Fréttablaðið - 10.10.2014, Page 36

Fréttablaðið - 10.10.2014, Page 36
KYNNING − AUGLÝSINGYfirhafnir FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 20148 Karlmenn fá skýr fyrirmæli um hvernig þeir eiga að vera klædd- ir í vetur. Á netmiðli huffingtonpost.com er sagt að rétt sé að eyða smávegis peningum í vetrarflíkurnar, kaupa vandað og láta hlutina endast. Til dæmis að kaupa sér vandaða, grófa og hlýja vetrarskó og hlýtt og létt primaloft-vesti. Með því að klæðast þessu tvennu, auk þess að vera í köflóttri skyrtu og vönduðum gallabuxum er karlmaðurinn í hópi þeirra best klæddu. Vandaðar vörur eru dýrar. Þær geta hins vegar enst lengi og hægt að nota meira en einn vetur. Vandaðar vörur eru sömuleið- is oft tímalausar. Þessir skór á myndinni eru frá Brooklyn Boot Company sem selur vandaða skó beint til neytenda til að lækka verðið. Engin smásöluálagning þar. KAUPIÐ VANDAÐA VÖRU SEM ENDIST FROSIN STÍGVÉL Á EVEREST Þann 29. maí 1953 tókst Sir Edmund Hillary og Tenzing Norgay að komast upp á topp á hæsta fjalli heims, Everest, fyrstum manna. Nóttina áður en tindinum var náð höfðust þeir félagar við í tjaldi í 27.900 feta hæð. Þegar Hillary vaknaði daginn eftir og ætlaði að teygja sig eftir stíg- vélunum sínum, sem hann hafði geymt fyrir utan tjaldið, uppgötv- aði hann að þau voru gaddfreðin. Hann eyddi heilum tveimur tímum í að þíða þau og hita upp áður en þeir Tenzing gátu haldið af stað og klárað lokaspölinn upp á topp fjallsins. Þess má líka geta að þeir voru með fjórtán kílóa þunga poka hvor á bakinu þessa erfiðu leið. VEIK FYRIR ULLARKÁPUM Leikkonan Liv Tyler er hrifin af ullarkápum og sést iðulega spóka sig um í hlýlegum kápum á þessum tíma árs. Meðfylgjandi myndir voru teknar fyrr í þessum mánuði við tvö ólík tækifæri en báðar kápurnar eru í víðara lagi í takt við svokallaða „boyfriend“- tísku. Það er þó væntanlega ekki eina ástæða þess að Liv klæðist víðu. Hún hefur nýlega tilkynnt að hún gangi með sitt annað barn. Hún sást í hnésíðri svartri ullarkápu á götum New York síðastliðinn mánudag og huldi kápan bumbuna vel. Barnið er væntan- legt í heiminn á nýju ári. Fyrir á Liv soninn Milo, 9 ára, með fyrrver- andi eiginmanni sínum, Royston Langdon. Núver- andi kærasti Liv er Dave Gardner. C O M M A -F A SH IO N .C O M HÖFUM OPNAÐ Í SMÁRALIND Kvenlegt, fágað, fallegt og töff - Eitthvað sérstakt í hverri comma flík fyrir það sérstæða í hverri konu.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.