Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.02.2015, Qupperneq 39

Fréttablaðið - 14.02.2015, Qupperneq 39
Ráðstefnuvikan Lean Ísland 2015 hefst 11. mars og stendur yfir í fjóra daga. Í ár verð-ur áherslan á umbætur í rekstri fyrirtækja og stofnana en þetta er í fjórða sinn sem ráðstefnuvik- an er haldin. Lean Ísland dregur nafn sitt af Lean thinking sem á uppruna sinn í aðferðafræði sem Toyota hefur beitt við árangursríka stjórnun bíla- framleiðslu sinnar. Lean, sem stundum er nefnt straumlínustjórnun eða stöðugar umbætur, snýst í grófum dráttum um að finna til hvaða aðgerða hægt er að grípa sem skapi mestan ávinning fyrir fyrirtækið og um leið að greina hverju viðskipta- vinurinn er raunverulega að óska eftir. Enn frem- ur snýst Lean um að skoða ferlana og sjá hvar sóun liggur og reyna um leið að minnka hana eða útrýma henni. Aðferðafræðin er á þann hátt nýtt til að byggja upp umbóta- menningu á öllum sviðum fyrirtækisins. Mörg íslensk fyrirtæki hafa nú þegar innleitt straumlínustjórnun í rekstri sínum. Lean Ísland 2015 samanstendur af eins dags ráðstefnu og námskeiðum í þrjá daga og segja skipuleggjendurnir, þær Lísa Jóhanna Ævarsdóttir, verkefnastjóri hjá Ferða- þjónustu bænda og framkvæmdastjóri Lean Íslands, og Viktoría Jensdóttir, deildar- stjóri virðisþróunar Skipta og stjórnarmaður Lean Íslands, að ráðstefnan sé ætluð breiðum hópi, frá forstjórum og framkvæmdastjórum til ýmiss konar sérfræðinga. „Þótt áherslan sé á straumlínustjórnun þá er ráðstefnan í raun ætluð öllum þeim sem vilja skilja hvernig hægt sé að bæta stjórnun og rekstur fyrirtækja. Þannig hentar hún stjórnendum og sérfræðingum úr ólíkum atvinnugreinum sem vilja innleiða bætta stjórnun en vantar réttu umbótatólin til þess,“ segir Lísa. Fjölbreytt námskeið Stóri ráðstefnudagurinn er 12. mars á Hilton Reykjavík Nordica þar sem fjöldi áhuga- verðra fyrirlesara úr ólíkum atvinnugreinum heldur erindi. „Við munum bjóða upp á erlenda fyrirlesara sem koma úr ólíkum greinum, einn kemur frá fjarskiptafyrirtæki, annar úr banka og enn annar frá stóru alþjóðlegu framleiðslufyrirtæki. Straumlínu- stjórnun nýtist nefnilega vel í öllum atvinnugreinum og bakgrunnur fyrirlesara okkar endurspeglar vel þá staðreynd,“ bætir Viktoría við. Mikil áhersla er lögð á að hafa ráðstefnuna hagnýta þannig að ráðstefnugestir geti strax nýtt það sem þeir læra af þátttöku sinni í henni. Dagana fyrir og eftir ráðstefnuna verða haldin nokkur námskeið þar sem kafað verður enn dýpra í straumlínustjórnun. „Dagana 10.-11. mars og 13. mars munu nokkrir erlendir sérfræðingar kafa dýpra í fræðin á nokkrum námskeiðum. Þar ber meðal annars að nefna námskeið um hvernig bæta megi eigin afköst með breyttu hugarfari og á einfaldan hátt. Þá er ánægjulegt að fá tvo reynslubolta frá Goodyear- dekkjaframleiðandanum og Royal Bank of Scotland sem kenna munu straumlínulag- aða vöruþróun annars vegar og hins vegar innleiðingu á straumlínustjórnun í þjón- ustu og skrifstofuumhverfi.“ Að sögn Lísu og Viktoríu eru námskeiðin ætluð ólíkum hópum, byrjendum sem lengra komnum. Því ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Öll námskeiðin fara fram á ensku og verða haldin á Hilton Reykjavík Nordica, rétt eins og stóri ráðstefnudagur- inn. Samstarfsaðilar ráðstefnuvikunnar Lean Ísland eru m.a. Össur, Icelandair, Azazo, Íslandsbanki, Capacent og Orka náttúrunnar. Allar nánari upplýsingar um Lean Ísland 2015 má finna á www.leanisland.is. Kynningarblað Lean Iceland, Nauthóll, ION Luxury Adventure hótel og leiðtogafundurinn í Höfða. RÁÐSTEF UR LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2015 &FUNDIR Vinsæl ráðstefna haldin í fjórða sinn Á ráðstefnuvikunni Lean Ísland 2015 er áherslan á rekstur fyrirtækja og stofnana. Þótt megináherslan sé lögð á straumlínustjórnun er ráðstefnan í raun ætluð öllum þeim sem vilja skilja hvernig hægt sé að bæta stjórnun og rekstur. Fjöldi áhugaverðra námskeiða er í boði. Ráðstefnan hefur vaxið ár frá ári og ríkir mikil ánægja með hana hjá stjórnendum fyrirtækja. MYND/ÚR EINKASAFNI Ráðstefnan er ætluð öllum þeim sem vilja skilja hvernig hægt sé að bæta stjórnun og rekstur fyrirtækja, segja þær Lísa Jóhanna Ævarsdóttir (t.v.) og Viktoría Jensdóttir. MYND/GVA LEAN ÍSLAND 2015  DAGSKRÁ 8.30–9.00 Morgunmatur og skráning 9.00–9.10 Setning ráðstefnu 9.10–10.10 Everybody Everyday – Engaging Your Entire Workforce Bruce Hamilton SALUR A SALUR B 10.30–11.20 Lean Transformations are Building the Foundation they reaching their potential? for Business Transformation Ken Andrew Anette Falk Bøgebjerg 11.25–12.15 Lean and CSI (Continual Service Successful Innovation Improvement) – Mission Based on Lean Product Impossible or Opportunity Development Pirkko Lankinen Norbert Majerus 12.15–13.00 Hádegismatur 13.00–13.50 Gemba Walks: How to get Er eitthvað í DNA íslenskra more value from workplace vinnumenningar sem visits styrkir lean innleiðingu? Patricia Wardwell Hjálmar S. Elíesersson 13.55–14.45 How standards create freedom Lean Without Stress Jasper Boers Kasper Edwards 14.45–15.05 Kaffi og spjall 15.05–16.00 Building the Fit Organization Dan Markovitz 16.00–17.00 Umræðuhópar 17.00–18.00 Kokteill og spjall 1 3 -0 2 -2 0 1 5 2 1 :1 2 F B 1 1 2 s _ P 0 7 5 K _ N Ý.p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 7 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 3 D 0 -2 8 6 4 1 3 D 0 -2 7 2 8 1 3 D 0 -2 5 E C 1 3 D 0 -2 4 B 0 2 8 0 X 4 0 0 5 B F B 1 1 2 s C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.