Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.10.2014, Qupperneq 55

Fréttablaðið - 10.10.2014, Qupperneq 55
FÖSTUDAGUR 10. október 2014 | LÍFIÐ | 31 „Ég er búinn að vera að nördast í kokteilum liggur við frá blautu barnsbeini, það liggur við að ég hafi fengið kokteil á pelann,“ segir Ólafur Örn Ólafsson hlæjandi, sem ásamt Ými Björgvini Arthúrssyni stendur fyrir kokteilnámskeiði fyrir hópa. Námskeiðin eru tveggja klukkustunda löng og þar er sögð saga kokteilana og fólki leyft að smakka kokteila frá ýmsum tímum. „Þetta er í raun fyrirlestur þar sem er farið í gegnum sögu kok- teila til dagsins í dag með nokkr- um stoppum þar sem ég hristi eða bý til drykki frá mismunandi tíma- bilum, þannig að fólk fái bragð- upplifun af sögunni,“ segir Ólafur, sem hefur brennandi áhuga á kok- teilum og býr yfir miklum fróðleik um þá. „Ég gæti talað um þetta í marga daga en þurfti að ná þessu niður í tvo tíma. Mér finnst þetta ansi skemmtilegt,“ segir hann. Námskeiðin eru haldin á veitinga- staðnum Uno sem sér um að hafa smárétti með kokteilunum. Þau eru ætluð hópum og nú þegar hafa nokkrir hópar setið námskeiðið. „Þeir sem hafa komið eru ánægð- ir með þetta og við höldum þessu áfram meðan fólk vill koma,“ segir hann. Nánari upplýsingar um nám- skeiðin er að finna á Facebook- síð- unni Glögg & Grín. - vh Bragðupplifun af sögu kokteilanna Ólafur hefur brennandi áhuga á kokteilum og miðlar nú reynslu sinni. FRETTABLAD ID /STEFÁN ELSKAR KOKTEILA Ólafur fer yfir sögu kok teilanna á námskeiði. Leikkonan Selena Gomez hefur mikinn áhuga á tísku og hefur nú þegar hannað eina barnafatalínu fyrir verslunar- keðjuna Kmart. Selena mætti á tískuvikuna í París í síðasta mánuði en segir í samtali við E! að henni hafi fundist þetta dálítið stórt allt saman. „Þetta var í fyrsta skipti sem ég fór á tískuvikuna. Þetta var eins og vera kastað inn í eld. Maður er í miðjunni á þessu öllu saman. Ég fór í lok hátíðarinnar og þetta var mjög stressandi. Mig langaði að taka myndir af öllu. Ég hugs- aði bara: „Mig langar í þetta, mig langar í þetta og mig langar í þetta!“ Selena segir að sig langi hugsanlega til þess að hanna meira en þá ekki fyrir börn. „Nú þegar ég er orðin eldri og farin að prófa nýja hluti, þá gæti þetta breyst aðeins. Ég er ekki búin að skipuleggja neitt enn en ég veit að þetta langar mig að gera.“ Langar að hanna föt fyrir sinn aldurshóp SELENA GOMEZ „Allar skapandi greinar koma saman og fókusinn verður á samsláttinn,“ segir Ragnheiður Gestsdóttir, ráðstefnustýra YAIC, eða ráðstefnunnar You Are in Control sem verður haldin í sjö- unda sinn í byrjun nóvember. Ragnheiður segir samslátt vera áberandi í dag og sérstaklega á Íslandi. „Markaðurinn á Íslandi er lítill og fólk þarf því oft að fara úr einu hlutverki í annað. Það er oft í þessum núningi sem ófyrirséðir hlutir gerast í skap- andi vinnu og ráðstefnan fæst í rauninni við það sem er að gerast í grasrótinni og hvernig er hægt að efla samsláttinn.“ Ragnheiður segir ráðstefn- una vera fyrst og fremst fyrir listamenn og skapandi fólk, en fjölmargir erlendir fyrirlesarar munu halda erindi á ráðstefn- unni. „Það eru svo margir ein- yrkjar í listinni og nauðsynlegt fyrir þá að komast út úr stúdíó- inu og hitta fólk í sama geira eða ólíkum geirum og fá nýjar hug- myndir um samvinnu.“ - ebg Skapandi sam- sláttur greina FYRIR SKAPANDI FÓLK Ragnheiður Gestsdóttir, ráðstefnustýra YAIC. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Heyrnartól Hljómflutningstæki Töskur Armbandsúr Ég er búinn að vera að nördast í kokteilum liggur við frá blautu barnsbeini. Ólafur Örn Ólafsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.