Fréttablaðið - 10.10.2014, Side 22

Fréttablaðið - 10.10.2014, Side 22
FÓLK|HELGIN FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Kolbeinn Kolbeinsson, kkolbeins@365.is, s. 512 5447 LISTI YFIR TROMMARA SEM KOMA FRAM Arnar Geir Ómarsson (HAM), Arnar Gíslason (Dr. Spock, Mugison), Birgir Jónsson (Dimma), Björn Stef- ánsson (Mínus), Egill Rafnsson (Sign, Grafík), Hallur Ingólfsson (XIII, HAM), Halldór Lárusson (Júpi- ters, Bubbi & MX-21), Hrafnkell Örn Guðjónsson (Agent Fresco), Kristinn Snær Agnarsson (John Grant), Kristján B. Heiðarsson (Nykur, Skurk), Jón Geir Jóhannsson (Skálmöld) og Þorvaldur Þór Þorvaldsson (Jónsi, Bloodgroup). Einn fremsti rokktrommuleikari sögunnar, John Bonham úr Led Zeppelin, verður heiðraður í Hörpu á sunnudaginn. Um sérstaka styrktar- tónleika er að ræða en allur ágóði þeirra rennur til MND félagsins á Íslandi sem vinnur að velferð þeirra sem haldnir eru MND hreyfitaugahrörnun og öðrum vöðva- og taugasjúkdómum. Stór hluti þekktustu trommara landsins mætir í Hörpu að sögn Birgis Jónssonar, trommu- leikara Dimmu og annars skipuleggjenda tónleikanna ásamt Kristni Snæ Agnars- syni, sem meðal annars hefur leikið með John Grant og Jónasi Sig og Ritvélum framtíðarinnar. Birgir segir Bonham, sem lést árið 1980, hafa haft gríðarlega mikil áhrif á kynslóðir trommuleikara og ekki síður á rokktónlist á sínum tíma. „Bon- ham tók mikið pláss í tónlist Led Zeppelin án þess þó að vera með einhver læti. Hann hafði mjög kraftmikinn trommustíl og lagði grunninn undir tón- list sveitarinnar þótt hann væri ekki með fyrirferðarmikil trommusóló. Hann var með stórar trommur og lamdi fast og keyrði raunar bandið áfram eins og lest. Þannig var hann festan og kletturinn í þessari frægu og einni áhrifamestu rokk- sveit tónlistarsögunnar. Sannarlega guð- faðir rokktrommuleiks og tilfinningalegs trommuleiks.“ Hugmyndin að tónleikunum kviknaði á tónlistarhátíðinni Eistnaflugi í Nes- kaupstað í sumar þar sem þeir Birgir og Kristinn tóku tal saman yfir bjórglasi. „Ég sagði honum frá skemmtilegum tónleik- um sem ég fór á fyrr á árinu í Los Angeles þar sem frægir trommuleikarar komu saman og spiluðu tónlist Led Zeppelin. Okkur fannst upplagt að gera það sama hér á landi og ræddum hugmyndina við fleiri. Áður en við vissum af vildu allir vera með.“ Fljótlega kom upp sú hugmynd að gera úr þessu styrktartónleika og að sögn Birg- is lá beinast við að styrkja MND félagið en trommuleikarinn góðkunni, Rafn Jóns- son, var einn stofnenda félagsins og var auk þess góður vinur og kunningi eldri trommara í hópnum. Tónleikarnir sjálfir verða með óhefðbundnu sniði að sögn Birgis og alls ekki hefðbundnir heið- urstónleikar. „Allt í allt eru þetta ellefu trommu- leikarar og fjölmargir þekktir hljóðfæra- leikarar ásamt stórskotaliði söngvara. Það verður þó ekki sama hljómsveitin á sviði allan tímann, hljóðfæraleikarar koma og fara og taka yfirleitt 1-2 lög. Trommusettið verður auðvitað fremst á sviðinu og fær mestu athyglina.“ Hann segir hópinn ekki hafa æft mikið saman. „Þetta verður meira veisla og djamm og vonandi bara gaman fyrir áhorfendur. Það má alveg byrja lögin upp á nýtt og menn eru ekki endilega að spila þau ná- kvæmlega eins og á plötunum heldur taka eigin túlkun á þeim. Við flytjum ekki endilega frægustu lög Led Zeppelin, til dæmis munu tónleikagestir ekki heyra frægasta lag þeirra Stairway to Heaven. Trommararnir völdu frekar þau lög sem þeir vildu tromma og höfðu sérstaka þýð- ingu fyrir þá.“ Tónleikarnir hefjast kl. 20 í Hörpu á sunnudag. Aðgangseyrir er 3.000 kr. en allur ágóði tónleikanna rennur til MND félagsins eins og fyrr segir. ■ starri@365.is KEYRÐI LESTINA ÁFRAM ÁN LÁTA STYRKTARTÓNLEIKAR Flestir höggþyngstu trommuleikarar landsins mæta í Hörpu á sunnudag þegar styrktartónleikar til heiðurs trommuleikaranum John Bonham verða haldnir. Allur ágóði tónleikanna rennur til MND félagsins. VINSÆLIR Led Zeppelin er ein sölu- hæsta hljómsveit tónlistarsögunnar. John Bonham er annar frá hægri. GÓÐUR HÁVAÐI „Trommusettið verður auðvitað fremst á sviðinu og fær mestu athyglina,“ segja þeir Birgir Jónsson og Kristinn Snær Agnarsson, skipuleggjendur tónleikanna. MYND/VILHELM

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.