Fréttablaðið - 29.10.2014, Side 35

Fréttablaðið - 29.10.2014, Side 35
 7 | 29. október 2014 | miðvikudagur tíu starfsmenn. Verksmiðjan verð- ur fl utt til Boxmeer og sameina undir einu setri kjötiðnaðardeild, kjúklingadeild og áframvinnslu. Árni Oddur segir að lokið hafi verið við fl utning á laxaverksmiðj- unni og fl utningurinn frá Oss til Boxmeer sé samkvæmt plani. „Við erum hálfnuð og klárum það fyrir árslok. Beinn sparnaður af því að fl ytja Oss til Boxmeer eru fjórar milljónir evra á ári. Til viðbótar við beinan sparnað er megintil- gangurinn að ná saman nýsköpun- arsetrum í kjötiðnaðarsetri, kjúk- lingaiðnaðarsetri og áframvinnslu til að sinna þörfum viðskiptavina enn betur á hagkvæman máta og tryggja stöðugt fl æði á framúr- skarandi lausnum í eina heild til að tryggja enn frekar fl æði á fram- úrskarandi vörum,“ segir hann. Bein hagræðing Snúast þessar aðgerðir bæði um tilfærslur á kostnaði og bein- ar hagræðingaraðgerðir? „Þetta er beinn sparnaður. Þegar þú ert að reka verksmiðjur þá ertu með yfi r- stjórn, tölvudeild, starfsmanna- hald og fl eira. Að auki erum við að nýta mannskapinn betur en ekki síður að nýta húsin og tækjakost- inn betur. Marel réðst í mjög erfi ð- ar aðgerðir þegar lokað var á Ísa- fi rði fyrir fi mmtán árum. Þar var verið að framleiða sjóvogir, kost- urinn var að hafa sérhæft vinnuafl sem gat einbeitt sér að þessu. Gall- inn var að þegar það var umfram- eftirspurn þá þurfti að vinna yfi r- vinnu, svo datt eftirspurn eftir þessari vöru niður og þá lá allt í ládeyðu. Eftir fl utninginn hing- að og eftir að þessi framleiðsla varð partur af Garðabæjarteym- inu, þá getum við fl utt vinnuafl á milli eftir því hvar eftirspurn- in er,“ segir Árni Oddur. Marel sé með með átján verksmiðjur í framleiðslukerfi nu en þeim verði fækkað um helming. Hver verk- smiðja sem eftir stendur muni geta sinnt þremur eða fjórum mismun- andi tegundum af iðnaði af þeim fjórum tegundum sem fyrirtækið sinnir núna í heild sem er fi skur, kjúklingur, kjöt og áframvinnsla. Sérstakt átak í hagræðingarferlinu muni standa yfi r í ár og næsta ár. Frekari hagræðing fram undan Hve margir hafa sagt skilið við fyrirtækið á einu ári? „Við sögð- um upp 75 á fyrsta ársfjórðungi, þar af 35 millistjórnendum,“ segir Árni Oddur. Gamla skipulag fyrir- tækisins hafi verið tekið úr gildi. Fyrir þremur árum hafi svo verið kynnt til sögunnar nýtt skipulag þess efnis að félagið hygðist reiða sig á fjóra iðnaðargeira. „En í raun var gamla skipulagið ekki tekið úr sambandi þannig að við byrjuðum þar. Við byrjuðum á þeirri aðgerð og síðan er fækkun í Oss um sex- tíu,“ segir Árni Oddur en bætir við að fram undan sé frekari samþætt- ing á framleiðslukerfinu. Hann telur að um fi mmtán manns hafi látið af störfum hér á Íslandi. Þannig að kostnaðurinn mun dragast saman áfram? „Já, já, við höfum sagt að við ætlum á þess- um tveimur árum að ná sparnaði sem nemur 25 milljónum evra eða fjórum milljörðum íslenskra króna á ári. Hins vegar er aðalatriðið að auka sölutekjur og auka verð- mætið í sölutekjum. Mikilvægt er að allt fyrirtækið vinni sem ein heild, til að mynda að hönnunar- vinnan sé þvert á fyrirtækið og vinni mjög náið með