Fréttablaðið - 29.10.2014, Page 54

Fréttablaðið - 29.10.2014, Page 54
29. október 2014 MIÐVIKUDAGUR| LÍFIÐ | 30 Í byrjun næsta mánaðar opnar Hagkaup nýja fataverslun á ann- arri hæð Kringlunnar þar sem sér- vöruverslun þeirra er nú. Þar verða vörur frá alþjóðlegri tískukeðju, F&F, sem er í eigu Tesco en þar er seldur fatnaður og aukahlutir fyrir fjölskylduna. „Við munum bjóða besta mögu- lega verðið á Íslandi. Markmiðið er að bjóða flottan fatnað á frábæru verði, allt frá samfellum upp í síð- kjóla,“ segir Gunnar Ingi Sigurðs- son, framkvæmdastjóri Hagkaups, aðspurður. Áætlað er að opna flaggskips- verslunina 8. nóvember og í fram- haldi af því mun Hagkaup hætta með núverandi fatadeildir sínar og breyta þeim í F&F. „Við höfum lengi leitað að samstarfsaðila, sem er með allan pakkann, til þess að endurnýja fataverslanirnar okkar. Íslendingar eru meðvitaðir um hvað er í tísku, við erum mjög „trendy“ eyja og með þessu von- umst við til þess að færa fatasölu í aðra vídd.“ F&F var stofnuð árið 2001 og er að sögn Gunnars eitt mest vax- andi merki í heimi í þessum flokki. „Þetta er búið að vera langt ferli en undirbúningur hófst snemma í vor. Nú er bara að færa Hagkaup upp á næsta stig.“ - asi Frá samfellum upp í síðkjóla Hagkaup opnar nýja fataverslun með vörum frá alþjóðlegu tískukeðjunni F&F. SPENNT FYRIR NÝRRI VERSLUN Gunnar Ingi Sigurðsson ásamt Emmu Goodman, rekstrarstjóra F&F í Evrópu, og Olgu Gunnarsdóttur, rekstrarstjóra F&F á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Við höfum lengi leitað að samstarfsaðila, sem er með allan pakk- ann, til þess að endur- nýja fataverslan- irnar okkar. Gunnar Ingi Sigurðsson. G e r v i g r e i n d a r s e t u r H R Þann 2. október sl. voru 50 ár liðin frá því að Tækniskóli Íslands, síðar Tækniháskóli Íslands, var settur í fyrsta sinn en hann var sameinaður Háskólanum í Reykjavík árið 2005. Hluti af hátíðarhöldunum er opin fyrirlestraröð í HR þar sem fræðimenn fjalla um rannsóknir á kjarnasviðum háskólans: tækni, viðskiptum og lögum. 14:00 Dr. Kristinn R. Þórisson býður gesti velkomna 14:05 Dr. Claes Strannegard - Artificial Intelligence Beyond One-Trick Programs 14:40 Dr. Stephan Schiffel - Playing to Win: Success of CADIA’s General Game Playing Machine 14:55 Kaffihlé 15:10 Dr. Julian Togelius - The Challenges of General Video Game Playing 15:40 Dr. Kristinn R. Þórisson - Towards True AI: Artificial General Intelligence 16:00 Dr. Ari K. Jónsson - Rannsóknir, nýsköpun og menntun í gervigreind 16:05 Dr. Hannes H. Vilhjálmsson kynnir Hátæknisprota og -rannsóknir 16:10 Sýning í Sólinni í HR: Hátækni og gervigreind á Íslandi 16:30-17:00 Hátæknihraðbraut Vitvélastofnunar Íslands og Gervigreindarseturs HR. Sérstakur fundur um möguleika á hátækniráðgjöf og samstarfi ungsprota við Gervigreindarsetur HR og Vitvélastofnun Íslands. Skráning á hradbraut2014@iiim.is með nafni fyrirtækis og titli þeirra sem mæta. Á hátíðinni, sem haldin er í Háskólanum í Reykjavík, verður fjallað um undraheima vitvéla, framtíðarmöguleika sjálfvirkrar hátækni og áskoranir sem rannsakendur í fremstu röð á þessu sviði eru að fást við um þessar mundir. Hátíðin er ætluð almenningi jafnt sem sérfræðingum og er opin öllum. Fyrirlestrar fara fram á ensku og er aðgangur ókeypis. Gervigreindarsetur HR (cadia.ru.is) og Vitvélastofnun Íslands (iiim.is) standa að hátíðinni sem jafnframt er hluti af afmælishátíð Háskólans í Reykjavík 2014. Gervigreindarhátíð 2014 31. október 2014 kl. 14:00 -18:00 í stofu V101 Dagskrá: „Þetta var erfiðasta partíið til að komast inn í borginni, aðeins gestalisti. Þetta var sannkallað „who’s who“,“ segir rokkarinn Smutty Smiff, sem hélt allsherjar pönkveislu á Ace-hótelinu í London á dögunum. „Guð minn góður hvað þetta var brjálað.