjavíkur
laugardaginn 11. október kl. 11
Steinunn J. Kristjánsdóttir og Orri Vésteinsson, prófessorar
við Sagnfræði- og heimspekideild, leiða göngu um miðborgina
þar sem fjallað verður um upphaf landnáms í Reykjavík.
Lagt verður af stað frá Aðalstræti 16 kl. 11 og gengið
um miðborgina, Alþingisreitinn, Tjarnarsvæðið og
hafnarsvæðið með útsýni til Viðeyjar. Gert er ráð fyrir
að ferðin taki um það bil tvær klukkustundir.
Með fróðleik í fararnesti
Viðræður við
mótmælendur
blásnar af
Stjórnin í Hong Kong hættir við fundahöld með
leiðtogum mótmælenda, og segir að þær muni hvort
eð er engu skila. Mótmælendur halda þó sínu striki.
ÞRAUTSEIGIR Hópur mótmælenda hefur hafst við á „regnhlífartorginu“, sem svo
hefur verið nefnt, vegna þess að regnhlífar hafa verið notaðar til þess að verjast
táragasi og piparúða lögreglunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Enn erum við samt
opin fyrir viðræðum við
stjórnvöld hvenær sem er.
Alex Chow, fulltrúi námsmanna.