Fréttablaðið - 14.02.2015, Síða 12

Fréttablaðið - 14.02.2015, Síða 12
14. febrúar 2015 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 12 VÍSINDI Almennt er talið að allt sem fer út á internetið, svo sem ljósmyndir, tölvupóstur og blogg- færslur, verði þar til eilífðarnóns. Aldeilis ekki, segir Vinton G. Cerf sem státar af því að vera meðal upphafsmanna internetsins. „Við hendum í kæruleysi öllum okkar gögnum inn í það sem gæti orðið upplýsingasvarthol án þess að gera okkur grein fyrir því,“ segir Cerf í viðtali við breska dagblað- ið The Guardian. Þegar fram líða tímar verða nefnilega forritin sem þarf til þess að lesa þessar upplýs- ingar úrelt. Og búnaðurinn sem nú er notaður til að keyra þessi fornu forrit verður ekki lengur til. „Við viljum ekki sjá stafrænt líf okkar hverfa. Ef við viljum varð- veita það, þá þurfum við að sjá til þess að í framtíðinni verði enn hægt að birta þessa tölvugerðu hluti sem við búum til í dag,“ segir Cerf. Hann ræddi þessi mál á árs- fundi bandarísku vísindasamtak- anna AAAS þar sem hann sagðist óttast að kynslóðir framtíðar- innar yrðu í vandræðum með að finna upplýsingar um þann tíma sem við lifum á. Hin mikla upplýs- ingaöld internetsins muni hverfa í myrkur upplýsingatóms, hina myrku tækniöld. Lausnin á þessum vanda segir hann, samkvæmt frásögn BBC, geta falist í því að taka eins konar „röntgen-skyndimyndir“ af gögn- unum, þar sem sæist í smáatrið- um hvers konar forrit og stýri- kerfi hafi verið notuð ásamt lýsingum á þeim búnaði sem not- aður var til að keyra þessi forrit. Enn sem komið er sé slík tækni þó ekki í sjónmáli, þannig að menn þurfi að varðveita persónu- leg gögn og hvaðeina sem þeim finnst mikilvægt með öðrum hætti en að setja það á netið eða geyma það í tölvum okkar. „Ef þér þykir virkilega vænt um einhverjar ljósmyndir, þá skaltu prenta þær,“ hefur The Guardian eftir honum. Cerf er orðinn 71 árs og er nú varaforseti Google, en átti á átt- unda áratug síðustu aldar, ásamt félaga sínum Bob Kahn, stærst- an þátt í því að gera internetið að veruleika. Þeir störfuðu þá báðir við rannsóknir hjá banda- ríska varnarmálaráðuneytinu, þar sem þeir unnu að þróun sam- skiptanets sem síðar varð að inter netinu. gudsteinn@frettabladid.is Tölvumyrkur vofir yfir heiminum Hin mikla upplýsingaöld internetsins mun hverfa inn í myrkur upplýsingatóms, segir Vinton G. Cerf, annar tveggja helstu forkólfa inter- netsins í viðtali við The Guardian. Forritin til að lesa upplýsingarnar verða úrelt og búnaðurinn til að keyra þau verður ekki til. VINT CERF Varaforseti Google ráð- leggur okkur að prenta allar ljós- myndir sem okkur þykir vænt um. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Ef þér þykir virkilega vænt um einhverjar ljósmyndir, þá skaltu prenta þær.“ Vinton G. Cerf NÝSKÖPUN Tæknifyrirtækið Thor- Ice hefur fengið 20 milljóna króna styrk ásamt Iðntæknistofnun Dan- merkur til að gera forkönnun á markaðstækifærum í Danmörku og möguleikum á notkun tækni fyrirtækisins til orkusparnaðar í danskri matvælaframleiðslu. Gangi verkefnið vel er möguleiki á stækkun þess í framtíðinni. Þorsteinn Ingi Víglundsson, ásamt samstarfsfólki sínu, hefur í rúman áratug þróað og framleitt sérhæfðan kælibúnað fyrir sjáv- arútveg. Sama kjarnatækni hefur svo verið aðlöguð fyrir kælingu á kjúklingi og við vatnshreinsun í matvælaiðnaði og öðrum iðn- aði. Tæknin er nú þegar í notkun í landbúnaði í Hollandi og lyfja- iðnaði þar sem hún er notuð til að hreinsa spilliefni úr vatni. Tækni ThorIce er nefnd sem gott dæmi um hvernig tækniþró- un fyrir sjávarútveg getur opnað ýmis tækifæri í sölu á tækni og þekkingu til annars konar mat- vælavinnslu og í aðra geira eins og lyfjageirann. ThorIce er eitt þeirra fyrirtækja sem verið hafa í Húsi sjávarklasans frá því það var opnað árið 2012. - shá Kanna markaði fyrir orkusparandi tækni: ThorIce fær styrk til að kanna markaði SAMSTARFSMENN Þorsteinn Ingi Víglundsson er hér til vinstri, ásamt Hauki Hilmarssyni og Birgi Jósafatssyni, samstarfsmönnum sínum. MYND/THORICE 1 3 -0 2 -2 0 1 5 2 1 :1 2 F B 1 1 2 s _ P 1 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 1 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 3 C F -D 4 7 4 1 3 C F -D 3 3 8 1 3 C F -D 1 F C 1 3 C F -D 0 C 0 2 8 0 X 4 0 0 5 A F B 1 1 2 s C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.