“ Partíið var eftir ljósmyndasýn- ingu Bob Gruens, félaga Smuttys, sem tekið hefur einhverjar fræg- ustu ljósmyndir rokksögunnar. Smutty spilaði síðan með All Star pönksveit sinni með Walter Lure úr The Heartbreakers, Bill Pole- cat á bassa, Dave Ruffy úr Dexys Midnight Runners og sjálfum Marc Almond úr Soft Cell. Það voru rokkararnir í Kaleo sem hituðu upp og að sögn Smuttys slógu rækilega í gegn. „Fólk fílaði þá virkilega vel. Þeir stigu út úr flugvélinni og fóru beint að spila, alvöru rokk og ról.“ Margir frægir pönkarar voru á svæðinu svo sem Paul Cook, trommari Sex Pistols, og síðast en ekki síst ofurfyrirsætan Kate Moss. „Kate var í baksviðsher- bergi Kaleo í klukkutíma og fannst þeir frábærir. Ég spurði hana hvort hún vildi ekki láta mynda sig með Jökli, söngvara Kaleo, og hún sagði: Nei, hann er of myndar- legur.“ Jökull var sjálfur sáttur við fögnuðinn. „Kate var virkilega hress, svo sem ekkert meira um það að segja. Þetta var mjög skemmtilegt og svolítið öðruvísi að spila í þessu partíi. Það voru marg- ir skemmtilegir karakterar þarna og allir hressir á því.“ torduringi@frettablaidid.is Jökull var of myndar- legur fyrir Kate Moss Smutty Smiff og Kaleo tróðu upp í London á dögunum. Héngu með Kate Moss. MARC ALMOND OG KATE MOSS Stjörn urnar voru flottar saman. Í GÓÐUMFÉLAGSSKAP Jökull Júlíusson, Marc Almond úr Soft Cell og Smutty Smiff ferskir að vanda. ALMOND Gerði garðinn frægan með laginu „Tainted Love“, tróð upp og Smutty var ekki langt frá á bassanum. Kate var í baksviðs- herbergi Kaleo í klukku- tíma og fannst þeir frábærir. Smutty Smiff. „Kebab á The Best Turkish Kebab í Hackney, London. Á staðnum hangir árituð mynd af leikaranum David Schwimmer uppi á vegg.“ Halldór Armand Ásgeirsson, rithöfundur BESTI SKYNDIBITINN „Hugmyndin kom eiginlega á einni nóttu,“ segir Hrefna Hörn Leifs- dóttir. Hún er búsett í Berlín og stundar myndlistarnám við Kunst- hochschule Berlin-Weißensee. Í lok ágúst opnaði hún vefsíðuna Projectscreenshots.tumblr.com en á henni eru tölvuskjáir einstak- linga „heimsóttir“, skjáskot tekið af þeim og því sem einstakling- arnir eru að vinna í og með uppi á skjánum þá stundina. Viðmælendur Hrefnu geta verið staddir hvar sem er í heiminum þar sem viðtölin fara fram í gegn- um netið og viðmælandinn sér um að taka skjáskotið. Síðastliðna menningarnótt tók Hrefna þátt í fjöllistasýningunni „Mucho Grandi“ þar sem hún sýndi skjáskot af eigin tölvuskjá. Í kjöl- farið varð hugmyndin að Project Screen Shot til og Hrefna opnaði vefsíðuna stuttu seinna. „Það eru svo oft teknar myndir af heimilum eða vinnuaðstöðu skapandi fólks en mig langaði til þess að fá að skoða tölvuskjáinn hjá því. Skjárinn er glugginn út í heim en á sama tíma mjög persónulegur,“ segir Hrefna. Í dag er algengt að fólk sem vinnur í skapandi greinum vinni mikið af sínum verkefnum í tölv- unni. Project Screen Shots hefur meðal annars birt skjáskot af tölv- um myndlistarmanna, grafískra hönnuða og tónlistarmanna. „Mér fannst tölvuskjárinn skemmtilegt form og langaði að birta skjáskot frá fólki sem væri að vinna að einhverju verkefni og gæti þá sagt frá því ásamt öðru, til dæmis hvaða tónlist það er að hlusta á eða ef það er að skoða eitt- hvað sérstakt á netinu.“ - gló Birtir skjáskot af tölvuskjáum skapandi fólks Hrefna Hörn Leifsdóttir byrjaði með Project Screen Shots í ágúst en hugmyndin fæddist á einni nóttu. HREFNA HÖRN LEIFSDÓTTIR Síðan var opnuð síðsumars og hefur fengið fengið góðar viðtökur. MYND/HREFNA HÖRN LEIFSDÓTTIR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.