framleiðslu- stýringunni og sölustýringunni,“ segir Árni Oddur. Síðustu árin hafi fókus fyrir tækisins aukist meira og meira úr sérhæfðum lausnum í staðlaðar lausnir líkt og þær lausn- ir sem fyrirtækið er nú að selja í kjúklingaiðnaði til Afríku, Asíu og Suður-Ameríku. Aðspurður um framtíðarmark- aði fyrirtækisins segir Árni Oddur að Marel sé alþjóðlegt félag. Ein- ungis eitt prósent af tekjunum sé á Íslandi. „Fimmtíu prósent af nýsölu hjá okkur eru utan Evrópu og Bandaríkjanna. Þannig að við erum algjörlega alþjóðlegt félag. Það eru mikil tækifæri í Evrópu í endurnýjun á verksmiðjum og það eru mikil tækifæri í Bandaríkj- unum í stækkun og endurnýjun á verksmiðjum. Það gleymist oft að Bandaríkin eru vaxtarmark- aður. Bandaríkin eru að fara úr 350 milljónum í 400 milljónir manns á næstu 20 til 30 árum á meðan Evrópa er ekki stækkan- legur markaður í sjálfu sér. Það eru hins vegar tækifæri þar til að endurnýja,“ segir Árni Oddur. Sé hins vegar horft á stóru tækifærin fram undan þá séu þau í Suður- Ameríku og öðrum nýmörkuðum, Brasilía sem dæmi, sem sé reynd- ar ekki nýr markaður heldur einn af kjarnamörkuðunum og Marel hafi þjónustað kjúklingaframleið- endur í 30 ár. „Þeir voru fyrir 30 árum á svipuðum stað og Afríka er í dag,“ segir Árni Oddur. Þá nefnir Árni Oddur Síle, Mexíkó, Úrúgvæ, Asíu, Kína og Indland. „Við seld- um fyrsta stóra kerfi ð í kjúklingi á Indlandi á öðrum ársfjórðungi. Við erum búnir að vera með end- urtekna sölu í Kína, Víetnam og Taívan,“ segir Árni Oddur. Marel hafi einnig selt framleiðslu til Mið- austurlanda í 15-20 ár. „Þau eru að leggja mikla áherslu á eigin fram- leiðslu, eins og nánast öll þessi lönd í heiminum utan Evrópu og Bandaríkjanna,“ segir Árni Oddur. Fjörutíu prósent af veltu Marels koma í gegnum þjónustu- og vara- hlutatekjur. „Við sjáum meiri vöxt í því. Við höfum fram að þessu verið að sinna viðskiptavinum þegar þeir panta varahluti eða þjónustu,“ segir Árni Oddur. Marel sé í auknum mæli að selja vörurn- ar með ábyrgð. „Viðskiptavinur- inn vill það, vegna þess að hann vill vita hver kostnaður af við- haldi er og hann vill vera öruggur um að framleiðslan haldist gang- andi og að varahlutir komi hratt og örugglega. Þetta er kostur líka því að ef við seljum þjónustuna fyrirfram þá getum við skipulagt okkur betur,“ segir Árni Oddur og bendir á að hjá fyrirtækinu starfi 900 manns um allan heim í þjón- ustu, átta hundruð manns starfi einungis í sölu og tólf hundruð í verksmiðjunni. Heildarstarfs- mannafjöldi fyrirtækisins er fjög- ur þúsund. Árni Oddur telur ekki ólíklegt að þjónustutekjurnar muni hækka upp í fi mmtíu prósent. „Á kjarnamörkuðum okkar í Evrópu og Bandaríkjunum eru þjónustu- tekjur í kringum 50%. Á nýrri kjarnamörkuðum, eins og Brasi- líu, eru þær 30-40% en á nýjustu mörkuðunum um 10%,“ segir Árni Oddur. Höfuðstöðvarnar munu ekki fara Eitt prósent af tekjunum kemur frá Íslandi og þið eruð alþjóðlegt fyrirtæki. Hefur það þá þýðingu að reka fyrirtækið héðan, í höft- unum? Árni Oddur segir að það hafi mikla þýðingu að hafa starf- semi hér, óháð því hvar höfuð- stöðvarnar eru. „Það er mikils virði fyrir okkur að vinna með þessum framúrskarandi