Fréttablaðið - 29.10.2014, Page 44
29. október 2014 MIÐVIKUDAGUR| MENNING | 20
➜ Allir eru vel-
komnir í Gunnars-
hús meðan stólar
leyfa, aðgangur
kostar 500 krónur.
LEIKLIST ★★★★ ★
Lífið
10 fingur
SÝNT Í TJARNARBÍÓI
Í tóminu, á mörkum leikhúss og
myndlistar, mætast tvær verur
í ljósaskiptunum. Hvaðan komu
þær? Hvernig urðu þær til? Getur
eitthvað orðið til úr engu?
Leikhúsið 10 fingur stendur að
sýningunni Lífið sem leikstýrt
er af Charlotte Böving og sýnd
um þessar mundir í Tjarnarbíói.
Söguþráðurinn er af afskaplega
skornum skammti en það kemur
alls ekki að sök. Þess í stað er
áhorfendum, á öllum aldri, boðið
að fylla inn í eyðurnar af sinni
eigin list og gefa ímyndunaraflinu
lausan tauminn. Í tilverunni eru
engin svör bara fleiri spurningar
sem spretta fram eins og blóm á
moldarhaug. Það er okkar að skapa
heiminn.
Í fyrstu kviknar lífið rólega á
sviðinu og skuggar, sem enn eiga
eftir að finna sitt endanlega form,
læðast fram á sjónarsviðið. En
innan skamms birtast verurnar,
Getur
eitthvað
orðið til úr
engu?
LÍFIÐ
„Verurnar
banka hvor
í aðra, prufa
raddböndin
og smakka
á heiminum
til að skoða
hvernig
þetta
virkar nú allt
saman.“
MYND/JÓHANNA
ÞORKELSDÓTTIR
leiknar af Sólveigu Guðmundsdótt-
ur og Sveini Ólafi Gunnarssyni,
ljóslifandi á sviðinu stórkostlega
hissa á því að hreinlega vera til.
Verurnar banka hvor í aðra, prufa
raddböndin og smakka á heiminum
til að skoða hvernig þetta virkar
nú allt saman.
Helga Arnalds stendur að hinni
myndrænu hlið verksins og gerir
það gríðarlega vel. Sviðsetningin
er með einfaldasta móti; einung-
is hvítt lak í bakgrunni, svartur
dúkur á gólfi og til hliðar nokkr-
ir pokar af mold og grænar garð-
könnur. Leikmyndin er flæðandi,
tilfæranleg og tilvalin í tilraunir.
Þeir fáu leikmunir sem koma við
sögu eru nýttir til hins ýtrasta og
sviðsmyndin umbreytist í bókstaf-
legt drullusvað þegar líða tekur á.
Einnig er radd- og líkamsbeiting
leikaranna tveggja hugvitsamleg
og leikgleðin allsráðandi.
Lýsingin, sem ég býst við að
Helga hafi líka umsjón með, er ein-
föld en einstaklega lipur. Lítið um
prjál en mikið um skemmtilegar
útfærslur þar sem verurnar tvær
leika sér að ljóstírum og skugg-
um. Tónlist Margrétar Kristín-
ar Blöndal er að sama skapi ljúf
og er hápunkturinn sunginn lag-
stúfur sem spilaður er í lok sýn-
ingarinnar.
Eini gallinn á verkinu kemur ein-
mitt beint í kjölfar hápunktsins en
það er lengd sýningarinnar. Hún
spannar einungis tæpan klukku-
tíma og er klippt á framvinduna
frekar snögglega. Hugmyndaauðg-
in í hópnum er slík að þau hljóta að
eiga fleiri töfrabrögð í pokahorn-
inu, allavega til að loka sýningunni
á örlítið smellnari hátt.
Lífið er uppgötvun, tilraunir og
mistök þar sem fátt er um endan-
leg svör. Leikhúsið 10 fingur og
sýningin Lífið nær að fanga þess-
ar hugmyndir á fallegan og frum-
legan hátt þar sem áhorfendur
geta speglað sjálfa sig í tilburð-
um veranna tveggja. Þrátt fyrir
að sýningin sé stíluð inn á yngstu
kynslóðina þá eiga hin eldri fullt
erindi á sýninguna.
Sigríður Jónsdóttir
NIÐURSTAÐA: Frumleg, skemmtileg og
myndræn sýning fyrir fólk á öllum aldri.
Bland í poka á miðvikudegi
nefnast hádegistónleikarnir í
Bústaðakirkju í dag. Þar flytja
Jóhann Friðgeir Valdimars-
son tenór og Jónas Þórir, kantor
kirkjunnar, valdar perlur sem
fluttar eru við íslenskar kirkju-
legar athafnir, allt frá háklass-
ískum verkum til frægra dæg-
urslagara.
Jóhann Friðgeir hefur sungið
með Bústaðakirkjukór og verið
formaður hans til margra ára.
Um þessar mundir syngur hann
líka titilhlutverkið í óperunni
Don Carlo í Hörpunni á vegum
Íslensku óperunnar.
Þetta eru fjórðu og síðustu
hádegistónleikarnir í listamán-
uði Bústaðakirkju sem er lýst upp
í bleiku í október til að minna á
átak Krabbameinsfélagsins.
Frítt er inn á tónleikana sem
hefjast klukkan 12.10. Súpa og
brauð eru í boði á eftir.
- gun
Háklassík og slagarar
Jóhann Friðgeir tenór og Jónas Þórir píanóleikari
halda hádegistónleika í Bústaðakirkju í dag.
TVEIR GÓÐIR Jónas og Jóhann Friðgeir flytja valdar perlur í hádeginu.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
„Hugmynd mín er sú að við eigum
öll hina stóru veraldarsögu sem
við lærum um en svo eigi hver
einstaklingur sína veraldarsögu.
Ég bregð ljósi á mína í nýju bók-
inni,“ segir Pétur Gunnarsson rit-
höfundur.
Pétur verður í Gunnarshúsi,
Dyngjuvegi 8, annað kvöld klukk-
an 20, ásamt Orra Harðarsyni,
rithöfundi og tónlistarmanni. Þeir
ætla að svara spurningum Hall-
gríms Helgasonar um nýútkomn-
ar bækur sínar. Orri er með bók-
ina Stundarfró sem hefur fengið
lofsamlega dóma þeirra sem lesið
hafa og bók Péturs er glóðvolg
úr prentsmiðjunni. Hún heitir
Veraldar saga mín og eins og nafn-
ið bendir til er hún sjálfsævisögu-
leg. Þó er ekki öll ævin undir.
„Sum tímabil móta mann til
framtíðar og eru örlagaríkari en
önnur,“ segir Pétur. „Í þessari bók
fjalla ég um tímabilið frá tvítugu
til 26 ára. Þá fer ég til Frakklands
og dvel þar við nám og skriftir.
Það var mikil lenska á þessum
árum að ferðast á puttanum og ég
og kærastan fórum í langt putta-
ferðalag um Ítalíu og Grikkland,
það kemur líka við sögu.“
- gun
Sum tímabil eru örlagaríkari en önnur
Pétur Gunnarsson kemur fram á höfundakvöldi Gunnarshúss annað kvöld ásamt Orra Harðarsyni.
RITHÖFUNDUR Pétur er af hinni frægu 68-kynslóð, sem
ferðaðist á puttanum um lönd og álfur.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
MENNING