Fréttablaðið - 14.02.2015, Page 46

Fréttablaðið - 14.02.2015, Page 46
FÓLK| Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is HELGIN KOMA TIL AÐ NJÓTA „Markmiðið með þessum stund- um er einfaldlega að gefa fólki tæki- færi á að koma og heyra og sjá sin- fóníuhljómsveit. Að njóta góðrar tónlistar og þeirra sjálfsögðu lífsgæða sem tónlist veitir. “ Fyrsta Barnastund Sinfóníunnar var haldin vorið 2012 og síðan þá hafa tvær slíkar stundir verið haldnar á hverju starfsári Sinfóníunnar. „Barnastund Sinfóníunnar er stutt og notaleg tónlistarstund. Hún er sniðin að yngstu hlustendunum, lagavalið og lengd stundarinnar er miðuð við þá sem eru að stíga sín fyrstu spor í tónlistarheiminum. Barnastundin er haldin fyrir utan tónleikasal þannig að þetta er allt afskaplega afslappað og frjálslegt og við hvetjum börnin til að koma með púða til að sitja á,“ segir Hjördís Ástráðsdóttir, fræðslustjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Að sögn Hjördísar hafa Barnastund- irnar verið mjög vinsælar þannig að vissulega sé þörf á slíkum viðburði. „Við dáumst að foreldrum og forráða- mönnum barna að koma með svona mikinn fjölda til okkar. Það er iðulega fullt á Barnastund en aldrei uppselt af því hún er haldin í opnu rými en stundum hefur það verið þannig að við höfum varla getað annað fjöldanum sem hefur komið. Markmiðið með þessum stundum er einfaldlega að gefa fólki tækifæri á að koma og heyra og sjá sinfóníuhljómsveit. Að njóta góðrar tónlistar og þeirra sjálfsögðu lífsgæða sem tónlist veitir. Oft er nú talað um að foreldrar leikskólabarna séu skattp- índur samfélagshópur en þarna erum við að miðla menntun og fræðslu og vonandi notalegheitum og þægilegri upplifun til fólks án endurgjalds. Þetta er okkar framlag í því að þjóna for- eldrum ungra barna og við vonum bara að sem flestir sjái sér fært að koma. Fyrst og fremst sækjumst við þó eftir því að fólk njóti þess að vera í góðum félagsskap sem við teljum okkur vera, svona hógvær eins og við erum,“ segir Hjördís og hlær. Í Barnastundinni sem verður í Hörpu horni klukkan hálftólf í dag verð- ur flutt fjörmikið lag um Ólav Riddara- rós af hljóðfæraleikurum Sinfóníu- hljómsveitar Íslands. Einnig verður flutt úrval léttra og skemmtilegra laga sem mörg hver hafa leitt fima fætur á dansgólfið, sprellfjörug lög sem koma hreyfingu á mannskapinn. Barnastund- in verður undir leiðsögn Hjördísar en hún fær góða aðstoð frá sjálfum Maxímús Músíkús. „Börn og tónlist og börn og sinfóníuhljómsveit eru mjög góðir samferðamenn. Hljómsveitin okkar hefur verið í mjög virku fræðslu- starfi frá stofnun sveitarinnar árið 1950. Auðvitað hafa verið lagðar mis- jafnar áherslur en það er alfarið okkar að búa til og setja saman dagskrá sem höfðar til bæði ólíkra samfélagshópa og ólíkra aldurshópa. Það er okkur í lófa lagið með því að velja til þess gerða tónlist fyrir hvern tiltekinn ald- urshóp. Svo verður músin Maxímús Músíkús til aðstoðar í dag en hann er alltaf fastur gestur á Barnastund. Börn hafa heillast af músinni frá því hann kom fyrst fram áður 2008 og það hefur verið vinsælt að fá að strjúka honum og klappa og dansa með honum. Svo veitir hann auk þess myndatökutíma á undan eða eftir tónlistarstundinni,“ segir Hjördís létt í bragði. Hún bætir því við að mikið hafi verið spurt eftir fyrsta verkinu um músina, Maxímús Músíkus heimsækir hljómsveitina, frá því það var frumflutt. „Það er því gaman að geta orðið við þeirri ósk en á fyrstu tónleikum að hausti verður verkið flutt aftur.“ FJÖRMIKLIR OG LÉTTIR TÓNLEIKAR BARNVÆNT Sinfóníuhljómsveit Íslands blæs til Barnastundar í Hörpu í dag. Yngstu tónlistaráhugamönnunum er þá boðið að hlusta á skemmtilega tónlist undir leiðsögn Hjördísar Ástráðsdóttur sem fær aðstoð frá Maxímús Músíkús. BARNASKARI Barnastund Sinfóníunn- ar hefur verið vinsæl frá upphafi. Andrúmsloftið er frjálslegt og setið þar sem er pláss er. AÐSEND MYND HJÖRDÍS ÁSTRÁÐSDÓTTIR fræðslustjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands verður með leiðsögn á Barnastundinni. Hún fær góða hjálp frá Maxímús Músíkús. MYND/GVA BÆJARLIND 16 - KÓPAVOGUR - SÍMI 553 7100 - WWW.LINAN.IS OPIÐ MÁNUDAGA TIL FÖSTUDAGA 12 - 18 LAUGARDAGA 11 - 16 ZEAL DAYBED SÓFI - Stærð 178/200x70 cm kr. 79.900 TRYM SVEFNSÓFI - SVEFNBREIDD 140X200 EXTRA ÞYKK OG GÓÐ SPRINGDÝNA KR. 189.900 SLY SVEFNSÓFI TILBOÐ KR. 109.900 SVEFNBREIDD 140X200 KR. 139.900 1 3 -0 2 -2 0 1 5 2 1 :1 2 F B 1 1 2 s _ P 0 6 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 3 D 0 -0 A C 4 1 3 D 0 -0 9 8 8 1 3 D 0 -0 8 4 C 1 3 D 0 -0 7 1 0 2 8 0 X 4 0 0 2 B F B 1 1 2 s C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.