Fréttablaðið - 14.02.2015, Page 8

Fréttablaðið - 14.02.2015, Page 8
14. febrúar 2015 LAUGARDAGUR| FRÉTTAVIÐTAL | 8 Frumvörp um breytingar á hús- næðiskerfinu hafa verið í vinnslu nokkuð lengi í félags- og húsnæð- ismálaráðuneytinu. Spurð að því hvort umfangið við frumvarps- gerðina og biðin eftir því að vinn- an kláraðist hefði komið ráðherr- anum á óvart segir hún: „Þegar ég var þingmaður áttaði ég mig kannski ekki nógu vel á því hvað frumvörp sem koma frá ráðuneyt- um eru miklu flóknari, enda eru talsvert meiri líkur á því að slík frumvörp verði að lögum og að í þeim séu reglur sem við ætlum að starfa eftir. Þingmenn geta fengið hugmynd að morgni og nánast verið komnir með frumvarp síðar um daginn, sem er svo dreift tveimur dögum síðar.“ Í maí á síðasta ári skilaði verk- efnastjórn um framtíðarskipan húsnæðismála tillögum til Eyglóar Harðardóttur, félags- og hús næðis- málaráðherra. Frumvörp byggð á tillögum verkefnastjórnarinnar eru nú í vinnslu hjá fjármála- og efna- hagsráðuneytinu og væntir ráð- herra þess að þau verði lögð fram á þingi í lok mars. Lausn í kjarasamningum Það stefnir í hörð átök á vinnu- markaði, telur þú að útspil í kjara- samningum varðandi húsnæðismál geti orðið til þess að liðka fyrir að aðilar nái saman? „Ég held að menn geri sér betur grein fyrir því hvað húsnæðis- vandi er orðinn stór hjá mörgum félagsmönnum þeirra, ekki síst hjá þeim sem lægstar hafa tekjurn- ar, því sá hópur greiðir hlutfalls- lega mest af sínum ráðstöfunar- tekjum í húsnæði. Ég hef verið að benda á að með auknum stuðningi í gegnum húsnæðisbætur getum við stýrt mjög vel hvert þeir fjármunir eru að fara með tekju- og eignar- mörkum. Það að við tökum höndum saman um að fjármagna húsnæð- isbætur og uppbyggingu húsnæð- is, hið opinbera, lífeyrissjóðir, atvinnurekendur, verkalýðsfélög og sveitarfélög, myndi það gera það að verkum að fólk gæti búið við meira öryggi í húsnæðismálum.“ Orlofshús ákveðin fyrirmynd „Við höfum séð ákveðnar fyrir- myndir í því hvernig atvinnu- rekendur hafa komið að því að byggja upp sjóði hjá verkalýðs- hreyfingunni, til dæmis orlofs- sjóði. Verkalýðshreyfingin hefur þannig margra áratuga reynslu af því að tryggja fólki húsnæði í sum- arfríum, af hverju ætti hún ekki að tryggja því húsnæði þegar það er í vinnu?“ Eygló segist vilja leggja áherslu á hugmyndafræðina að baki því hverjir koma að því að leysa mjög erfiða stöðu á vinnumarkaði og líka þrönga stöðu á húsnæðis- markaði, sem endurspeglast í óróa á vinnumarkaði. „Hin svokölluðu „milljónaverkefni í Svíþjóð eru góð fyrirmynd að uppbyggingu á hús- næðiskerfi. Þar komu lífeyrissjóð- ir, verkalýðshreyfingin, atvinnu- rekendur, sveitarfélög og ríkið að. Allir lögðu eitthvað fram og ég held að það sé sannarlega tækifæri núna vegna þess að tillögurnar sem við erum með á borðinu núna þær kosta umtalsverða peninga.“ Hún bendir á að lífeyrissjóðirn- ir hér hafa verið þeir helstu sem hafa fjármagnað Íbúðalánasjóð, „þannig að þeir hafa verið stærst- ir í að fjármagna íbúðarkaup og það er ekki langt síðan við veitt- um lagaheimild fyrir því að þeir geta átt húsnæði beint, þar er svo sannarlega eigið fé og þeir eru með ákveðna lágmarksávöxtunarkröfu og ég held að það sé alveg öruggt að fólk getur staðið undir þeirri ávöxtunarkröfu og jafnvel ein- hverju til viðbótar, ekki síst ef fólk þarf ekki að vera að endurgreiða höfuðstólinn líka, eigið fé hjá líf- eyrissjóðunum, sem er ekki krafa sem lífeyrissjóðirnir gera gagn- vart öðrum fjárfestingum hjá sér.“ Er samstaða um málið Heldur þú að samstarfsflokkur þinn í ríkisstjórn sé jafn hrifinn af þessari aðferðafræði og þú? „Báðum flokkunum er mjög annt um að tryggja stöðugleika, og öfl- ugt húsnæðiskerfi er undirstaða þess að við náum því fram. Það er enginn ágreiningur um það milli okkar.“ Hversu hratt telur þú að þetta gæti komið til framkvæmda? „ Við höfum ítrekað sýnt það að þegar við náum saman getum við unnið mjög hratt, en ef við gerum það ekki þá gerast hlutirnir mjög hægt.“ Vinnum hratt ef allir ná saman Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, leggur brátt fram frumvörp um breytingar á húsnæðiskerfinu og kallar eftir aðkomu lífeyrissjóða, atvinnurekenda, verkalýðshreyfingar, sveitarfélaga og ríkis til að tryggja fólki fjölbreyttari möguleika og meira öryggi. EYGLÓ HARÐARDÓTTIR Í máli Eyglóar kemur fram að stjórnarflokkarnir séu báðir meðvitaðir um að öflugt húsnæðiskerfi sé undistaða stöðugleika. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Húsnæðissparnaður verði festur í sessi. Heimild til nýtingar séreignarsparnaðar til öflunar íbúðarhúsnæðis verði varanleg. Fjárhagslegur stuðningur við leigufélög sem rekin eru án hagnaðar- sjónarmiða verði í formi stofnframlaga. Vaxtabætur og húsaleigubætur verði sameinaðar í eitt húsnæðisbóta- kerfi og stuðningurinn miðist við efnahag en ekki búsetuform. Fjármagnstekjuskattur á tekjur af útleigu íbúðarhúsnæðis verði lækk- aður úr 20% í 10%. TILLÖGUR VERKEFNASTJÓRNAR UM FRAMTÍÐ HÚSNÆÐISMÁLA Besti bíllinn. Audi A3 var valinn besti bíll ársins 2014* af blaðamönnum frá 22 löndum. *World Car Awards 2014, New York: www.wcoty.com Verð frá kr. 4.890.000,- Eyðsla: 4,7l í blönduðum akstri, 109 CO 2 . Vél: 1,4 TFSI COD, 150 hö. OPIÐ Í DAG Heiða Kristín Helgadóttir heidakristin@frettabladid.is 1 3 -0 2 -2 0 1 5 2 1 :1 2 F B 1 1 2 s _ P 1 0 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 1 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 3 C F -E D 2 4 1 3 C F -E B E 8 1 3 C F -E A A C 1 3 C F -E 9 7 0 2 8 0 X 4 0 0 7 B F B 1 1 2 s C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.