Fréttablaðið - 14.02.2015, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 14.02.2015, Blaðsíða 10
14. febrúar 2015 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 10 Jarðeldur á söndum norðan jökla www.hi.is Um fyrirlestraröðina Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Nánari upplýsingar má finna á: www.hi.is/visindi_a_mannamali VÍSINDI Á MANNAMÁLI OPINN FYRIRLESTUR Í HÁTÍÐASAL HÁSKÓLA ÍSLANDS Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur og vísindamaður við Jarðvísinda- stofnun Háskólans, fjallar um eldgosið í Nornahrauni og framgang þess frá upphafi til dagsins í dag í fyrirlestraröðinni Vísindi á mannamáli. Fyrirlesturinn verður 17. febrúar nk. kl. 12.10 í Hátíðasal Háskóla Íslands. Ármann, sem er í hópi þekktustu jarðvísindamanna landsins, hefur ásamt hópi vísindamanna við Jarðvísindastofnun Háskólans og Veðurstofu Íslands staðið í ströngu frá því að gosið í Nornahrauni hófst í lok ágústmánaðar á síðasta ári. Fram hafa farið ítarlegar rannsóknir, m.a. á aðdraganda gossins og útbreiðslu þess og jarðskorpuhreyfingum í tengslum við eldsumbrotin. Gosið er nú þegar orðið stærsta hraungos sem runnið hefur á Íslandi síðan í Skaftáreldum. Í erindi sínu mun Ármann fara yfir framgang þess og þá nýju þekkingu sem vísindamenn við háskólann hafa aflað með rannsóknum sínum. Vísindi á mannamáli er fyrirlestraröð Háskóla Íslands sem hófst haustið 2014 að frumkvæði Lífvísindaseturs og Líffræðistofu Háskóla Íslands. Markmiðið er að varpa ljósi á það hvernig vísindamenn háskólans reyna að afhjúpa leyndardóma náttúrunnar og hvaða þýðingu vísindarannsóknir hafa fyrir daglegt líf fólks. PIPA R \ TBW A • SÍA • 15 0732 SKAFTÁRHREPPUR Eygló Kristjáns- dóttir, fráfarandi sveitarstjóri Skaftárhrepps, greiddi sér hærri laun en greint var frá í ráðningar- samningi við hana. Eygló greiddi sér sömu upp- hæð og aðrir starfsmenn fá fyrir kaffitíma en sú upphæð var ekki tilgreind í ráðningarsamningi við hana. Þetta var meðal þeirra atriða sem ollu því að trúnaðarbrestur varð milli hennar og meirihluta hreppsnefndar Skaftárhrepps. Að endingu var Eygló látin fara sem sveitarstjóri og mun hún hætta störfum í lok mánaðarins. Eva Björk Harðardóttir, odd- viti hreppsnefndar Skaftárhrepps, segir málið hafa farið í ákveðinn farveg upp á síðkastið. „Við fórum, öll hreppsnefnd- in, inn í þetta kjörtímabil saman og ætluðum að vinna saman. Hins vegar er ekki meirihluti lengur í hrepps- nefndinni og því ekki sam- starfsgrundvöll- ur lengur. Við viljum þó ekki greina frá því nákvæmlega hvað veldur þessum trúnaðarbresti og ætlum okkur ekki að fara þá leið í málinu,“ segir hún. Á síðasta ári kom upp nokkur óánægja meðal starfsmanna sveit- arfélagsins með kaffiaðstöðu. Stéttarfélag starfsmanna krafðist þess að starfsmenn fengju greitt fyrir kaffitímann vegna aðstöðu- leysis og á endanum var ákveðið að fara þá leið innan sveitarfélags- ins. Sveitarstjóri greiddi sér einnig fyrir kaffitíma eins og aðrir starfs- menn, í óþökk meirihluta hrepps- nefndar. Eva Björk vill ekki ræða þetta tiltekna mál en segir það vissu- lega hafa verið einn hluta af þeim trúnaðarbresti sem átti sér stað milli hreppsnefndarmeirihlutans og sveitarstjóra. „Það eru nokk- ur atriði sem við ætlum ekkert að telja upp, það er ákvörðun okkar sem stöndum að þessu. Það held ég að gagnist engum að fara þá leið og við værum engu bættari eftir svoleiðis málflutning,“ segir Eva Björk. „Það er bara ekki lengur meirihluti innan hreppsnefndar með hana og þar við situr.“ Samstarf þeirra Evu Bjarkar og Eyglóar hefur ekki verið gott síðustu mánuði og hafa samskipti þeirra ekki verið mikil. „Tíminn líður og þetta er niðurstaðan. Ég sagði sveitarstjóra að ég væri þess fullviss að hún gæti unnið með öðrum aðilum þó að okkar sam- starf hafi ekki gengið sem skyldi. Við vonum bara að allir gangi sátt- ir frá þessu. Ég mun allavega ekki fara að tína neitt á hana,“ segir Eva Björk. Ekki náðist í Eygló Kristjáns- dóttur, fráfarandi sveitarstjóra. sveinn@frettabladid.is Launin hærri en samningur sagði til um Stirt hafði verið milli oddvita og sveitarstjóra í Skaftár- hreppi áður en kom að starfslokum sveitarstjórans. Trúnaðarbrestur varð milli sveitarstjóra og meirihluta hreppsnefndar þegar ljóst var að sveitarstjórinn hafði notið launagreiðslna utan skilmála ráðningarsamnings. EYGLÓ KRIST- JÁNSDÓTTIR KIRKJUBÆJARKLAUSTUR Auglýst verður eftir nýjum oddvita Skaftárhrepps í næstu viku. Að sögn oddvita sveitarstjórnar þurfti samvinna þeirra að enda. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Við vonum bara að allir gangi sáttir frá þessu. Ég mun allavega ekki fara að týna neitt á hana. Eva Björk Harðardóttir, oddviti Skaftárhrepps. VIÐSKIPTI Greiningardeild Arion banka spáir 0,7 prósenta hækkun á vísitölu neysluverðs í febrúar og Greining Íslandsbanka 0,8 prósenta hækkun. Gangi spár bankanna eftir fer 12 mánaða verðbólga úr 0,8 prósent- um í 0,9 prósent. „Og er lægsta gildi ársverðbólgunnar þar með að baki í bili,“ segir í Morgunkorni Íslandsbanka í gær. Verðbólga verði þó áfram undir neðri þolmörkum verðbólgumarkmiðs Seðlabankans, þriðja mánuðinn í röð. Greiningardeild Arion banka segir þyngst vega að útsöluáhrif gangi til baka í mánuðinum. Þá hafi eldsneytisverð hækkað frá síðustu mæl- ingu og gert sé ráð fyrir að húsnæðisverð hækki einnig lítillega í mán- uðinum. - ngy Greiningardeildir spá smávægilegri aukningu á verðbólgu: Útsöluáhrif sögð ganga til baka KJARAMÁL Kaupmáttur launa var 4,2 prósentum meiri í lok síðasta árs en hann var árið 2006, samkvæmt nýrri skýrslu stóru bandalaganna í verkalýðshreyfingunni, Samtaka atvinnulífsins, ríkis og sveitarfé- laga. Nú þegar risavaxin samningalota er að hefjast á vinnumarkaðnum er lögð fram skýrsla sem sýnir hvern- ig launaþróun hefur verið frá 2006 og hvernig efnahagsumhverfið hér er í samanburði við nágrannalönd- in. Um 30 prósent vinnumarkaðar- ins falla utan við skýrsluna, svo sem eins og læknar, flugmenn og aðrar stéttir sem ekki eru hluti stóru bandalaganna. Rannsóknin leiðir í ljós að launaþróun einstakra hópa frá árinu 2006 til síðasta árs er með svipuðum hætti á tímabilinu, þótt misjafnt sé á hverjum tíma hverjir hækka mest. Þá hefur kaupmáttur nokkurn veginn fylgt þróun launavísitölu. Hann hrundi á árunum 2008 og 2009, en hefur að jafnaði aukist um 4,2 prósent frá 2006. Oddur Jakobsson, hagfræðing- ur og fulltrúi Kennarasambands Íslands í vinnuhópi sem sá um skýrslugerðina, segir einstaka hópa innan verkalýðshreyfingarinnar fá svipaðar launahækkanir þegar til lengri tíma er litið. „Já, frá 2006 má kannski segja það. En auðvitað er staðan ekki hnífjöfn og menn deila um muninn,“ segir Oddur. Vinnumarkaðurinn á Íslandi er um margt ólíkur vinnumarkaði í helstu viðskiptalöndum þar sem stöðugleikinn er meiri. Meginmun- urinn er vegna mikillar verðbólgu hér, óstöðugs gjaldmiðils og mik- illa sveiflna í efnahagslífinu. Þá eru skammtímavextir um fjórum prósentum og langtímavextir um sex prósentum hærri hér en í við- skiptalöndunum. Hannes G. Sigurðsson, hagfræð- ingur og fulltrúi Samtaka atvinnu- lífsins í vinnuhópnum, segir að ef vextir væru þeir sömu hér og í við- skiptalöndum Íslendinga, mætti hækka laun um 10 prósent. Enda hafi vextir áhrif á framleiðni. - hmp Einstakir hópar fá svipaða hækkun þegar til lengri tíma er litið: Hækkunin 57 til 74% frá 2006 VR krefst þess að lægstu laun félagsmanna hækki um 40 þúsund krónur á mánuði og lágmarkslaun verði 254 þúsund krónur, í samningi sem gerður verði til eins árs. Félagið kynnti Samtökum atvinnulífsins kröfugerð sína í gær. Laun hækki að meðaltali um 24 þúsund auk leiðrétt- ingar vegna launaþróunar. Kostnaður atvinnurekenda af þessu er sagður verða tæpir sjö milljarðar króna. Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, segir kröfurnar raunhæf- ar. „Að okkar mati eru þær það. Við lögðum fram mjög góðar og ítarlegar skýringar og útreikninga með okkar kröfugerð og byggjum á þeim,“ segir hún. Farið sé fram á samning til aðeins eins árs því mat félagsins sé að staðan í dag sé ekki nægjanlega traust. „Við höfum áhyggjur af hvernig við förum inn í afnám gjaldeyrishaftanna og svo er traustið til stjórnvalda einfaldlega ekki gott.“ VR vill 254 þúsund króna lágmarkslaun 1 3 -0 2 -2 0 1 5 2 1 :1 2 F B 1 1 2 s _ P 1 0 6 K _ N Ý. p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 1 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 3 C F -E 8 3 4 1 3 C F -E 6 F 8 1 3 C F -E 5 B C 1 3 C F -E 4 8 0 2 8 0 X 4 0 0 7 A F B 1 1 2 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.