sjávar- útvegsfyrirtækjum, Samherja, HB Granda, Vísi, Icelandic Group og endalaust af framúrskarandi sjávar útvegsfyrirtækjum hér sem við vinnum mjög náið nýsköpun- arstarf með. Þannig að það er gríðarlega verðmætt fyrir okkur að vera með starfsemi á Íslandi. Í sjálfu sér er gott að vera með fyr- irtæki á Íslandi. Hins vegar ef við værum ekki undanþegin gjaldeyr- ishöftum, sem meginþorri fyrir- tækja er ekki undanþeginn, þá myndi ég nú ekki bjóða í það að vera á íslandi. Við gætum ekki starfað án undanþágu frá gjald- eyrishöftum,“ segir Árni Oddur. Framúrskarandi nýsköpunarfyr- irtæki geti orðið til á Íslandi en á meðan höftin eru við lýði verða þau ekki að stórfyrirtækjum. En framhaldið, eruð þið að fara? „Nei, í sjálfu sér, það sem hefur gert það að verkum að svona félög gátu vaxið og geta verið staðsett hvar sem er, er upplýsingatækni. Við getum unnið þvert á lönd og erum með þýðingarmikla starfsemi hér. Við erum líka með mikla bakhjarla í íslenskum eigendum sem hafa fylgt okkur eftir. Við viljum hins vegar að hlutabréfi n geti gengið kaupum og sölum á alþjóðamörk- uðum vegna þess að Marel vekur athygli víða en fólk treystir sér ekki inn í íslensku gjaldeyris- höftin,“ segir Árni Oddur. Hann segir það vera mjög óheppilegt að gjaldeyrishöftin komi í veg fyrir að erlendir fjárfestar keypti keypt hlut í Marel. Kemur til greina að skrá félagið annars staðar? „Ég von- ast frekar til þess að það leysist úr gjaldeyrishöftunum fyrst,“ segir Árni Oddur og bendir á að fyrir- tækið sé skráð á Nasdaq-markað- inn í gegnum Kauphöll Íslands. Hann bendir á að það sé opin- berlega á stefnuskrá Marels að tvískrá félagið, en það muni ekki gerast alveg í nánustu framtíð. „Öll okkar augu eru á rekstrinum og við erum ekki mjög upptekin af skráningu á Íslandi eða skráningu erlendis,“ segir Árni Oddur. milljarða m frá þeim tíma. Hann segir að ómögulegt væri rahluta og þjónustu og sá þáttur muni aukast. 75 starfsmönnum var sagt upp á fyrsta árs- fjórðungi þar af 35 milli- stjórnendum. Til stendur að draga úr kostn- aði sem nemur 25 milljónum evra eða fjórum milljörðum íslenskra króna á ári. 4000 manns starfa hjá Marel um allan heim. 40% af tekjum Marel eru vegna sölu á þjónustu og varahlutum. Linda Jónsdóttir var ráðin nýr fjármálastjóri Marels á mánudag og tekur sæti í fram- kvæmdastjórn félagsins, samkvæmt tilkynn- ingu til Kauphallarinnar. Linda hefur verið yfirmaður fjárstýringar og fjárfestatengsla frá árinu 2009. Erik Kaman, sem hefur verið fjár- málastjóri Marels síðan 2008, verður félaginu til ráðgjafar til 1. mars 2015. Í kjölfar þessara breytinga varð Auðbjörg Ólafsdóttir yfirmaður fjárfestatengsla og sam- skipta hjá Marel og Bjarki Björnson yfirmaður fjárstýringar og fjármögnunar. NÝR FJÁRMÁLASTJÓRI RÁÐINN Velta með hlutabréf í Marel nam rúmlega 2,3 milljörðum króna í gærmorgun og lækkaði gengi bréfa um 2,72 prósent. Ekki hefur fengist staðfest hverjir seldu eða keyptu bréfin. Þrátt fyrir það hefur gengi bréfa í Marel hækkað töluvert dagana frá uppgjöri á miðvikudag í síðustu viku, eða um 20 prósent. GENGI BRÉFA HÆKKAR EFTIR UPPGJÖR GENGI BRÉFA MARELS Á miðvikudag Í gær 104 125

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.